Fréttablaðið - 27.08.2011, Side 40

Fréttablaðið - 27.08.2011, Side 40
27. ÁGÚST 2011 LAUGARDAGUR2 ● fréttablaðið ● bylgjan 25 ára „Við viljum vita hvað hlustendur vilja heyra og hlusta á.” MYND/BALDUR KRISTJÁNSSON AFMÆLISKVEÐJUR Góðan daginn Heimir! ● HAMINGJUÓSKIR FRÁ HÖNNU SIGGU Kæra Bylgja! Ég vil nú byrja á að óska ykkur til hamingju með árin 25! Ég hef hlustað á ykkur frá fyrsta degi og geri enn. Ég man fyrstu vikurnar sem Bylgjan sendi út og við ungu konurnar vorum að hittast og spjalla saman. Við leyfðum börnunum að leika sér, sátum bara og hlustuðum! Hahaha, já, skemmtilegt var það, þvílík bylting í útvarpi og Bylgjan var með öll nýju og líka gömlu lögin. Ég vil þakka fyrir mig í þessi 25 ár sem Bylgjan hefur skemmt mér og okkur öllum. Takk, takk, fyrir mig og innilega til hamingju með afmælið! Hanna Sigga, Garðavegi 26, Hvammstanga ● SPENNINGUR, STEMN ING! „Ég man nákvæmlega hvar ég var staddur helgina sem Bylgjan fór í loftið í lok ágúst 1986. Ég var í sumarhúsi í Mun- aðarnesi með foreldrum mínum, sjö ára gamall. Ég man vel hvað var mik- ill spenningur og stemning í kring- um hana þegar hún fór í loftið. Það voru allir að hlusta – og eru víst enn.“ Jóhannes Ásbjörnsson „Mér finnst svo heillandi hvað útvarpið er sveigjanlegur fjöl- miðill. Það er mjög auðvelt að breyta dagskránni fyrirvara- laust ef sjóðheitar fréttir koma í hús eða málefni sem brennur á fólki. Svo er nálægðin við hlust- andann mjög mikill kostur. Fólk hringir inn og getur sagt sína skoðun í beinni útsendingu. Mér virðist það líka vera auðveld- ara fyrir við mælendur að koma fram í útvarpi. Fólk er afslapp- aðra og eðlilegra hjá okkur en í sjónvarpi.“ Sambandið við hlustendur, af hverju leggið þið svona mikið upp úr því? „Af því að það er mjög mikil- vægt. Við viljum vita hvað hlust- endur vilja heyra og hlusta á. Það er lykilatriði að spyrja spurn- inga sem hlustendur vilja fá svör við. Í hvert skipti sem við tökum stjórnmálamenn í viðtal spyrjum við spurninga sem við teljum að almenningur vilji fyrst og fremst fá svör við. Þess vegna göngum við hart á eftir svörum og reyn- um eftir megni að láta menn ekki komast hjá því að svara.“ Óskalag allra tíma, Heimir? Ef þú hringdir inn á Bylgjuna og bæðir um óskalag, hvaða lag væri það? Eitthvað frá „Sítt að aftan tímabilinu“ eða hlustar þú á eitthvað nýrra? „Nei! Í stuttu máli þá er hljóm- sveitin Steely Dan í langmestu uppáhaldi hjá mér enda þar á ferð sennilega mestu tónlistar- snillingar samtímans. Það er lag á plötunni Aja sem heitir I Got the News. Það er alveg rosalega flott! Þar færðu allt í senn, fönk, popp, blús og diskó. Hefur senni- lega aldrei heyrst í íslensku út- varpi en það er kominn tími til :)“ ÓSKALAGIÐ ● „WHEN YOUR HEART IS WEAK!“ „Ef ég ætti að velja Bylgjulag allra tíma þá er það klárlega „When Your Heart Is Weak“ með Cock Robin,“ segir Valdís Gunnarsdóttir útvarps- kona. „Það lag er eigin lega litrófið þegar ég lít til baka yfir 25 ára sögu Bylgjunn- ar. Þorsteinn Ásgeirsson, Doddi tæknitröll, klippti hrikalega vel heppnað stef fyrir mig á sínum tíma af 12 tommu útgáfu þessa lags og þetta er fyrsta lagið sem kom upp í hugann. Svo skemmtilega vildi líka til að árið 1991 minnir mig var mér boðið á heimili Peters Kingsbury „aðal“ í gegnum sameiginlegan vin á Hermosa Beach í Los Angeles. Nema hvað, hann settist niður við svartan flygil og spilaði og söng þetta lag bara fyrir mig; hvítar gólfsíðar gard- ínur blöktu í golunni og stundin varð ógleymanleg. Ég fór með upptöku til hans sem Doddi gerði og hann varð yfir sig hrifinn … Afmælis- kveðjur til Bylgj- unnar!