Fréttablaðið - 27.08.2011, Side 57

Fréttablaðið - 27.08.2011, Side 57
LAUGARDAGUR 27. ágúst 2011 13 Lögfræðingur eða Lögmaður Getur fengið góða fullbúna aðstöðu í glæsilegu húsnæði okkar að Suðurlandsbraut 30, með aðgang að öllum tækjum og búnaði. Líklegt að við getum beint talsverðum viðskiptum til viðkomandi. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Jens Ingólfsson í símum 414 1200 og 820 8658. AUGLÝSING um samþykkt á breyttu deiliskipulagi Akurgerði, Vogatjörn, Hábæjartún, Skólalóð, Sveitarfélaginu Vogum. Með vísan til ákvæða skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjar- stjórn Sveitarfélagsins Voga þann 24. ágúst, 2011 samþykkt breytt deiliskipulag Akurgerði, Vogatjörn, Hábæjartún, Skólalóð. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Athugasemdir bárust við tillöguna og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkti deiliskipulagið samhljóða skv. uppdrætti og grein- argerð dags 20. apríl, 2011 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar frá auglýstri tillögu, sem er að íbúðafjöldi innan deiliskipu- lagsins er 35 og að nýtingarhlutfall húsagerðar C1 og C2 er 0,4 í stað 0,6 sem jafnframt er breyting frá tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar. Deiliskipulagið hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um. Frekari upplýsingar veitir skipulags- og bygg- ingarfulltrúi. Þeir sem eiga lögvarða hagsmuni að gæta vegna samþykktarinnar geta skotið máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu um samþykkt deiliskipulagsins í B- deild Stjórnartíðinda. Vogum, 25. ágúst 2011. F.h. bæjarstjórnar Eirný Vals, bæjarstjóri AUGLÝSING um samþykkt deiliskipulags fyrir Kálfatjörn, Vatnsleysuströnd, Sveitarfélaginu Vogum. Með vísan til ákvæða skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæ- jarstjórn Sveitarfélagsins Voga þann 24. ágúst, 2011 samþykkt deiliskipulag fyrir Kálfatjörn, Vatnsleysuströnd. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga. Athugasemdir bárust við tillöguna og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkti deiliskipulagið samhljóða skv. uppdrætti og greinargerð dags. 18. ágúst, 2011 með þeim breytingum sem gerðar hafa verið samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar. Breytingar frá auglýstri tillögu eru eftirfarandi: 1. Lagfærð voru skipulagsmörk á uppdrætti, þannig að skipulagsmörk við Hlið voru færð til norðvesturs að endamörkum Harðangursbletts og línur sem sýna slóða norðan við sumarhúsið voru fjarlægðar. 2. Í greinargerð á uppdrætti hefur verið gerð grein fyrir hvernig frárennsli og neysluvatni er háttað og hvaðan brunavörnum er sinnt. 3. Í sérskilmálum svæðis B hefur hámarkshæð áhaldahúss verið lækkað í 6,5m og gerð grein fyrir hámarkshæð skýlis fyrir jarðvegsefni 3,0m. 4. Í sérskilmálum svæða B, C og E hefur nýtingarhlutfall verið minnkað í 0,2. 5. Í almennum skilmálum fyrir svæðið í heild hefur verið bætt við ákvæði um að mikilvægt sé að byggingar á svæðinu í heild verði látlausar í landslagi og að allur frágangur taki mið af því, jafnframt er ákvæðið fellt út úr sérskilmálum fyrir svæði B. 6. Í almennum skilmálum hefur verið bætt við svohljóðandi ákvæði: Allt svæðið er hraunsvæði sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt 37. gr. laga nr. 44/1999 um náttúru- vernd og því er mikilvægt að öllu raski á hrauni beggja vegna Vatnsleysustrandarvegar verði haldið í lágmarki og að heildstæðar hraunmyndanir fái að halda sér. Deiliskipulagið hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um. Frekari upplýsingar veitir skipulags- og bygg- ingarfulltrúi. Þeir sem eiga lögvarða hagsmuni