Fréttablaðið - 27.08.2011, Side 34
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR34
Doppótt
Röndótt hefur verið ríkjandi munstur
undanfarin ár en nú eru doppurnar að
taka við. Leðurflíkur, sokkabuxur, kjólar,
buxur og skyrtur – allt í doppum í ár.
TÍSKAN 2011
■ HAUSTIÐ 2011 Í STUTTU MÁLI
DIANE VON
FURSTENBERG
3.1
PHILLIP
LIM
JIL SANDER
ISABEL
MARANT
BURBERRY PRORSUM
3.1 PHILLIP LIM
GUCCI PAUL SMITH
PAUL
SMITH
Einföld snið og jakkaföt
Fatahönnuðir hafa undanfarið leitað innblásturs í herra-
tískunni með jakka og buxur í stíl. Margar útgáfur af
jakkafötum fyrir konur mátti sjá á tískupöllunum enda
stílhreint og glæsilegt í senn. Einfaldleiki er einnig
í hávegum hafður í vetrartískunni með stílhreinum
litum og sniðum í skartgripum jafnt sem fatnaði.
Litagleði
Í vetur eru litir allsráðandi
og helst frá toppi til táar.
Að blanda saman flíkum
í öllum regnbogans
litum og jafnvel fara
skrefinu lengra og
klæðast aðeins einum
skærum lit frá toppi
til táar er málið í
vetur samkvæmt
tískuheiminum.
VERT AÐ FYLGJAST MEÐ
Celine-tískuhúsið hefur verið
að gera góða hluti undan-
farin ár og vetrarlínan 2011
er engin undantekning þar á.
Phoebe Philo er við stjórn-
völinn í fyrirtækinu, sem í ár
sýndi fallegar jakkafatabuxur,
herralega skó, vel sniðna
jakka,rúllukragaboli og peysur
sem koma aftur inn í tískuna
í vetur.
NORDICPHOTOS/GETTY
VINSÆLASTA LÍNAN
Vetrarlína franska tísku-
hússins Isabel Marant hefur
slegið í gegn og munu
verslanakeðjur á borð við
H&M og Topshop taka sér
frönsku hönnunina til fyrir-
myndar í vetur. Víðir kjólar,
jakkafatajakkar, síðar peysur
og síðast en ekki síst leður-
stígvél með kögri.
ENDURKOMAN Calvin Klein
á án efa endurkoma ársins
en einföldu sniðin sem
merkið er þekkt fyrir hitta
beint í mark í vetrartískunni.
Kjólar með mjóum hlýrum,
buxur með víðu sniði og
blússur með einföldu háls-
máli eru aðalsmerki Calvin
Klein.
FYLGIHLUTURINN Slaufa um háls-
inn verður vinsælasti fylgihluturinn
í vetur. Í fatnaði Marcs Jacobs og
Chanel voru slaufurnar áberandi
hvort sem það var svört silkislaufa
við hvíta skyrtu eða slaufa hnýtt á
klút. Einnig gæti verið sniðugt að
grafa fram gamlar jakkafataslaufur
úr fataskápum karlkyns fjölskyldu-
meðlima.
Fjölbreyttur fatnaður var sýndur á tískupöllunum í byrjun ársins þegar
tískuhúsin sýndu haust- og vetrartískuna 2011-12. Jakkaföt, litagleði og
einfaldleiki eru ráðandi og áhrifin frá sjöunda og áttunda áratugnum greini-
leg. Álfrún Pálsdóttir tók saman brot af því besta fyrir haustið.
MARC BY
MARC JACOBS
DIANE VON
FURSTENBERGGUCCI
SPORTMAX