Fréttablaðið - 27.08.2011, Síða 53
LAUGARDAGUR 27. ágúst 2011 9
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Lögfræðingur Upplýsingar veitir:Þórir Þorvarðarson
thorir@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 12. september nk.
Umsóknir óskast fylltar út
á www.hagvangur.is ásamt
upplýsingum er greina frá
menntun og starfsreynslu.
Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir lögfræðingi á skrifstofu bandalagsins í 50%
starf. Ráðið verður í starfið til reynslu í sex mánuði með möguleika á framlengingu.
Starfið felst einkum í eftirfarandi þáttum:
• Ráðgjöf til öryrkja og aðstandenda um réttindi fatlaðra/öryrkja.
•Samskipti við stofnanir er varða hagsmunamál öryrkja.
• Eftirlit með réttindum og hagsmunamálum öryrkja.
• Túlkun laga og reglugerða.
• Álitsgerðir og umsagnir um lagafrumvörp í samstarfi við
stjórn og starfsfólk ÖBÍ.
• Upplýsingagjöf og greinaskrif.
• Önnur verkefni sem snerta málaflokkinn.
Hæfniskröfur:
• Krafist er meistaragráðu í lögfræði.
• Haldgóð reynsla og þekking á málefnum fatlaðra og réttindum
öryrkja er æskileg.
• Þekking á stjórnsýslurétti, almannatryggingum, lífeyrissjóðs-
réttindum og alþjóðlegum mannréttindasamningum er kostur.
• Góð íslenskukunnátta er áskilin. Færni í ensku og einu Norður-
landamáli er æskileg.
• Umsækjandi þarf að búa yfir skipulagshæfileikum, vönduðum
vinnubrögðum, geta tekið frumkvæði og unnið sjálfstætt.
Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum eru nauðsynleg.
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) er heildarsamtök fatlaðra og eru aðildarfélög þess 33 talsins.
Hlutverk bandalagsins er m.a. að koma fram fyrir hönd fatlaðra gagnvart opinberum aðilum
í hverskyns hagsmunamálum er snerta réttindi þeirra. Einnig veitir bandalagið upplýsingar
og ráðgjöf fyrir fatlaða og aðstandendur. Þá tekur ÖBÍ þátt í erlendu samstarfi við félaga- og
heildarsamtök fatlaðra. Nánari upplýsingar um starfsemina eru á heimasíðu www.obi.is.
Tandraberg ehf óskar að ráða
öryggis-og starfsmannastjóra.
Tandraberg ehf er öflugt verktaka og skipaþjónustu-
fyrirtæki í Fjarðabyggð. Starfsmenn eru um 50 talsins.
Hæfniskröfur:
• Þekking á erfiðisvinnu
• Leiðtogahæfileika
• Tölvukunnátta. Excel ofl
• Sjálfstæði
• Reynsla af stjórnunarstörfum
• Frumkvæði-jákvæðni og öguð vinnubrögð
Umsóknum skal skila á netfangið tandraberg@tandraberg.is
ásamt starfsferilskrá og skrá um meðmælendur. Umsóknar-
frestur er til 6. september 2011.
TÆKNIMAÐUR ÓSKAST
Umsækjendur þurfa að:
Hafa brennandi áhuga á tölvum og tækni
Vinna vel bæði í hóp og sjálfstætt
Tala bæði og skrifa íslensku reiprennandi
TÖLVUVERKSTÆÐIÐ ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA ÖFLUGAN TÆKNIMANN
Í starfinu felst að bilanagreina og gera við tölvur og allan tengdan
búnað. Samskipti við viðskipavini og starfsmenn innan fyrirtækisins.
Umsóknir ásamt ferilskrá með mynd sendist á tölvupósti: starf@tvs.is
Tölvuverkstæðið sinnir ábyrgðarviðgerðum fyrir marga af þekktustu framleiðendum heims eins og Acer, Asus, MSI og Toshiba.
Reykjavik Excursions - Kynnisferðir óska
ef it r að ráða tvo glaðlega, þjónustulundaða
og reyklausa starfsmenn til afgreiðslustarfa
á Umferðarmiðstöðinni BSÍ. U nnið er á
vöktum (2-2-3).
Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem
fyrst.
Afgreiðslufólk á BSÍ
Starfslýsing
Helstu verkefni:
Hæfniskröfur
Eiginleikar sem umsækjendur þurfa að búa yfir og hafa
tileinkað sér eru m.a.:
Upplýsingar um Reykjavik Excursions er hægt að finna á www.re.is
Umsóknir sendist fyrir kl. 17.00 föstudaginn 2. september 2011 á
netfangið job@re.is
Haft verður samband við alla sem sækja um, eftir að
umsóknarfrestur rennur út.
Störf í boði
Reykjavik Excursions - Kynnisferðir er
rótgróið og framsækið fyrirtæki í íslenskri
ferðaþjónustu. Fyrirtækið var stofnað árið
1968 og hefur allar götur síðan verið í
fararbroddi þeirra sem skipuleggja ferðir
fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. Hjá
Reykjavik Excursions starfar samhentur
hópur fólks sem leggur metnað sinn í
að nýta þekkingu og reynslu sína í þágu
viðskiptavina.