Fréttablaðið - 27.08.2011, Qupperneq 8
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR8
RÓLEGIR OG KRÖFTUGIR HÓPAR Í
HÁDEGINU OG EFTIRMIÐDAGA Í
NÝLEGRI OG BJARTRI SUNDLAUG
VIÐ LAUGARÁS
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA
897-2896 OG Á www.bakleikfimi.is
BAKLEIKFIMI Í VATNI
BETRI LÍÐAN Í HÁLSI HERÐUM OG BAKI
UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA
RÓLEGIR OG KRÖFTUGIR HÓPAR Í HÁDEGINU
Í GRENSÁSLAUG OG EFTIRMIÐDAGA Í NÝLEGRI
OG BJARTRI SUNDLAUG VIÐ LAUGARÁS
NÝR LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS VIÐ HRINGBRAUT:
ALMENNUR KYNNINGARFUNDUR
UM DRÖG AÐ NÝJU DEILISKIPULAGI
*Nýr Landspítali ohf. hefur það að markmiði að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.
Í kjölfar þess að skipulagsráð Reykjavíkur heimilaði almenna kynningu á drögum að deiliskipulagi á lóð
Landspítala við Hringbraut þann 24. ágúst sl. efnir NLSH*, ásamt Landspítala og Háskóla Íslands, til
kynningarfundar fyrir almenning nk. miðvikudag, 31. ágúst, kl. 17:30 í stofu 105 á Háskólatorgi.
Forstjóri Landspítala, rektor
Háskóla Íslands og fulltrúar
hönnunarhópsins SPITAL
kynna verkefnið og drög að
deiliskipulagi á lóð Landspítala
á fundinum. Veggspjöld með
uppdráttum og
þrívíddar myndum verða til
sýnis og sérfræðingar á vegum
verkefnisstjórnar NLSH verða á
vettvangi til að svara
spurningum gesta.
Kynningardagar verða
einnig 1.-6. september
í Heilsuverndarstöðinni
við Barónsstíg þar sem gestir
og gangandi geta skoðað
veggspjöld og rætt við
starfsfólk verkefnisstjórnar.
Kynningarefni verður
aðgengilegt frá 1. september í
þjónustuveri Reykjavíkurborgar
á Höfðatorgi, á vefsíðu
Reykjavíkurborgar,
www.reykjavik.is,
og á verkefnavef NLSH;
www.nyrlandspitali.is.
Ábendingar og athugasemdir
vegna deiliskipulagsdraganna
skal senda á netfangið
skipulag@reykjavik.is.
fyrir 1. október 2011.
SPITAL
A
T
H
Y
G
L
I
SJÁVARÚTVEGUR Brotið er gegn
stjórnarskrárvörðum eignarrétti
eigenda sjávarjarða verði kvóta-
frumvarp sjávarútvegsráðherra
að lögum, að því er fram kemur í
umsögn Samtaka eigenda sjávar-
jarða um frumvarpið.
„Alþingismenn hafa ekki laga-
legt umboð eða heimildir til að
setja lög um fiskveiðiauðlindina án
þess að fullt tillit sé tekið til þeirra
sem fyrir eiga eignarhlutdeild í
auðlindinni,“ segir í umsögninni.
„Netlög sjávarjarða eru þinglýst
eign, í ljósi atvika er eignarréttur
tvímælalaus, og enginn vafi leikur
á því að eigendur sjávarjarða eru
réttir og löglegir eigendur en
verða ólöglega sviptir áfram eign
sinni með frumvarpi þessu.“
Í umsögninni segir að þessi
réttur sé staðfestur af Mann-
réttindadómstól Evrópu en hann
hafi verið hundsaður af íslensk-
um stjórnvöldum í þrjá áratugi.
Ætli stjórnvöld sér að ganga
gegn rétti eigenda sjávarjarða
til að nýta sjávarauðlindina
verður það ekki gert lögum sam-
kvæmt nema almannahagsmun-
ir krefjist þess. Ríkið þarf þá að
greiða eigendunum fullar bætur
vegna eignarnámsins, segir í
umsögninni. - bj
Eigendur sjávarjarða afar ósáttir við nýtt kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra:
Brotið gegn eignarrétti landeigenda
RÉTTINDI Eigendur sjávarjarða segjast
eiga rétt til netaveiða við jarðir sínar
sem nú standi til að taka af þeim.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
DÓMSMÁL Gæsluvarðhald var í gær
framlengt um fjórar vikur yfir
karlmanni um fertugt sem varð
öðrum manni að bana eftir að hafa
veitt honum lífshættulega áverka á
hálsi með hníf á vínveitingastaðn-
um Monte Carlo við Laugaveg um
miðjan júlímánuð.
Maðurinn, sem er erlendur ríkis-
borgari og hefur verið búsettur hér
á landi í átta ár, var handtekinn á
Monte Carlo eftir árásina. Hann
hefur setið í gæsluvarðhaldi frá
því að hann vann óhæfuverkið. - jss
Gæsluvarðhald var framlengt:
Hnífamaðurinn
situr áfram inni
BLÁSIÐ TIL KOSNINGA Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra rauf þing í gær og
efndi til kosninga. Stjórnarandstaðan hefur haft forskot í skoðanakönnunum um
langa hríð. NORDICPHOTOS/AFP
DANMÖRK Kosið verður til þings
í Danmörku hinn 15. septem-
ber næstkomandi. Lars Lökke
Rasmussen forsætisráðherra boð-
aði til kosninga í gær og tók þann-
ig af skarið eftir margra vikna
vangaveltur, en reglubundnar
kosningar hefðu
átt að fara fram
í nóvember.
Rasmussen
á þó erfit t
verkefni fram
undan, þar sem
stjórnarflokk-
arnir Venstre
og Íhaldsflokk-
urinn hafa misst
talsvert fylgi
yfir til vinstriflokkanna. Sam-
kvæmt nýbirtri skoðanakönnun
Ritzau myndu vinstriflokkarnir
fá 96 af 179 þingsætum en flestar
kannanir þar á undan höfðu gefið
þeim 94 eða 95 sæti.
Verði það niðurstaðan verður
Helle Thorning-Schmidt, formaður
jafnaðarmanna, fyrsta konan til að
gegna embætti forsætisráðherra
þar í landi.
Ástæðan fyrir því að Rasmus-
sen boðar nú til kosninga er að
hann hefur ekki náð samkomu-
lagi við Danska þjóðarflokkinn
(DF), sem ver stjórnina falli, um
aðgerðapakka til að efla efnahags-
og atvinnulífið. Helst eru það hug-
myndir stjórnarflokkanna um
skattaafslátt vegna fasteignakaupa
sem standa í DF, sem telur það of
dýra aðgerð sem muni ekki skila
nægu fé í ríkiskassann.
Flestir sérfræðingar danskra
fjölmiðla eru sammála um að kom-
andi kosningabarátta verði hörð og
spennandi. Venstre og Íhaldsmenn
hafa haldið um stjórnartaumana í
Danmörku frá því að þeir sigruðu í
kosningum árið 2001, en DF hefur
varið minnihlutastjórn þeirra falli
frá upphafi og fengið nokkru áork-
að af sínum helstu baráttumálum
í krafti þess, þar á meðal í málefn-
um innflytjenda.
Mál málanna verða þó eflaust
efnahagsmálin því að fyrir liggur
að næstu ár muni einkennast af
aðhaldi.
Stjórnmálaskýrandi Jótlands-
póstsins sagði til dæmis að lykil-
orðin væru tvö: vöxtur og skuldir.
Vinstriflokkarnir segja að
stjórnin þurfi að auka opinber
umsvif til að örva vöxt og hækka
skatta til að styðja við velferðar-
kerfið.
Venstre og íhaldsmenn leggja
hins vegar ofuráherslu á að efna-
hagsástand Evrópu og heims-
ins sýni að skuldasöfnun hins
opinbera sé varhugaverð.
thorgils@frettabladid.is
Efnahagsmál
í brennidepli
Boðað til kosninga í Danmörku. Stjórnarandstaðan
hefur talsvert forskot í skoðanakönnunum. Tekist
verður á um efnahagsmál. Helle Thorning-Schmidt
gæti orðið fyrsti danski kvenforsætisráðherrann.
HELLE THORNING-
SCHMIDT
VEISTU SVARIÐ?
1 Hvað eru mörg ár liðin frá sjálf-
stæði Litháens?
2 Hvaðan ætlar söngvarinn
Matthías Matthíasson að flytja?
3 Hvar verða haldnir Bláberja-
dagar um helgina?
SVÖR:
1. Tuttugu. 2. Frá Dalvík. 3. Á Súðavík.