Fréttablaðið - 27.08.2011, Page 42

Fréttablaðið - 27.08.2011, Page 42
27. ÁGÚST 2011 LAUGARDAGUR4 ● fréttablaðið ● bylgjan 25 ára Serbinn Bubbi Morthens Það er erfitt að finna út hver eru vinsælustu lög Bylgjunnar í 25 ár. Tónlistarskrár gefa ákveðna vísbendingu, almennar vinsældir líka, en best er að treysta tilfinningu þess fólks sem vinnur við Bylgjuna. Þessi listi er settur saman af þekkingu og þéttri tilfinningu. Tíu vinsælustu lögin á Bylgjunni í aldarfjórðung og fagmennirnir fylgja þeim úr hlaði með sinni umsögn. Bylgjan, topp 10 að eilífu! Ást Ragnheiður Gröndal „Þetta var sungið í brúðkaupinu mínu – þarf að segja meira?“ Þráinn Steinsson tæknistjóri „Ég get alveg viðurkennt að mér finnst Ragnheiður fáránlega heillandi söngkona og hún hefur eitthvað sem ég vil kalla X faktor. Í þessu magnaða lagi frá Magnúsi Þór kristallast ást tveggja einstaklinga ótrúlega vel. Ragga flytur þetta af svo mikilli tilfinningu að hörðustu naglar leggja við hlustir.“ Ívar Guðmundsson dagskrárstjóri „Sennilega vinsælasta lag stöðvarinnar á aldamóta- áratugnum. Fólk fær ekki nóg, ekki enn þann dag í dag. Flutningur Ragnheiðar á laginu er óaðfinn- anlegur og smíðin hjá Magnúsi Þór Sigmunds- syni líka. Eitt af þessum lögum sem verður sígilt um leið og það kemur út.“ Rúnar Róbertsson tónlistarstjóri Love Is All Around Wet Wet Wet „Þetta lag var svakalega mikið spilað hjá okkur og það er líka svo skemmtilegt að lagið eldist mjög vel. Ég hef séð myndina Fjögur brúðkaup og jarðarför svona 20 sinn- um og hún er bara eins og lagið, eldist mjög vel. Veit til þess að þetta lag hefur verið notað til að rífa upp gleði og sjálfstraust hjá fólki.“ Ívar Guðmundsson dagskrárstjóri „Þetta er úr myndinni Fjögur brúðkaup og jarðarför og ásamt myndinni var þetta lag það vinsælasta á Bylgjunni árið 1994. Og það er enn vinsælt, er með 8.448.156 spilanir bara á Youtube og það segir sína sögu!“ Rúnar Róbertsson tónlistarstjóri „Mér fannst myndin betri en kerlingarnar elska þetta og þegar þær fíla eitthvað þá er það bara þannig…“ Þráinn Steinsson tæknitröll (Everything I Do) I Do It for You Bryan Adams „Þegar Bryan Adams sprengdi öryggið í Laugardalshöllinni var þetta vinsælasta lag heimsins. Lagið hljómaði ótt og títt á Bylgj- unni og er sennilega vinsælasta lag tíunda áratugarins.“ Rúnar Róbertsson tónlistarstjóri „Þetta var vinsælasta lag ársins 1991 og þetta lag minnir mig alltaf á annað kvöld- ið í Laugardalshöllinni í desember það sama ár. Þá var ekki var neitt rafmagn á Höllinni á fyrirhuguðum tónleikum Bryans og þurfti að fresta tónleikunum. Síðara kvöldið var svo straumur á öllum og það var eitt besta sánd sem ég hef heyrt í höllinni.“ Ívar Guðmundsson dagskrárstjóri „Ég frétti að það hefði verið rosaleg svitalykt af Bryan Adams þegar hann var hér – sama með þetta lag, skil að konur fíli þetta en þetta er ekki minn tebolli.“ Þráinn Steinsson magnaravörður A Kind of Magic Queen „Þessi hljómsveit var hreint ótrúleg og hún virtist alltaf geta komið með lög sem hafa orðið alveg tímalaus. Bylgjan hefur spilað þetta lag mikið í gegnum tíðina en ég man alltaf eftir myndband- inu við lagið en þar lék Freddie Mercury töframann.“ Ívar Guðmundsson dagskrárstjóri „Þetta lag kom út á sama tíma og Bylgj- an fór í loftið 1986. Það hefur verið sam- ferða Bylgjunni síðan og er enn í spil- un. Klassík, það er mín skoðun. Enda þeir allra bestu hér á ferð og mínir menn í Queen.“ Rúnar Róbertsson tónlistarstjóri „Þetta er tímalaus snilld. Queen er eitt af þeim fáu böndum sem þola mikla spilun árum saman, en enn eitt bíómyndalagið á þessum lista? Hvað er í gangi? Ég fílaði Highlander.“ Þráinn Steinsson tæknidrengur Sódóma Sálin hans Jóns míns ,,Þetta er lagið sem kemur mér alltaf í stuð! Svo einfalt er það. Fyrir utan að vera Sálaraðdáandi þá er þetta gítarriff hjá Gumma svo mikil gargandi snilld að maður þarf ekki nema tvær sekúndur til að vita hvaða lag er þar á ferðinni.“ Ívar Guðmundsson dagskrárstjóri „Ég varð að velja eitt Sálarlag. Lögin þeirra hafa verið fantavinsæl á Bylgjunni í gegnum árin og ekkert lát á. Í raun erfitt að velja eitt lag frá þeim, þau hafa svo mörg slegið í gegn hjá okkur. En sód- óma er topp 10, það er á hreinu!’’ Rúnar Róbertsson tónlistarstjóri „Það er rosaleg vínlykt af þessu lagi, það verður alltaf allt vitlaust á dansgólfum þegar þetta kemur – samið af einum af fjórum bestu lagahöfundum landsins, syngiði með!“ Þráinn Steinsson tæknistjóri „Flott lag af æðislegri plötu, sá sem skilur textann má alveg útskýra hann fyrir mér, Bubbi skilur hann ekki sjálfur held ég …“ Þráinn Steinsson ofurtæknimaður „Það má segja það sama um Bubba og Sálina. Hann á svo mikið af flottum lögum sem hafa orðið vinsæl á Bylgjunni í gegnum árin. Lagið Serbinn hefur verið spilað meira eða minna stanslaust frá því að platan Frelsi til sölu kom út. Og mjög líklegt að ég spili einmitt þetta lag strax á morgun aftur.“ Rúnar Róbertsson tónlistarstjóri „Ég var seinni en margir aðrir að grípa Bubbatónlistina og kannski vegna þess að ég var að spila diskó á þeim tíma sem hann sendi frá sér Ísbjarnarblús. Frelsi til sölu er þó sú plata sem ég hélt strax mikið upp á og líka þetta lag. Textinn er skemmtilega víraður og það hefði verið gaman að vita við hvaða aðstæður Bubbi samdi hann.“ Ívar Guðmundsson dagskrárstjóri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.