Fréttablaðið - 27.08.2011, Side 30

Fréttablaðið - 27.08.2011, Side 30
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR30 S umrin á Íslandi eru frá- bær með grillveislum, göngutúrum, útilegum og almennu djammi langt fram eftir morgni. Þrátt fyrir það hikaði ég ekki við að slá til þegar mér bauðst að fara til Afríkuríkis- ins Tógó að vinna á barnaheimili fyrir munaðarlaus börn á vegum hugsjónafélagsins SPES í sumar. Ég vissi reyndar ekkert um landið nema það sem ég las á Wikipedia, enda var ég of upptekin við að dusta rykið af menntaskólafrönsk- unni til þess að kynna mér málin betur. Ég og Ásta Briem kvikmynda- gerðarkona lögðum af stað út í óvissuna í byrjun júní með heil- an helling af græjum í fartesk- inu, enda hugmyndin sú að gera heimildarmynd meðan á dvölinni stæði. Við lentum í höfuðborginni Lomé um kvöld og úti var kolniða- myrkur. Þegar bíllinn nálgaðist barnaheimilið heyrði ég öskur og læti í fjarska sem jukust eftir því sem nær dró. Skyndilega opnað- ist bílhurðin og ég var dregin út af 102 börnum. Ég sá farangur- inn minn leysast upp og öll börn- in vildu fá að heilsa okkur. Þetta var yfirþyrmandi og ég uppgötv- aði nákvæmlega á þessari stundu hvað 102 börn eru rosalega mörg börn. Gangandi lottómiði Fyrstu dögunum eyddum við aðallega í að fræðast um barna- heimilið og umhverfi þess og reyna að kynnast börnum sem öll litu nákvæmlega eins út í okkar augum. Ég reyndi ýmsar aðferð- ir til að þekkja þau í sundur. Ég tók myndir af þeim, lét þau skrifa niður nöfnin sín í bókina mína og punktaði svo hjá mér öll sér- kenni sem ég sá, til dæmis bólur eða skarð í tönnum. En allt kom fyrir ekki. Þetta voru hreinlega svo svakalega mörg börn og ég kunni einungis örfáar setningar á frönsku. Ég held þó að mér hafi tekist ágætlega að fela hversu illa þetta gekk hjá mér. Það fyndnasta var þó að eftir mánaðardvöl var starfsfólkið enn að ruglast á mér og Ástu. Við lítum alveg eins út í þeirra augum. Í upphafi var ákveðið að við myndum vera á barnaheimilinu í tvo og hálfan mánuð. Á þess- um stutta tíma var ég ákveðin í að kynnast börnunum, landinu og menningunni. Ég lagði mig fram við að falla inn í hópinn en það gekk ekkert of vel. Fyrir það fyrsta er ég hvít með ljóst hár. Þó svo að ég hafi látið sauma á mig afríska kjóla og orðið mjög brún, að mínu mati, þá reyndist það ekki nóg til þess að falla inn í hópinn. Mig grunaði ekki að ég myndi vekja svona mikla athygli. Ég hef aldrei haft neitt á móti athygli sem slíkri, en þessi tegund af athygli var vægast sagt óþægi- leg. Þarna hanga flestir karlmenn allan daginn og hafa því nægan tíma til að eltast við hvítar gellur. Mér leið stundum eins og ég væri gangandi lottómiði. Þegar mennirnir sáu mig koma gang- andi var augljóst hvernig sjáöldr- in á þeim glenntust út. Sumir litu tvisvar en aðrir réttu úr sér. Síðan hugsuðu þeir líklega (ekki það að ég hafi hugmynd um hvað þeir hugsuðu): „Nauts, hérna kemur gangandi rík hvít kona. Ég tapa nú ekkert á því að reyna við hana. Kannski vill hún mig og svo gift- um við okkur og þá fæ ég vega- bréfsáritun og ég get flutt burt. Ég læt reyna á það!