Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 27.08.2011, Qupperneq 8
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR8 RÓLEGIR OG KRÖFTUGIR HÓPAR Í HÁDEGINU OG EFTIRMIÐDAGA Í NÝLEGRI OG BJARTRI SUNDLAUG VIÐ LAUGARÁS UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 897-2896 OG Á www.bakleikfimi.is BAKLEIKFIMI Í VATNI BETRI LÍÐAN Í HÁLSI HERÐUM OG BAKI UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA RÓLEGIR OG KRÖFTUGIR HÓPAR Í HÁDEGINU Í GRENSÁSLAUG OG EFTIRMIÐDAGA Í NÝLEGRI OG BJARTRI SUNDLAUG VIÐ LAUGARÁS NÝR LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS VIÐ HRINGBRAUT: ALMENNUR KYNNINGARFUNDUR UM DRÖG AÐ NÝJU DEILISKIPULAGI *Nýr Landspítali ohf. hefur það að markmiði að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Í kjölfar þess að skipulagsráð Reykjavíkur heimilaði almenna kynningu á drögum að deiliskipulagi á lóð Landspítala við Hringbraut þann 24. ágúst sl. efnir NLSH*, ásamt Landspítala og Háskóla Íslands, til kynningarfundar fyrir almenning nk. miðvikudag, 31. ágúst, kl. 17:30 í stofu 105 á Háskólatorgi. Forstjóri Landspítala, rektor Háskóla Íslands og fulltrúar hönnunarhópsins SPITAL kynna verkefnið og drög að deiliskipulagi á lóð Landspítala á fundinum. Veggspjöld með uppdráttum og þrívíddar myndum verða til sýnis og sérfræðingar á vegum verkefnisstjórnar NLSH verða á vettvangi til að svara spurningum gesta. Kynningardagar verða einnig 1.-6. september í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg þar sem gestir og gangandi geta skoðað veggspjöld og rætt við starfsfólk verkefnisstjórnar. Kynningarefni verður aðgengilegt frá 1. september í þjónustuveri Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi, á vefsíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is, og á verkefnavef NLSH; www.nyrlandspitali.is. Ábendingar og athugasemdir vegna deiliskipulagsdraganna skal senda á netfangið skipulag@reykjavik.is. fyrir 1. október 2011. SPITAL A T H Y G L I SJÁVARÚTVEGUR Brotið er gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti eigenda sjávarjarða verði kvóta- frumvarp sjávarútvegsráðherra að lögum, að því er fram kemur í umsögn Samtaka eigenda sjávar- jarða um frumvarpið. „Alþingismenn hafa ekki laga- legt umboð eða heimildir til að setja lög um fiskveiðiauðlindina án þess að fullt tillit sé tekið til þeirra sem fyrir eiga eignarhlutdeild í auðlindinni,“ segir í umsögninni. „Netlög sjávarjarða eru þinglýst eign, í ljósi atvika er eignarréttur tvímælalaus, og enginn vafi leikur á því að eigendur sjávarjarða eru réttir og löglegir eigendur en verða ólöglega sviptir áfram eign sinni með frumvarpi þessu.“ Í umsögninni segir að þessi réttur sé staðfestur af Mann- réttindadómstól Evrópu en hann hafi verið hundsaður af íslensk- um stjórnvöldum í þrjá áratugi. Ætli stjórnvöld sér að ganga gegn rétti eigenda sjávarjarða til að nýta sjávarauðlindina verður það ekki gert lögum sam- kvæmt nema almannahagsmun- ir krefjist þess. Ríkið þarf þá að greiða eigendunum fullar bætur vegna eignarnámsins, segir í umsögninni. - bj Eigendur sjávarjarða afar ósáttir við nýtt kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra: Brotið gegn eignarrétti landeigenda RÉTTINDI Eigendur sjávarjarða segjast eiga rétt til netaveiða við jarðir sínar sem nú standi til að taka af þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Gæsluvarðhald var í gær framlengt um fjórar vikur yfir karlmanni um fertugt sem varð öðrum manni að bana eftir að hafa veitt honum lífshættulega áverka á hálsi með hníf á vínveitingastaðn- um Monte Carlo við Laugaveg um miðjan júlímánuð. Maðurinn, sem er erlendur ríkis- borgari og hefur verið búsettur hér á landi í átta ár, var handtekinn á Monte Carlo eftir árásina. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann vann óhæfuverkið. - jss Gæsluvarðhald var framlengt: Hnífamaðurinn situr áfram inni BLÁSIÐ TIL KOSNINGA Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra rauf þing í gær og efndi til kosninga. Stjórnarandstaðan hefur haft forskot í skoðanakönnunum um langa hríð. NORDICPHOTOS/AFP DANMÖRK Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. septem- ber næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boð- aði til kosninga í gær og tók þann- ig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember. Rasmussen á þó erfit t verkefni fram undan, þar sem stjórnarflokk- arnir Venstre og Íhaldsflokk- urinn hafa misst talsvert fylgi yfir til vinstriflokkanna. Sam- kvæmt nýbirtri skoðanakönnun Ritzau myndu vinstriflokkarnir fá 96 af 179 þingsætum en flestar kannanir þar á undan höfðu gefið þeim 94 eða 95 sæti. Verði það niðurstaðan verður Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra þar í landi. Ástæðan fyrir því að Rasmus- sen boðar nú til kosninga er að hann hefur ekki náð samkomu- lagi við Danska þjóðarflokkinn (DF), sem ver stjórnina falli, um aðgerðapakka til að efla efnahags- og atvinnulífið. Helst eru það hug- myndir stjórnarflokkanna um skattaafslátt vegna fasteignakaupa sem standa í DF, sem telur það of dýra aðgerð sem muni ekki skila nægu fé í ríkiskassann. Flestir sérfræðingar danskra fjölmiðla eru sammála um að kom- andi kosningabarátta verði hörð og spennandi. Venstre og Íhaldsmenn hafa haldið um stjórnartaumana í Danmörku frá því að þeir sigruðu í kosningum árið 2001, en DF hefur varið minnihlutastjórn þeirra falli frá upphafi og fengið nokkru áork- að af sínum helstu baráttumálum í krafti þess, þar á meðal í málefn- um innflytjenda. Mál málanna verða þó eflaust efnahagsmálin því að fyrir liggur að næstu ár muni einkennast af aðhaldi. Stjórnmálaskýrandi Jótlands- póstsins sagði til dæmis að lykil- orðin væru tvö: vöxtur og skuldir. Vinstriflokkarnir segja að stjórnin þurfi að auka opinber umsvif til að örva vöxt og hækka skatta til að styðja við velferðar- kerfið. Venstre og íhaldsmenn leggja hins vegar ofuráherslu á að efna- hagsástand Evrópu og heims- ins sýni að skuldasöfnun hins opinbera sé varhugaverð. thorgils@frettabladid.is Efnahagsmál í brennidepli Boðað til kosninga í Danmörku. Stjórnarandstaðan hefur talsvert forskot í skoðanakönnunum. Tekist verður á um efnahagsmál. Helle Thorning-Schmidt gæti orðið fyrsti danski kvenforsætisráðherrann. HELLE THORNING- SCHMIDT VEISTU SVARIÐ? 1 Hvað eru mörg ár liðin frá sjálf- stæði Litháens? 2 Hvaðan ætlar söngvarinn Matthías Matthíasson að flytja? 3 Hvar verða haldnir Bláberja- dagar um helgina? SVÖR: 1. Tuttugu. 2. Frá Dalvík. 3. Á Súðavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.