Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2011, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 27.08.2011, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 27. ágúst 2011 Mánudagur 29. ágúst 2011 kl 12.15–13.00: HEIMURINN ÁRIÐ 2050 Um framtíðina, framtíðar- rannsóknir og listina að móta framtíðina Dr. Mats Lindgren frá fyrirtækinu Kairos Future heldur fyrirlestur í boði Norræna hússins og Norden i Fokus Fyrirlesturinn fer fram á sænsku og er öllum opinn. Ókeypis aðgangur – allir velkomnir. Reitir fasteignafélag er stærsta þjónustu- fyrirtækið á sviði útleigu atvinnuhúsnæðis á Íslandi. Reitir hafa yfir að ráða fjölbreyttu fasteignasafni sem samanstendur af um 130 fasteignum sem staðsettar eru víðsvegar um landið. Nánari upplýsingar veitir Halldór Jensson 840 2100 halldor@reitir.is www.reitir.is Vönduð umgjörð fyrir vinnandi fólk Rúmgott heimili fyrir öflugt fyrirtæki Vandað skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í Grímsbæ við Bústaðaveg Svæðið er 682 m² – mögulegt að leigja í tveimur hlutum (350 m² / 332 m²) Húsnæðið skiptist í opin vinnurými, skrifstofur, fundarherbergi og eldhús Laust í september 2011 TIL LEIGU Efstaland 26 108 Reykjavík Hentug vinnurými af ýmsum gerðum. Góð staðsetning stutt frá helstu umferðaræðum.Rúmgóð aðstaða fyrir starfsmenn. Nú að nýafstöðnu Reykjavíkur-maraþoni getum við öll verið sammála um að sigurvegararnir voru þar margir. Flestir einstak- lingarnir sem tóku þátt höfðu sín markmið, komust yfir misstórar hindranir og unnu sigur með þátt- tökunni. Sem sjúkraþjálfari á sviði kvennaheilsu og þvagfæravanda- mála hef ég kynnst mörgum konum, ungum sem öldnum, sem leita sér aðstoðar vegna veikleika sem í sumum tilfellum (en ekki öllum) tengjast barneignum og hafa dregið úr styrk grindarbotnsvöðva svo fátt eitt sé talið. Það getur skapað vandamál sem draga úr lífsgæðum og frelsi kvenna til þátttöku í athöfnum sem krefjast áreynslu. Að hverfa frá athöfn- um sem reyna á mann er ekki gott og sem betur fer er mikil vitundar- vakning á sviði heilsu- ræktar og konur jafnt sem karlar gera kröfu um gott form, góða heilsu. Við erum jú öll ábyrg fyrir heilsu okkar, okkur ber skylda til að varðveita heilsuna eftir bestu getu og þekkingu, jafnvel þótt við höfum orðið fyrir hnjaski eða tjóni á heilsunni. Það er í raun ekki valkostur að gefast upp fyrir heilsu- leysi. Nýafstaðið maraþon sýndi svo um munaði að hvort sem hetjurn- ar höfðu misst útlimi, glímdu við erfiða krabbameinsmeðferð eða báru önnur mein, misáberandi, þá er hægt að sigrast á mörgu ef hug- urinn og eljan er til staðar. Flestir öðlast betri heilsu með einhverri hreyfingu, hún þarf að sjálfsögðu að vera við hæfi hvers og eins. Fyrir mig var fyrsta vika í vinnu eftir sumarfrí sérstaklega gleðileg. Þrír af mínum skjólstæðingum eða viðskiptavinum (ekki vil ég kalla þá sjúklinga) komu sérstaklega glaðir (lesist: glaðar) í bragði. Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu, ein þeirra 10 km og tvær höfðu farið hálft maraþon. Þær höfðu sigrast á því mótlæti að geta ekki reynt á sig án þess að finna fyrir áreynsluþvagleka. Skv. rannsóknum þjást um það bil 40% kvenna af þvagleka, mis- miklum og af mismunandi toga. Oft er það þannig að í daglegu lífi verður viðkomandi ekki var við veikleika en við aukið álag birt- ist hann. Hlaup, hopp, sipp, stökk, trampólín, fimleikaiðkun og margt fleira reynir mikið á grindarbotn- inn. Í sumum íþróttagreinum hefur áreynsluþvagleki mælst hjá hátt í 80% kvenkyns þátttakenda. Það er í flestum tilvikum hjá ungum konum sem ekki hafa fætt börn en eru undir miklu álagi í sinni grein. Það er ekki mikið talað um þessa hluti en staðreyndirn- ar tala sínu máli. Marg- ar konur vita hvað ég er að tala um, hafa farið af stað en fundið fyrir veik- leika sem stundum lagast af sjálfu sér en stundum ekki. En það er hægt að tak- ast á við vandann, oftast með réttu æfingunum og rétta æfingaálaginu. Þó hafa rannsóknir sýnt að u.þ.b. 30% kvenna geta ekki spennt grindarbotn- inn með einföldum leið- beiningum, heldur þurfa hjálp og leiðsögn til að finna vöðvana. Grindarbotnsæf- ingar eru ekki tískufyrirbæri, held- ur sígilt lag sem ætti að spila sem oftast. Við eigum að elska okkur sjálfar og gera kröfur um lífsgæði. Það er ALDREI ástæða til að hætta að hreyfa sig vegna þessara mála. Það er alltaf betra að fara af stað en sleppa því. Oft þarf þó að sníða sér stakk eftir vexti í upphafi og forðast yfirgengilegt álag á botninn. Láta sér frekar vaxa ásmegin í iðkuninni og fá aðstoð sjúkraþjálfara ef ekki gengur að takast á við vandamálið sjálfur. Sjúkraþjálfarar eru jú sér- fræðingar í skoðun og mati á stoð- kerfi mannsins. Nú er bara að fara af stað og byrja. En það er hægt að takast á við vandann, oftast með réttu æfing- unum… Konur, heilsurækt og grindarbotninn Heilbrigðismál Þorgerður Sigurðardóttir sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.