Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 64
27. ÁGÚST 2011 LAUGARDAGUR6 ● fréttablaðið ● bylgjan 25 ára ÓSKALAG Allra heilla Bylgja! Stofnun Bylgjunnar markaði langþráð vatna- skil í íslenskri fjölmiðlaflóru. Boðaði nýja og betri tíma, frelsi og fjölbreytni. Bylgjan og systurrásir hennar í 365 fjölskyldunni hafa verið íslenskri tónlist dýrmætar stoðir, og skapendum íslenskra hljóm- platna traust vígi og tekjulind í senn. Samstarf okkar í stjórnum STEF, FTT og Samtóns við starfs- menn og stjórnendur Bylgjunnar og tengdra miðla hefur allt verið á einn veg: Til stakrar fyrirmyndar. Gagnkvæm velvild og vinsemd hefur einkennt þann aldarfjórðung sem að baki er. Megi svo áfram verða. Það er ekkert leyndarmál að 365 er stærsti einstaki gjaldandi STEF-gjalda, þ.e. höfundargjalda á Íslandi og hefur verið um alllangt skeið. Sú staðreynd skýrist af því að fyrirtækið skartar vel á annan tug hljóð- og sjónvarpsrása og þar eru Bylgjan og Stöð 2 útbreidd- ustu rásirnar og báðar fullveðja; Bylgjan 25 ára , Stöð 2 nokkrum mánuðum yngri. Sá sem þetta ritar hefur ekki einungis látið sig STEF-gjöld fyrirtækisins varða heldur ekki síður STEF-gerð en öll kynningarstef bæði Bylgjunn- ar og Stöðvar 2 voru í árdaga framin af undir- rituðum, oft á miklum handahlaupum. Stefin virtust hins vegar eldast vel og endast árum saman og er jafnvel ennþá hampað á tyllidögum: Bylgjustefin voru ort að frumkvæði Páls Þorsteinssonar, þá- verandi dagskrárstjóra, bráðmúsíkalsks manns sem gerði háar gæða kröfur, enda alinn upp af helsta allsherjargoða sí gildrar sönglistar á Íslandi, Þorsteini Hannessyni, óperusöngvara og tónlistarstjóra RÚV til margra ára. Þau mörkuðu upphafið að því ánægjulega samstarfi sem að framan er lýst og enn er við lýði. Nú síðast í aðdraganda 25 ára afmælishalds þar sem Bylgjan og miðborgin eiga sam- leið á Menningarnótt í veglegri hátíðardagskrá á Ingólfs- torgi. Bretum verður tíðrætt um blómaskeið kvenna og er þá jafnan vísað til aldurs svipaðs þeim sem Bylgjan fagnar nú. Þeir tala um konur „…in their prime“. Slík blómaskeið í tilfelli útvarps- stöðva mætti að líkindum husa sér verulega út- víkkuð í tíma og rúmi . Ljóst má þó vera að vel viðeigandi vígorð Bylgjunnar á þessum tímamótum gæti verið: BYLGJAN – ÁVALLT Í BLÓMA :) Megi Bylgjan og allt hennar góða fólk njóta afmælisins í ystu æsar og útvarpsstöðin ást- sæla halda áfram að blómstra og dafna með þjóðinni.   Um leið og ég færi Bylgjunni og starfs- fólki hennar hjartanlegar hamingjuóskir vil ég þakka vel fyrir mig og mína, frá fyrstu tíð. Lifðu heil Bylgjan mín – um aldur og ævi! Allra heilla Bylgja! „Ég byrjaði að vinna á Bylgjunni í mars árið 1995 eftir að hafa unnið á FM957 í fimm ár. Bylgjan var þá og er vinsælasta útvarpsstöðin og það var alltaf markmiðið hjá mér að komast í vinnu hér.“ Hvernig stóð á því að þú valdir þér þetta starf? ,,Þetta var nú draumur hjá mér allt frá því að ég var 12 eða 13 ára. Þá var ég byrjaður að hlusta mikið á tónlist og svo fór ég að hlusta á Kanaútvarpið. Þar var American Top 40 með Casey Kasem í hverri viku og útvarpsmenn eins og Charlie Tuna. Þá kviknaði þessi áhugi á útvarpi. Ég var líka dug- legur að kaupa plötur með öllum vinsælustu lögunum og æfa mig að þykjast kynna þau í stofunni heima. Þegar Bylgjan fór í loft- ið 1986 opnaðist alveg nýr gluggi fyrir svona áhugafólk eins og mig því þarna var komin fyrsta frjálsa útvarpsstöðin.“ Hvernig myndir þú lýsa dag- skrárstefnu Bylgjunnar, hvað er það sem þú sem dagskrárstjóri leggur mesta áherslu á? „Við erum tónlistarútvarp en með puttann á púlsinum í dægur- málum og fréttum. Við leggjum mjög mikið upp úr því að hafa hjá okkur besta starfsfólkið sem hefur bæði reynslu og passar inn í Bylgjuliðið. Styrkur okkar er liðs- heildin og stöðugleiki í dagskrár- gerð og tónlistarvali. Bylgjan er sú útvarpsstöð sem hefur gert flest íslensk lög vinsæl. Við munum halda því áfram. Við spilum fyrst og fremst tónlist sem þorra landsmanna finnst skemmti- legt að heyra. Svo reynum við að hafa nýju tónlistina 35% af því sem við spilum. Þar í bland eru svo topplög síðustu áratuga sem allir þekkja. Það er okkur mikilvægt að vera á tánum þegar kemur að nýrri tónlist svo að okkar hlust- endur séu meðvitaðir um það sem er að gerast í dægurtónlistinni um heim allan. Það má segja að ég sé að spila dags daglega allt frá Elvis að Beyoncé og allt frá Brimkló að Jó- hönnu Guðrúnu.