Fréttablaðið - 27.08.2011, Síða 91
LAUGARDAGUR 27. ágúst 2011 55
Búdrýgindi hefur gefið út nýtt
lag sem heitir Maðkur í mysunni.
Þetta er fyrsta lagið sem hljóm-
sveitin gefur út síðan 2004 og er
sagt fjalla um siðaskiptin síðari
á Íslandi. Búdrýgindi, sem vann
Músíktilraunir 2002, ætlar að
fylgja laginu eftir með fríum tón-
leikum á Faktorý hinn 3. sept-
ember. Sveitin á nóg af nýju efni
á lager og hugsanlega kemur út
ný plata á næsta ári. Hægt er
að fylgjast með hljómsveitinni
á facebook-soundcloud-youtube.
com/budrygindi.
Nýtt lag eftir
sjö ára hlé
BÚDRÝGINDI Nýja lagið frá Búdrýgind-
um nefnist Maðkur í mysunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þriðja Ghostbusters-myndin verð-
ur gerð með eða án Bills Murray.
Að sögn leikarans Dans Aykroyd
er frábært handrit komið á borðið
og aðeins á eftir að hefja tökur.
Þær eru fyrirhugaðar næsta
vor. „Það má ekki gleyma því að
Ghostbusters er stærri en allir
hlutar hennar, þrátt fyrir að Billy
[Murray] hafi áður verið í aðal-
hlutverki og lagt sitt af mörkum,“
sagði hann. Ghostbusters 3 hefur
verið í pípunum í heilan áratug en
aldrei hefur myndin litið dags-
ins ljós. Núna virðist biðin loks-
ins vera á enda, 22 árum eftir að
önnur myndin kom út.
Ghostbusters
3 verður gerð
DRAUGABANARNIR Þriðja Ghostbusters-
myndin kemur út með eða án Bills
Murray.
„Það er löngu kominn tími á að
menn prófi að gefa út bók um
goðið,“ segir Tómas Hermanns-
son hjá Sögum útgáfu. Komin
er út ævisaga popparans Justins
Bieber, þýdd af Tómasi og sam-
starfsfólki hans hjá Sögum.
Fyrsta upplagið verður tvö þús-
und eintök. „Ef hún gengur vel
prentum við hana aftur,“ segir
Tómas og er vongóður um að
ungdómurinn á Íslandi eigi eftir
að taka bókinni opnum örmum.
„Bieber er einn vinsælasti tón-
listarmaður í heimi. Maður hefur
fylgst með því hvað krakkarnir
eru að fíla hann rosalega vel.“
Til marks um vinsældir Biebers
hér á landi ætla tæplega tvö þús-
und manns að taka þátt í Bieber-
göngunni 9. september. Hún
verður farin til að þrýsta á að
popparinn haldi tónleika hér.
Einnig eru tæplega fimm þúsund
skráðir á aðdáendasíðu hans á
Facebook.
Tómas upplifði sannkallað
Bieber-æði þegar hann fór í bíó
með syni sínum og sá Bieber-
myndina Never Say Never.
„Stemningin var eins og á tónleik-
um og það kveikti áhuga minn. Þá
sá maður hvað hann nær vel til
krakkanna.“ Eftir að hafa kynnt
sér Bieber nánar á netinu varð
ekki aftur snúið og er Tómas
núna kominn með snert af hinni
mjög svo smitandi Bieber-sótt.
„Maður fór bara á Youtube og
ýtti á play. Ég er búinn að hlusta
á öll lögin hans og ég er að verða
Bieber-aðdáandi. Fyrst var ég
með fordóma eins og foreldrarnir
voru þegar þeir hlustuðu fyrst á
Bítlana. Núna er það bara Maggi
Eiríks og Bieber hjá mér,“ segir
hann og hlær. - fb
Bieber-sóttin herjar á Tómas
ÁNÆGÐIR MEÐ BIEBER Jóhann Friðrik
Ragnarsson og Tómas Hermannsson hjá
Sögum útgáfu, hæstánægðir með nýju
Bieber-ævisöguna.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA