Fréttablaðið - 27.08.2011, Síða 13

Fréttablaðið - 27.08.2011, Síða 13
LAUGARDAGUR 27. ágúst 2011 13 Landsbanki Íslands hefur sent frá sér umsögn um fiskveiði- stjórnunarfrumvarp sjávarútvegs- ráðherra sem mikið hefur verið til umræðu síðustu daga. Bankinn lýsir sig andsnúinn hverskyns tak- mörkun á nýtingarrétti útgerðar- innar á fiskveiðiauðlindinni og leggst gegn því sem í umsögn- inni er kallað „bann við framsali, bann við veðsetningu og aukin völd sjávarútvegsráðherra við úthlutun aflaheimilda“. Það eru ekki einungis áhrif frumvarpsins á rekstrarskilyrði sjávarútvegsins og nýtingu sjávar- auðlinda sem bankinn ber fyrir brjósti í umsögn sinni. Áhrif frum- varpsins á fjárhagsstöðu og rekstr- arafkomu Landsbankans vega aug- ljóslega jafn þungt, þegar betur er að gáð. Það er einmitt sá þátt- ur umsagnarinnar sem nú verður nánar vikið að. Veðsetning aflaheimilda Í fyrsta lagi er augljóst að bankinn leggst gegn öllum þeim breytingum sem boðaðar eru í frumvarpinu. En bankinn gengur lengra. Hann leggst einnig gegn banni við veð- setningu aflaheimilda, sem vissu- lega er gert ráð fyrir í frumvarp- inu en felur þó ekki í sér eiginlega breytingu á löggjöf. Það vill nefni- lega þannig til að veðsetning afla- heimilda er nú þegar bönnuð að lögum og hefur svo verið frá árinu 1997, eins og fram kemur í lögum um samningsveð nr. 75/1997 þar sem segir: „Eigi er heimilt að veðsetja rétt- indi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórn- völd úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslu- mark bújarðar.“ (4. mgr., 3.gr.) Í ljósi þessarar lagagreinar er athyglisvert að lesa lýsingu Lands- bankans á því hvernig brot á þess- um lögum hafa gengið fyrir sig, að því er virðist óáreitt í gegnum tíð- ina. Bankinn viðurkennir að verð- mæti þeirra eigna sem sjávarút- vegsfyrirtæki hafa lagt að veði sem tryggingu fyrir lánum á síð- ustu árum hafi að „langstærstum hluta“ byggst á aflaheimildum. „Aflaheimildir hafa fylgt veðsett- um skipum en hægt hefur verið að flytja heimildirnar yfir á önnur skip með samþykki veðhafa. Með frumvarpinu er fótunum kippt undan þessum möguleika fyrir- tækjanna“ segir í umsögninni. Hér sjáum við svart á hvítu þá bóluhagfræði sem var orsök fjár- málahrunsins 2008. Veðsetning aflaheimilda hefur skapað aukna eftirspurn eftir kvóta, sú eftir- spurn hefur hækkað kvótaverð sem aftur hefur hækkað lánin … og þannig koll af kolli. Bankarn- ir voru virkir gerendur í þessum spíral og áttu þannig sinn þátt í því að sprengja upp kvótaverðið. Þetta er ein ástæða þess að menn hafa viljað reisa skorður við veðsetn- ingu aflaheimilda og stilla þar með af lánaumhverfi sjávarútvegsins. Útgerðarmenn hafa sjálfir reikn- að það út að fjárfesting í íslensk- um sjávarútvegi undanfarinn ára- tug hafi verið nálægt 90 milljörðum króna. Á sama tíma skuldaði grein- in á milli 500 og 600 milljarða. Er nema von þó að spurt sé hvað hafi þá orðið um þá 400 til 500 milljarða sem ekki var varið í fjárfestingar innan greinarinnar? Fram hefur komið að afskriftir námu 120 millj- örðum á sama tíma en verðmæti fiskiskipaflotans árið 2010 var 123 milljarðar, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Rangar forsendur Ein meginástæða þess að Lands- bankinn lýsir sig andsnúinn fyrirhuguðum breytingum á fisk- veiðistjórnuninni eru þau áhrif sem hann telur að breytingar muni hafa á fjárhagsstöðu bank- ans. Fram kemur í umsögninni að 18,4% af heildarútlánasafni bank- ans muni verða fyrir áhrifum, en það er lánasafn sem nemur 114,4 milljörðum króna. Bankinn gefur sér þó þá undarlegu forsendu að „ekki komi til endurnýjunar á afl- heimildum til lántaka og miðað við 15 ára greiðslustreymi“. Bankinn gefur sér sumsé að engin endur- úthlutun muni eiga sér stað á afla- heimildum eftir fimmtán ár, og þetta muni skerða lánveitingar til sjávar útvegsfyrirtækja um 22% eða 25 milljarða króna. Það er deginum ljósara að þessi forsenda, sem bankinn kallar „varúðarnálgun“, fær ekki með neinu móti staðist. Fiskveiðar verða áfram stundaðar á Íslandsmiðum án tillits til þess hvaða fiskveiði- stjórnunarkerfi verður við lýði. Aflaheimildum mun ávallt verða úthlutað með einhverjum hætti til þeirra sem stunda sjósókn, hvort sem það gerist á forsendum núver- andi kvótakerfis eða eftir öðrum leiðum. Og það er jafn víst að fjár- málastofnanir muni hér eftir sem hingað til vera reiðubúnar að veita vel reknum sjávarútvegsfyrirtækj- um lán til arðbærra fjárfestinga. Eitt vil ég þó taka undir í umsögn Landsbankans: Hagkvæm nýting sjávarauðlinda ræðst að mestu leyti af þeim leikreglum og skilyrðum sem sjávarútveginum eru sköpuð. Það eru einmitt hinar bjöguðu leik- reglur sem ríkt hafa í þessari grein undanfarna áratugi, sú röskun og það óréttlæti sem af þeim hafa hlot- ist, sem eru ástæða þess að menn vilja breytingar á kerfinu. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórnun fiskveiða er vissulega ekki fullkomið og um það eru skoðanir skiptar, jafnt innan stjórnarmeirihlutans sem úti í samfélaginu. Sjálf hef ég gagn- rýnt margt sem þar kemur fram og ég lít á það sem skyldu stjórnvalda að hlusta á gagnrýni. En það er líka skylda þeirra sem setja fram slíka gagnrýni að gera það á málefnaleg- um og skynsamlegum forsendum. Verður þá enginn fiskur veiddur meir? Sjávarútvegsmál Ólína Þorvarðardóttir varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis Það er alveg ljóst að ráðherrar geta ekki beitt handafli gegn ákvörðunum sem teknar eru af stjórnendum háskóla … Hver er uppáhaldsborgin þín? Komdu á www.icelandair.is/uppahaldsborg og segðu okkur hver er uppáhaldsborgin þín og hvers vegna. Þú gætir verið á leiðinni til hennar í boði Icelandair. Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallar skattar. Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.