Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 24
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR24 Í þingsályktunartillögunni um vernd og nýtingu nátt- úrusvæða, sem umhverf- is- og iðnaðarráðherra kynntu fyrir helgi, er gert ráð fyrir þremur virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Í umræðunni um virkjanamál á svæðinu hefur kastljósið helst beinst að Urriðafossvirkjun, enda er hún aflmest þeirra þriggja. Uppistöðulónið verður víðfeðm- ast og þar að auki mun hún nánast þurrka upp vatnsmesta foss lands- ins, Urriðafoss, stærstan hluta ársins. Náttúruverndarsinnar hafa gagnrýnt þessi áform harð- lega og aðrir bent á mögulegar hættur af því að virkja á sprungu- svæði sem þessu. Hinar virkjanirnar tvær, sem báðar eru í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi, eru þó ekki síður umdeild- ar. Þar er annars vegar um að ræða Hvammsvirkjun, sem er efst virkjananna þriggja og sú næst- stærsta, og Holtavirkjun, sem er smæst. Stíflugarður Hvamms- virkjunar verður rétt ofan við Viðey – öðru nafni Minni-Núps- hólma – sem umhverfisráðherra friðaði í vikunni vegna einstæðs gróðurlífs. Í rammaáætlun- inni sem unnin var er fullyrt að Hvammsvirkjun muni engin nei- kvæð áhrif hafa á lífríkið í Viðey. Holtavirkjun mun að mestu þurrka upp annan glæsilegan foss í Þjórsá – Búðafoss – og veita ánni fram hjá honum um Árneskvísl. Deilt á öllum vígstöðvum Deilur um virkjun neðri hluta Þjórsár hafa staðið lengi, bæði á heimaslóðum og á hinu póli- t í sk a sv iði . Skemmst er að minnast þess þegar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð- herra synjaði skipulagsbreyt- ingum í Skeiða- og Gnúpverja- h r e p p i o g aðalskipulagi í Flóahreppi staðfestingar, með þeim rökum að þátttaka Lands- virkjunar í kostnaði við skipu- lagsvinnuna hefði stangast á við skipulags- og byggingarlög. Í ljós hafði komið að Lands- virkjun hefði greitt sveitar- stjórnarmönnum á svæðinu fyrir að sitja fundi um skipulagsvinn- una. Enn fremur olli það nokkurri úlfúð víða að Landsvirkjun hefði staðið straum af kostnaði við eitt og annað sem ekki þótti koma skipulagsvinnu mikið við, til dæmis GSM-samband, vatnsveitu og félagsheimili. Athygli vakti þegar alþingismaðurinn Mörð- ur Árnason kallaði þetta mútur og uppskar reiði margra. Málið fór fyrir dómstóla og alla leið í Hæstarétt sem komst í febrúar að þeirri niðurstöðu að synjun ráðherrans hefði verið ólögmæt. Fyrirséð átök á Alþingi Gerð rammaáætlunar um virkj- anakosti á Íslandi var ætlað að slá á ágreining og skapa þó ekki væri nema vísi að sátt um það hvað skyldi vernda og hvað væri betur fallið til orkunýtingar. Niðurstaðan af starfi nefnd- arinnar varð sú að virkjanirnar þrjár myndu ekki hafa afgerandi neikvæð umhverfisáhrif. Kostirn- ir myndu vega þyngra en gallarnir og því væri réttast að virkja. Þessi niðurstaða er nú orðin hluti af drögum að þingsályktunartillögu sem á eftir að velkjast í þinginu og óefað taka einhverjum breyt- ingum. Fyrirséð er að einna mest verði karpað um einmitt þessar virkjanir, enda hafa margir liðs- menn Vinstri grænna lýst yfir mik- illi andstöðu við áformin. Rammaáætlunargerðin hefur ekki dregið úr óánægju þeirra heimamanna sem á annað borð voru ósáttir við áformin. Það fullyrðir að minnsta kosti Ólaf- ur Sigurjónsson í Forsæti, sem hefur verið í fararbroddi virkjanaandstæðinga um langt skeið. „Hún er skelfileg,“ segir Ólafur um niðurstöðu rammaáætl- unar. „Hún tekur ekkert tillit til mannlega þáttarins. Það er verið að ræða um einhverjar plöntur og skófir á steinum hér og þar og meta það allt – plús og mínus – á hinum og þessum virkjunarsvæðum, en hefur mönnum aldrei dottið í hug að taka tillit til þess að það býr fólk á sumum þessum stöðum?“ „Algjört brjálæði“ Það er augljóst að Ólafi er mikið niðri fyrir. Hann hefur staðið í áralöngu stappi við Landsvirkjun vegna málsins og jafnan þurft að lúta í lægra haldi. Ólíkt því sem gjarnan vill verða á Íslandi lætur FRAMHALD Á SÍÐU 26 FOSS ÁN FRAMTÍÐAR? Þótt Urriðafoss sé títtnefndur sem helsta fórnarlamb mögulegra virkjana í neðri hluta Þjórsár er hann ekki eini mikilfenglegi fossinn í ánni sem hverfur ef fyrirætlanirnar verða að veruleika. Á myndinni má sjá Búðafoss, sem steypist niður Þjórsá þar sem hún kvíslast við Árnes. Til stendur að stífla fossinn og veita þar með ánni nær allri til suðurs í Árneskvísl. Þar mun uppistöðulón Holtavirkjunar myndast. ÓLAFUR SIGURJÓNSSON Fæstir alfarið með eða á móti Virkjað verður á þremur stöðum í neðri hluta Þjórsár samkvæmt drögum að þingsályktunar- tillögu um rammaáætlun. Virkjanaáform á svæðinu hafa verið gríðarlega umdeild og fyrirséð er að svo verði áfram. Stígur Helgason og Vilhelm Gunnarsson kynntu sér náttúruna sem bitist er um hvort eigi að nýta eða vernda og sjónarmið heimamanna í þessu eldfima máli. Ásahreppur Rangárþing ytra Gíslholtsvötn Skarðsfjall Urriðafossvirkjun: Afl: 130 MW Virkjuð fallhæð: 40,6 metrar Flatarmál uppistöðu- lóns (Heiðarlón): 9 ferkílómetrar Rúmmál lóns: 17 milljónir rúmmetra Hvammsvirkjun: Afl: 82 MW Virkjuð fallhæð: 32 metrar Flatarmál uppistöðulóns (Hagalón): 4,6 ferkílómetrar Rúmmál lóns: 15,5 milljónir rúmmetra Holtavirkjun: Afl: 53 MW Virkjuð fallhæð: 18 metrar Flatarmál uppistöðu- lóns (Árneslón): 4,8 ferkílómetrar Rúmmál lóns: 13,6 milljónir rúmmetra Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.