“ Hér eru nokkrar meginreglur Íslands í bítið: Morgunþátturinn Ísland í bítið þarf helst að vera allt í senn: Fréttatengdur - Fræðandi - Léttur - Mannlegur - Auðmjúkur - Í sambandi. ● Fréttatengdur Það sem efst er á baugi hverju sinni, viðtöl við stjórn- málamenn og aðra þá sem málefni líðandi stundar varðar. ● Fræðandi Gefa hlustendum innsýn í heim ýmissa vísindagreina, eins og jarðvísinda, geimvísinda og læknavísinda. ● Léttur Heyra í forvitnilegum og skemmtilegum einstaklingum, tón- listarmönnum, leikurum og öðrum sem hafa skemmtilega sögu að segja. ● Mannlegur Sinna málefnum sem snerta okkur öll með einum eða öðrum hætti en eru ekki í umræðunni á hverjum degi. ● Auðmjúkur Þar sem þáttastjórnendur og reglulegir gestir taka sig ekki of hátíðlega. ● Í sambandi Gefa hlustendum reglulega tækifæri til að hringja inn í þáttinn og láta skoðanir sínar á öllum mögulegum hlutum í ljós. NOKKUR ORÐ UM BYLGJUNA „Þegar ég var 19 ára setti ég mér það markmið að einhvern tímann væri það ég sem myndi bjóða íslend- ingum góðan daginn. En þá var ég að vinna á nóttunni í Bakaríi KHB á Egils stöðum og þoldi ekki að heyra Þorgeir Ástvaldsson bjóða mér góðan dag, eftir að hafa verið á vaktinni í fimm tíma. En allt sem hann færði mér eftir að hafa boðið mér góðan daginn var til þess að gera vinnuna skemmtilegri. Á þessum tíma var Kristófer Helgason með Lukkustigann á kvöldin og Ívar Guðmundsson kynnti Íslenska listann. (Bylgjan spilar hann, DV birtir hann og Coke gefur tóninn!) Ekki grunaði mig að ég myndi ná markmiði mínu og það árið 2007. En við Jói tókum við Laugardagsmorgnum af Gulla Helga, sem var mikill heiður. Enda er Gulli Helga einn af vinsælustu útvarpsmönnum landsins. Útvarpið er skemmtilegasti miðillinn að vinna í, því útvarp er landamæra laus fjölmiðill. Það er hægt að skapa allt í útvarpi og það er hægt að skapa það á staðnum. Útvarp er lifandi, skapandi og umfram allt snöggur miðill. Bylgjan er án nokkurs vafa útvarpsstöð Íslendinga, enda væri hún ekk- ert ef hlustendur væru ekki að hlusta. Bylgjan er háð hlustendum sínum og þeirra mati. Á endanum ráða hlustendur alltaf ferðinni á Bylgjunni. Ég er stoltur yfir því að eiga dálítinn þátt í 25 ára sögu Bylgjunnar. Til hamingju Bylgjan og takk fyrir mig!“ Simmi V. „Ég leyfi mér að fullyrða að það eru fáir vinnustaðir eins skemmtilegir og Bylgjan. Innan veggja hennar ríkir gleði, jafn- ingastemning og samstaða. Á Bylgjunni er leitast við að snerta þjóðarsálina daglega og finna allt þetta skemmtilega og áhugaverða í dagsins önn. Ekki veitir af! Sjálfur hef ég verið hlustandi og unnandi Bylgjunnar í 25 ár þrátt fyrir að vera aðeins rúmum áratug eldri en hún. Ég hef oft gert grín að því þegar ég hóf mín fyrstu spor fyrir Bylgjuna á næturvöktum. Ég var rétt kominn úr mútum og iðulega búið að hringja fyrst í alla aðra útvarpsmenn, áður en leitað var til mín. En mér tókst að brjóta mér leið og láta draum minn rætast; að verða dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni, og fyrir það tækifæri og þá reynslu verð ég alltaf þakk- látur. Bylgjan væri ekki svipur hjá sjón ef tónlistarfólk gæfi ekki heimild fyrir því að spila tónlist og tónverk þeirra. Íslensk tónlist er í stóru hlut- verki á Bylgjunni og við erum listafólki mjög þakklát fyrir ómetanlegt framlag þess við að skemmta hlustendum Bylgjunnar. Afmælisbarnið Bylgjan mun fylgja þjóðinni um ókomna tíð og við gleðjumst á aldarfjórðungs af- mæli. Til hamingju Bylgjan.“ Byrjaði á næturvöktum Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 FRÁ HLUSTANDA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.