Fréttablaðið - 27.08.2011, Side 66

Fréttablaðið - 27.08.2011, Side 66
27. ÁGÚST 2011 LAUGARDAGUR8 ● fréttablaðið ● bylgjan 25 ára UM ÞAÐ BIL 2.592.000 LÖG Á BYLGJUNNI Það er spennandi að velta fyrir sér hvað útvarpsstöðin Bylgjan hefur spilað mörg lög á 25 ára tímabili. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 Ef það eru spiluð að meðaltali 12 lög á klukkutíma, sem auðvitað fer eftir einstaka þáttum, má reikna út að það séu spiluð 288 lög á sólarhring. Og ef það er margfaldað með 30 dögum í mánuði að meðaltali eru þetta 8.640 lög á mánuði, 103.680 lög á ári. Á 25 ára tímabili, og í fyrstu var ekki opið á Bylgjunni á nóttunni, eru þetta 2.592.000 lög. Mörg lög hafa auðvitað verið spiluð oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þau vinsælustu sennilega mörg þúsund sinnum! Þessi tala gefur fyrst og fremst mynd af ákveðnu ferðalagi Bylgjunnar í 25 ár. Við höldum áfram að spila tónlist alla daga á meðan einhver er að hlusta. ÁR Mér er það bæði ljúft og skylt að óska Bylgjunni til hamingju með 25 ára afmælið. Bylgjan hefur verið á vissan hátt samofin lífs- hlaupi mínu og hefur veitt mér ómældar gleði- stundir. Það eru hvorki fleiri né færri en 44 ár síðan ég hóf störf í ljósvakageiranum, þvert á allar áætlan- ir mínar um framtíðarstarf. Ég datt nánast inn í þetta og hef orðið þar innlyksa í öll þessi ár, eitthvað sem aðrir ákváðu fyrir mig, en vil færa þeim bestu þakkir fyrir það, því mér hefur aldrei leiðst í þess- ari vinnu. Ég hef fengið ótal tækifæri til dagskrárgerðar í útvarpi og sjónvarpi um allt milli himins og jarðar og fyrir það er ég verulega þakklátur. Fyrsta starf mitt í útvarpi var hjá Ríkisútvarpinu, „gömlu Gufunni“, og stýrði ég þar eina tónlistar- þættinum sem þá var á dagskrá fyrir ungt fólk, Lögum unga fólksins. Ég var svo lánsamur að vera boðið að vera einn af upphafsmönnum Bylgjunnar og hóf störf röskum mánuði eftir fyrstu útsendingu. Strax í upphafi var mikill metnaður, fagleg vinnu- brögð og góður starfsandi í öndvegi og svo er enn. Þess vegna er Bylgjan í lykilhlutverki íslenskra út- varpsstöðva og verður það vafalaust um mörg ókom- in ár. Já, ég hef verið mikill lukkunnar pamfíll að hafa alltaf unnið með frábæru og skemmtilegu fólki og líklega hvergi liðið betur en í Bylgjuhópnum og þá er mikið sagt. Takk fyrir mig og mínar innilegustu hamingjuóskir. Hemmi Gunn. Hugleiðingar á tímamótum frá Hemma Gunn „Mér finnst mikilvægt að óttast ekki viðmælendur heldur þora að spyrja spurninga sem fólk úti í bæ vill fá svör við. Kurteisi á ekki við hér. Ég er alveg viss um að það eru nokkrir viðmælendur okkar sem hugsa okkur þegjandi þörf- ina.“ Þú byrjaðir í Morgun útvarpinu 2007. Það er mikill stemning sem felst í því að vinna í morgun- útvarpi, að vakna snemma hlýt- ur því að vera sérstök forréttindi til dæmis? Var þetta ekki frekar spurning fyrir Ívar Guðmunds? Hann fer á fætur fyrir allar aldir þótt hann hafi ekkert að gera. Þótt ég sé ekki týpan sem getur sofið til hádegis þá er ég heldur enginn morgunhani. Ég er þó yfirleitt fljót að hressast eftir að ég er komin á fætur. En jú, því fylgja vissulega kostir að fara svona snemma í vinnuna. Ég er til dæmis alltaf heima þegar börnin mín koma heim úr skólanum.“ „Formlegheit eru bönnuð í morgunútvarpi Bylgjunnar. Við erum við sjálf og hikum ekki við að fíflast aðeins á milli þess sem við tökum alvarleg viðtöl. Pólitík- in skipar þó nokkurn sess í þættin- um enda hafa ákvarðanir sem eru teknar, eða jafnvel ekki teknar, á þingi og í stjórnarráðinu heil mikil áhrif á samfélagið.” Sambandið við hlustendur, það verður að vera gott ekki satt? „Algjörlega. Við erum óskap- lega þakklát fyrir þá miklu hlustun sem við fáum og mér þykir fátt skemmtilegra en að heyra í þeim sem við vinnum fyrir. Við værum jú ekkert án þeirra. Við fáum heldur ekki bara símtöl frá hlustendum í þættinum sjálfum heldur einnig eftir þátt og aragrúa af tölvupóstum. Ég vil nota tæki- færið og þakka fyrir öll bréfin. Við lesum þau öll en náum því miður ekki alltaf að svara þeim öllum. Svo endilega haldið áfram að vera í sambandi kæru hlustendur!“ Það sem einkennir þáttinn ykkar fyrst og fremst er stemning- in, aldrei dauður punktur. Svo eruð þið Heimir Karls með ótrúlega fastagesti, einsog Þráin tækni- mann og Gissur fréttamann? „Þráinn, Þráinn, Þráinn. Hvað get ég sagt? Ég elska hann. Ég held að það séu fáir menn á Íslandi jafn misskildir. Hann fer oftar en ekki í hlutverk fúla gaursins, karlremb- unnar sem helst ætti heima í helli. En þetta er einn húslegasti maður sem ég hef á ævinni kynnst. Og sá ljúfasti. Gissur er líka ósköp ljúf- ur. Hann kemst líka svo afskap- lega skemmtilega að orði. Segir nákvæmlega það sem honum finnst. Köllum það hreinskilni sem kannski alltof lítið er af á Íslandi.“ Og óskalag Kolla, þú hlýtur að vera með falda þrá í hjartanu og hvað lag er það sem þú mynd- ir biðja um, ef þú hringdir inn á Bylgjuna? „Þetta er alltof erfið spurning. Óskalögin yrðu ótalmörg. Ég hef reynt að nýta mér aðstöðu mína og beðið Þráin um eitt og eitt lag. En ég hef lært það af reynsl- unni að ef ég óska eftir einhverju lagi þá verður það pottþétt ekki spilað.“ FORMLEGHEIT ERU BÖNNUÐ! Segir Kolla í Bítinu á Bylgjunni. Kolbrún Björnsdóttir: „Þráinn Steinsson tæknimaður? Hvað get ég sagt? Ég elska hann.” MYND/BALDUR KRISTJÁNSSON Við erum óskaplega þakk- lát fyrir þá miklu hlustun sem við fáum og mér þykir fátt skemmtilegra en að heyra í þeim sem við vinnum fyrir. Formlegheit eru bönnuð í morgun- útvarpi Bylgjunnar. Við erum við sjálf og hikum ekki við að fíflast aðeins á milli þess sem við tökum alvarleg við- töl. „Já, ég er lukkunnar pamfíll”.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.