Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 95
LAUGARDAGUR 27. ágúst 2011 59
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
1
0-
12
30
Opna Íslandsbankamótið
2011
GKG
18
PAR 71
5822 5168
5399 4810
Allir velkomnir í mótið
Opna Íslandsbankamótið verður haldið á Leirdalsvelli Golfklúbbs
Kópavogs og Garðabæjar (GKG) laugardaginn 3. september.
Skráning fer fram á golf.is.
Viðskiptavinir Íslandsbanka sem greiða með Íslandsbankakorti
greiða aðeins 2.450 kr. en almennt gjald er 4.900 kr.
Fjöldi veglegra vinninga í boði:
1. – 3. sæti í punktakeppni karla og kvenna
1. – 3. sæti í höggleik
Nándarverðlaun á öllum par 3 holum
Hlökkum til að sjá ykkur,
starfsfólk Íslandsbanka
Afturelding-Þór/KA 1-0
1-0 Carla Lee (2.)
ÍBV-Stjarnan 0-2
0-1 Harpa Þorsteinsd. (17.), 0-2 Ashley Bares (29.)
KR-Grindavík 2-1
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (5.), 2-0 Olga Kristina
Hansen (44.), 2-1 Shaneka Gordon (58.)
STAÐAN Í DEILDINNI:
Stjarnan 15 14 0 1 42-12 42
Valur 15 11 2 2 42-12 35
ÍBV 15 8 3 4 30-11 27
Þór/KA 15 7 2 6 25-28 23
Breiðablik 15 6 2 7 26-29 20
Fylkir 14 6 2 6 20-24 20
Afturelding 15 4 3 8 15-31 15
KR 15 3 4 8 16-25 13
Grindavík 15 3 1 11 17-40 10
Þróttur R. 14 1 3 10 15-36 6
MARKAHÆSTAR Í DEILDINNI:
Ashley Bares, Stjörnunni 18
Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val 12
Manya Janine Makoski, Þór/KA 10
Danka Podovac, ÍBV 9
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, ÍBV 9
Shaneka Gordon, Grindavík 9
NÆSTU LEIKIR Í DEILDINNI:
Þróttur R.-Fylkir í dag kl. 14.00
Grindavík-ÍBV þri. 30. ág. kl. 18.00
Þór/KA-Breiðablik þri. 30. ág. kl. 18.00
Valur-Þróttur R. þri. 30. ág. kl. 18.30
Fylkir-KR þri. 30. ág. kl. 18.30
Stjarnan-Afturelding þri. 30. ág. kl. 18.30
PEPSIDEILD KVENNA
FÓTBOLTI Stjarnan náði aftur sjö
stiga forskoti á Val á toppi Pepsi-
deildar kvenna eftir 2-0 sigur á
ÍBV í Vestmannaeyjum í gærkvöld.
Stjarnan getur því tryggt sér
Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn
með því að vinna Aftureldingu á
heimavelli á þriðjudaginn kemur.
KR og Afturelding unnu bæði sína
leiki og stigu með því stór skref í átt
að því að tryggja sér áframhaldandi
veru í deildinni.
Eftir þennan góða sigur í Eyjum
í gær þá vantar Stjörnuliðið nú
aðeins þrjú stig út úr síðustu
þremur leikjum sínum til að tryggja
sér fyrsta Íslandsmeistaratitil
félagsins í fótbolta. Síðustu
þrír leikir liðsins eru á móti
Aftureldingu (heima), Grindavík
(úti) og Breiðabliki (heima). Harpa
Þorsteinsdóttir og Ashley Bares
skoruðu mörk Garðabæjarliðsins
á Hásteinsvellinum í gær en
Stjörnuliðið hefur unnið tólf leiki í
röð eða alla deildarleiki sína síðan í
lok maí.
KR-konur unnu 2-1 sigur á
Grindavík í afar mikilvægum leik
í fallbaráttunni á KR-vellinum
en Grindavíkurliðið hafði unnið
þrjá síðustu leiki sína. Katrín
Ásbjörnsdóttir og Olga Kristina
Hansen skoruðu mörk KR í fyrri
hálfleik og þær Ólöf Gerður Ísberg
og Lilja Dögg Valþórsdóttir klikkuðu
báðar á vítaspyrnu í seinni hálfleik.
Shaneka Gordon minnkaði muninn á
58. mínútu.
Afturelding vann óvæntan 1-0
sigur á Þór/KA á Varmá og hélt upp
á bæjarhátíðina með góðum sigri.
Carla Lee skoraði eina mark
leiksins strax á annarri mínútu og
þar við sat. - óój
Stjarnan vann í Eyjum og bæði KR og Afturelding unnu mikilvæga sigra í fallbaráttunni:
Stjarnan einum sigri frá titlinum
MIKILVÆGUR KR-SIGUR Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrir KR í gær og hér er
hún í baráttu um boltann í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Lionel Messi og Barce-
lona héldu áfram sigurgöngu
sinni í Mónakó í gærkvöld þegar
Barcelona vann 2-0 sigur á Porto
í árlegu uppgjöri Meistara-
deildar- og Evrópudeildar-
meistaranna.
Lionel Messi nýtti sér slæm
mistök varnarmanna Porto
og skoraði fyrra markið á 39.
mínútu og Messi lagði síðan upp
það síðasta fyrir varamanninn
Cesc Fabregas undir lokin. Porto
endaði leikinn með níu menn eftir
að tveir leikmenn liðsins fengu að
líta rautt spjald í lokin.
Þetta var annar titill Barcelona
á tímabilinu en liðið vann
líka spænska ofurbikarinn á
dögunum. Barcelona hefur
skorað sjö mörk í fyrstu þremur
leikjunum á tímabilinu og Messi
hefur verið maðurinn á bak við
þau öll; skoraði fjögur sjálfur og
lagt upp hin þrjú.
Barcelona vann þarna tólfta
titilinn sinn undir stjórn Pep
Guardiola, þjálfara Barcelona,
sem bætti með því met Johans
Cruyff. - óój
Barcelona vann Ofurbikarinn:
Meistari Messi
LIONEL MESSI Fagnar hér seinna marki
Barca með Cecs Fabregas. MYND/AFP