Fréttablaðið - 02.09.2011, Side 50

Fréttablaðið - 02.09.2011, Side 50
2. september 2011 FÖSTUDAGUR30 5 ÁRA 2006-2011 F gnum 5 á ra afmælinu me 20-60% AFSLÆTTI aðe s um helg na af ÖLLUM bókum Nýr titill Nýr titill Nýr titill Nýr titill Nýr titill Nýr titill Vertu tímanlega í jólainnkaupunum NÝTT BJART MEÐ KÖFLUM Söngleikurinn gerist á sjöunda áratugnum og setur tónlist þess tíma sterkan svip á verkið. Sýningar á söngleiknum Bjart með köflum eftir Ólaf Hauk Sím- onarson hefjast aftur í Þjóðleik- húsinu nú um helgina. Bjart með köflum gerist á sjöunda áratugnum og segir frá hatrömmum átökum milli sveita- bæja, þar sem ástin ólgar, heiftin kraumar og rokklögin hljóma af blússandi krafti. Tónlist frá tíma- bilinu setur sterkan svip á verkið sem er sýnt á Stóra sviðinu í kvöld og á morgun. Með aðalhlutverk fara Hilmir Jensson, Heiða Ólafsdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son og tónlistarstjóri er Jón Ólafsson. Bjart með köflum aftur á fjalirnar Heiðursgestur á alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík 2011 verður danska kvikmyndagerðar- konan Lone Scherfig. Hún hlýt- ur heiðursverðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listræna sýn. Verðlaunin verða veitt í nafni frú Vigdísar Finnbogadóttur og verð- ur afhending þeirra árlegur við- burður á hátíðinni héðan í frá. Scherfig er í hópi fremstu kvikmyndagerðarmanna Norður- landa og hefur hlotið margvís- leg verðlaun fyrir kvikmyndir sínar. Hún sló í gegn á alþjóð- legum vettvangi með mynd sinni Ítalska fyrir byrjendur árið 2000, sem verður einmitt sýnd á RIFF- hátíðinni í ár. Lone Scherfig heiðursgestur HEIÐURSGESTUR Danska kvikmynda- gerðarkonan Lone Scherfig verður heiðursgestur á RIFF-hátíðinni. NORDICPHOTOS/AFP Listakonan Eva Ísleifsdóttir opnar sýn- inguna Gildiskenningar / Value Theory á morgun í Gallerí Klósetti. Myndmál í verkum Evu er fengið frá táknum forns samfélags í bland við táknmyndir 21. aldarinnar. Veltir hún fyrir sér hinni eilífu löngun mannsins til þess að ráða, ná stjórn á hlutunum ásamt því að kanna flókið tilfinninga- svið hans. Setur hún fram spurning- una: Hvað gerist á milli athafnanna að stjórna og að hvetja? Eva lauk meistaraprófi í skúlptúr frá The Edinburgh College of Art vorið 2010. Eftir útskrift hefur Eva verið iðin við vinnslu verkefna og sýninga bæði hér á landi sem og erlendis. Má þar Gildiskenningar í Gallerí Klósetti nefna samsýningarnar The Return of the Losers í Kalmar Art Museum í Svíþjóð árið 2011 og Að elta fólk og drekka mjólk í Hafnarborg í ágúst 2010. Hún var meðal listamanna í verkefninu Land&Sea, sem sýnt var hérlendis og í Danmörku. Jafnframt stofnaði hún vinnustofuna Why Bíldu- dalur? á Bíldudal ásamt Jóni Þórðar- syni. Allir eru velkomnir á sýninguna sem verður opnuð á morgun klukkan 17. EVA Á KLÓSETTINU Eva Ísleifsdóttir sækir efni- við í tákn forns samfélags sem og táknmyndir 21. aldar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.