“ Svo buðu þeir góðan dag, flautuðu á mig, hrópuðu, kölluðu, eltu mig eða gerðu hvað sem þeim datt í hug til að ná athygli. Það gat verið ferlega pirrandi. Karlmenn sem gera ekki neitt Aldrei létu konurnar svona. En þær voru auðvitað of upptekn- ar af því að vinna. Hvert sem ég fór sá ég stritandi konur. Þær selja vörurnar sínar á mörkuðum, sauma föt, elda mat, ala upp börn, þvo þvott, vinna í verslunum og reka barnaheimili. Í raun og veru sinna þær öllum almennum störf- um í Tógó. Karlmennirnir virð- ast hreinlega ekki gera neitt. Einu karlmennirnir sem ég sá vinna nokkuð voru örfáir leigubílstjórar (og það eru sko ekki margir leigu- bílar í Lomé). Konurnar ganga með vörurnar sínar á höfðinu milli staða í steikj- andi hita. Þær ganga um beinar í baki og þetta virðist vera lítið mál fyrir þær. Ég hugsaði: ef þetta er svona lítið mál, af hverju gera þetta ekki allir? Svo ég ákvað að æfa mig. Þegar ég var komin upp á lagið með að ganga rólega án þess að líta til hliðar með tveggja lítra flösku af vatni á hausnum var ég til í slaginn. Ég stöðvaði konu sem var að selja ananas og spurði hana hvort ég mætti prófa. Annað slagið hef ég verið að lyfta hjá Orra einkaþjálfara í World Class svo ég var hvergi bangin. En stóri balinn, sem var troð- fullur af ferskum ananas, var svo þungur að ég gat hreinlega ekki loftað honum! Þetta er sem sagt miklu erfiðara en ég hélt og ég er hætt við að innleiða þennan sið á Íslandi. Og ekki má gleyma því að þessar konur eru oftast með nokkra krakka á bakinu líka. Svitaframleiðslan í Lomé Mér þótti erfiðast að sætta mig við tímann, eða öllu heldur tíma- leysið. Í Tógó gengur enginn með klukku og planleggingar fram í tímann eru næstum ómögulegar. Ef okkur var sagt að eitthvað ætti að gerast klukkan tíu, þá var það eina sem við gátum verið viss- ar um að það myndi ekki gerast klukkan tíu. Ef ég pantaði leigubíl var hann alltaf á leiðinni. Hann gat jafnvel komið daginn eftir. Það er erfitt að útskýra þetta en eftir ákveðinn tíma hætti ég að pæla í þessu. Ég hætti einfald- lega að bíða og svo gerðust hlut- irnir bara einhvern veginn. Ég skipti um lífstempó. Aldrei hef ég svitnað jafn mikið á ævinni. Ég hef fengið áhyggjur af litlum svitablettum undir hönd- unum hérna heima, en þeir eru brandari við hliðina á svitafram- leiðslunni í Lomé. Blettirnir sem þar mynduðust runnu bara saman í eitt og ekkert þýddi að velta sér upp úr því. Rakinn var svo mikill að hárið þornaði ekki allan dag- inn. Kosturinn við þetta er að húðin verður dúnmjúk. Ég notaði ekki neitt krem í allt sumar og olnbogarnir og hælarnir, sem eiga það til að þorna, urðu jafn mjúkir og kinnarnar á litlum börnum. Átök við eðlu á baðherberginu Þarna var allt fullt af eðlum og ég var hrædd við þær. Ég þori varla að viðurkenna það. Auðvitað veit ég að þær gera mér ekkert og það er betra að hafa þær en að hafa þær ekki, því þær éta öll skordýrin. Ég þoldi bara ekki djöfulganginn og hraðann á þeim. Eitt kvöldið var ég inni á baði að pissa þegar ég sá eðlu skjótast leiftursnöggt framhjá mér. Eins og