“ Það er frábær árangur hjá Bylgjunni og starfsfólki hennar að hafa haldið úti samfelldri tónlist- ardagskrá í aldarfjórðung, hverju finnst þér Bylgjan bæta við Ísland í dag? „Bylgjan er algjörlega órjúf- anlegur hluti af tilveru margra þar sem hún fylgir landsmönn- um í leik og starfi alla daga ársins og allan sólarhringinn. Það eru í raun fjórar kynslóðir sem hlusta á okkur. Þetta er fólk á aldrinum 50 til 60 ára í dag, sem byrjaði að hlusta á Bylgjuna þegar hún fór fyrst í loftið. Svo er það hópur- inn á milli 40 til 50 ára sem beið með öndina í hálsinum eftir fyrstu frjálsu útvarpsstöðinni. Því næst er það fólk á aldrinum 30 til 40 ára sem ólst upp við að Bylgjan er alltaf til staðar, hvað sem á dynur. Að síðustu eru það hlustendur frá 20 til 30 ára sem ólust upp við að mamma og pabbi hlustuðu á Bylgj- una og eru í dag orðnir Bylgju- hlustendur sjálfir.“ Og svo að lokum, óskalag, þetta er skylduspurning fyrir dagskrár- stjóra Bylgjunnar. Þú tekur upp símann, hringir inn á Bylgjuna og biður um óskalag, hvaða lag herra minn? ,,Ég get nú alveg viðurkennt að þetta er nokkuð snúin spurning því ég á mjög mörg uppáhalds- lög. En ef ég vil komast í gott skap þá myndi ég klárlega biðja um Sódóma með Sálinni :)“ Ég myndi biðja um lag með Sálinni ●„MY OWN WAY“ óska- lagið sem Rúnar Róbertsson bað um. „Bylgjan spilar tónlist fyrir fullorðið fólk á öllum aldri,” segir Rúnar Rúnarsson, tónlistarstjóri Bylgjunnar. ,,Ég tók við starfinu í desember 2009. Mér finnst það skemmtilegasta við þetta starf að grúska í tónlistinni, sjá hvað virkar og hvað ekki. Við spilum tónlist fyrir fólk á aldrinum 25-54 ára og tónlistin endur- speglar þann markhóp.“ - Ef þú, sjálfur tónlistar- stjórinn, hringdir inn á Bylgjuna, hvaða lag myndir þú biðja um? „Það er frábær spurning! Ég held að ég hafi einu sinni á ævinni hringt inn óskalag á útvarpsstöð. Það var á níunda áratugnum og Snorri Sturluson var á þeim tíma dags í loftinu sem ég er núna á á Bylgunni, frá 13.00-16.00. Ég bað hann um lagið „My Own Way” (smáskífuút- gáfuna) með Duran Duran. Sú útgáfa var nefnilega ekki til hvar sem er í þá daga. En í dag myndi ég sennilega biðja um „Bad“ með U2. Það finnst mér það allra besta frá írsku rokkurunum.“ Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður & organisti Stuðmanna, formaður FTT, varaformaður STEF & framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar Það er frábær ár- angur hjá Bylgjunni og starfsfólki henn- ar að hafa haldið úti sam- felldri tónlistardagskrá í aldar- fjórðung. ● KLÁRUÐ BATTERÍ OG BYLGJULESTIN „Ég er það gömul að ég var á lífi þegar Bylgjan fæddist. Sumarið 1985 fór ég einmitt hringinn í kringum landið með foreldrum mínum og sat í skottinu á Volvo Station bílnum í tvær vikur. Suðið í rúðuþurrkunni var það næsta sem komst útvarpi þegar batteríin í vasadiskóinu kláruðust á fyrsta degi. Þá var engin Bylgjulest. En það breyttist nú allt í ágúst á því góða ári. Og það sem ég öfundaði börnin sem áttu foreldra sem límdu Bylgju-lím- miða í bakrúður bíla sinna. Hæ Bylgjan! Og til hamingju með afmælið.“ Lára Björg Björnsdóttir bloggari AFMÆLISKVEÐJUR ● PARTÝVAKTIN! „Ég er sjálf að- eins einu ári eldri en Bylgjan! Þegar ég hugsa um Bylgjuna þá er það fyrsta sem mér dettur í hug Ásgeir Páll og Partývakt- in. Þessi sjúklega hressi náungi sem kom manni alltaf í góðan fíling. Þó svo að maður væri ekki á leiðinni út að skemmta sér var bara alltaf svo gaman að hlusta á hann. Það sem ég hef alltaf gengið að vísu hjá Bylgj- unni er þessi skemmtilegu 80‘s og 90‘s lög, hljómsveitir eins og The B52‘s og Prefab Sprout. Hljómsveitirnar sem eru það hall- ærislegar að þær eru töff og svo auðvitað allar hinar líka. Til hamingju Bylgjan, með árin 25 – hún lengi lifi húrra, húrra, húrra!“ Lísa Einarsdóttir, Keflavík „Ég spila dags daglega allt frá Elvis að Beyoncé og allt frá Brimkló að Jóhönnu Guðrúnu.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.