að gæta vegna samþykktarinnar geta skotið máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu um samþykkt deiliskipulagsins í B- deild Stjórnartíðinda. Vogum, 25. ágúst 2011. F.h. bæjarstjórnar Eirný Vals, bæjarstjóri senjonas@gmail.com Kynningarfundur vegna löggildingarprófs fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur Löggildingarpróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur verða haldin í byrjun árs 2012, að undangengnu kynningar- og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingarseturs Háskóla Íslands. Kynningarfundur fyrir þá sem hyggjast þreyta löggildingarpróf verður haldinn föstudaginn 2. september n.k. kl. 14:05 að Neshaga 16, stofu 102, 101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar um undirbúningsnámskeiðið verða veittar á kynningar- fundinum. Próftökum er skylt að sækja undirbúnings- námskeiðið. Umsóknir á eyðublöðum sem fást hjá sýslumanninum á Hólmavík og á vefnum www.syslumenn.is skulu berast sýslumanninum á Hólmavík, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík, í síðasta lagi 30. september n.k. Prófgjald, að fjárhæð kr. 140.000,-, skal greiða inn á reikning sýslumannsins á Hólmavík nr. 0316-26-21, kt. 570269-5189 og skal staðfesting á greiðslu fylgja umsóknum. Námskeiðsgjald er innifalið í prófgjaldi. Nánari upplýsingar veitir sýslumaðurinn á Hólmavík í síma 455 3500. Lítið kaffihús/söluturn í hjarta miðborgarinnar til sölu. Góð framlegð og frábær staðsetning. Nýuppgert húsnæði. Upplýsingar á gotrack@gmail.com Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Laus sæti í orlofsferðir 2011 Akureyri 14.-16. október Aðventuferð, Brussel/Brügge 2.-6. desember Skráning og upplýsingar í þessar ferðir er hjá Ferðaskrifstofu G. Jónassonar í síma 511-1515 Í lögum um orlof húsmæðra segir svo: „Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof“. Stjórnin Styrkir til vinnustaðanáms Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Markmið styrkjanna er að hvetja fyrirtæki eða stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Umsækjendur skulu uppfylla almenn skilyrði gildandi reglugerðar um námssamninga og starfs-þjálfun um hæfi til þess að annast nemendur í starfsnámi. Þeir skulu hafa á að skipa hæfum til-sjónaraðila með náminu og leggja fram áætlun um vinnustaðanámið og fyrirsjáanlega framvindu þess. Styrkir geta numið allt að 20 þús. kr. á viku og eru veittir til 24 vikna að hámarki. Styrkur er greiddur eftir því sem námi vindur fram. Umsóknum er skilað á sérstöku eyðublaði sem er að finna á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis. Umsókn skal fylgja yfirlit um þjálfunaráætlun. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Grétar Kristjánsson í síma 545 9500 eða í tölvupósti á olafur.g.kristjansson@mrn.is Umsóknarfrestur er til 15. september 2011. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 24. ágúst 2011. menntamálaráðuneyti.is Fjöleignarhús til sölu Fasteignin Hestavað 1-3 er til sölu en hún er í eigu þrotabús Merlin ehf. Um er að ræða 15 íbúða fjöleignarhús sem byggt var árið 2007. Íbúðirnar eru 117m2-202m2 að stærð eða alls 2.097 m2 auk sameignar og bílakjallara. Íbúðirnar eru allar í útleigu. Óskað er eftir tilboðum í eignina í heilu lagi. Fasteignin selst í núverandi ástandi sem væntanlegir tilboðs- gjafar eru beðnir að kynna sér rækilega. Allar nánari upplýsingar fást hjá skiptastjóra þrotabús Merlin ehf., Guðrúnu Helgu Brynleifsdóttur hrl., Lögfræðistofu Reykjavíkur, Borgartúni 25, Reykjavík, sími 515-7400, gudrun@lr.is. Tilkynningar Styrkir Til sölu Skipulag
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.