við var að búast rak ég upp mikið öskur og kallaði á Ástu, sem er kjarkaðri en ég. Hún lét ekki sjá sig. Stuttu síðar leit ég fram og sá þá Ástu uppi í rúmi, gjörsamlega tryllta úr hræðslu. Ég neyddist því til þess að glíma ein við kvikindið. Atburðarásin var á þessa leið: Ég náði í glas og ætlaði að setja það utan um eðluna. Mér tókst að kremja hana til hálfs með glasinu og þar sprikl- aði hún, við það að liðast í sundur. Á þessu augnabliki hélt ég að ég myndi sturlast! Mér fannst þetta svo ógeðslegt. Þarna var ég, hald- andi glasinu að veggnum og ekki vitandi hvert næsta skref ætti að vera (það er auðvelt að ímynda sér hversu mikið ég svitnaði við þess- ar aðgerðir). Á sama tíma stóð Ásta enn uppi í rúmi og orgaði af öllum lífs og sálar kröftum. Ég sagði henni að sækja hjálp. Loksins kom Ásta síðan hlaupandi inn í herbergið með tólf lítil börn. Þau voru einbeitt á svipinn og reiðu- búin að rífa mig úr kjafti krókódíls. Þess í stað mættu þau löðursveittri Önnu sem var nýbúin að kremja sex sentimetra langa eðlu með glasi. Með bros á vör tók fjögurra ára gamall gutti eðluna og henti henni út. Stuttu síðar gátum við Ásta loks hætt að öskra. Grenja minna en íslensk börn Dvöl mín í Tógó var í einu orði sagt stórkostleg og í raun er vand- kvæðum bundið að lýsa henni með orðum. Börnin stóðu upp úr, þessi yndislegu, yndislegu börn. Þau voru hugrökk, gáfuð, falleg, hug- myndarík og fyrst og fremst þæg. Að minnsta kosti grenja þau ekki nándar nærri jafn mikið og þau íslensku. Börnin eiga enga foreldra en þau hafa það gott á heimilinu. Ef þið eruð styrktarforeldrar bið ég ykkur: fyrir alla muni, alls ekki hætta því. Peningunum ykkar er vel varið, því get ég lofað. Ég get ekki beðið eftir að börnin verði átján ára, því þá ætla ég að bjóða þeim að búa hjá mér þegar þau fara í háskólanám. Vonandi verða þau samt ekki öll átján ára á sama tíma. Ég hef aldrei haft neitt á móti athygli sem slíkri, en þessi tegund af athygli var vægast sagt óþægileg. Þarna hanga flestir karlmenn allan dag- inn og hafa því næg- an tíma til að eltast við hvítar gellur. BRUGÐIÐ Á LEIK Þetta er Gracia. Hún gengur í sérskóla fyrir heyrnarlausa og fannst ekki leiðinlegt að láta mynda sig. BOLTATÍMI Þetta eru litlu strákarnir á heimilinu. Stóru krakkarnir voru í skólanum þegar myndin var tekin. Þess vegna eru þeir litlu með fótboltana. Í FELUM Hér er ég nýbúin að gefa Aliciu sleikjó. Það var mjög mikilvægt að hún borð- aði hann þar sem hin börnin sáu ekki til. Annars hefði ég þurft að kaupa 101 sleikjó til viðbótar. MYNDIR/ÁSTA BRIEM Ananas, eðlur og tímaleysi í Tógó Leikkonan og handrits- höfundurinn Anna Svava Knútsdóttir eyddi sumrinu í Lomé, höfuðborg Tógó, þar sem hún starfaði á barnaheimili fyrir mun- aðarlaus börn og vann að heimildarmynd. Hér segir hún frá upplifun sinni af svitastorknum dögum. Uppspretta vellíðunar Hverabraut 1 | 840 Laugarvatn | fontana@fontana.is | Sími: 486 1400 Opið alla daga kl. 11–22 NÁTTÚRULEGT HVERAGUFUBAÐ GLÆSILEGAR BAÐLAUGAR Nánari upplýsingar: www.fontana.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.