Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 4
7. september 2011 MIÐVIKUDAGUR4
Enn einu sinni þurftu stjórnar-
liðar að svara fyrir málsmeðferð
sína varðandi aðildarumsókn að
Evrópusambandinu á Alþingi í
gær. Málið ætlar að reynast stjórn-
inni til ómældra vandræða, enda
virðast ekki allir líta svo á að
samþykkt Alþingis í málinu hafi
úrslitavald.
Ummæli Þórunnar Svein-
bjarnar dóttur í Kastljósi á mánu-
daginn voru olía á eld ágreinings-
ins varðandi Evrópusambandið.
Þórunn staðhæfði að ríkisstjórnin
hefði meðal annars verið mynduð
utan um það að sækja um aðild að
Evrópusambandinu. Þá skaut hún
föstum skotum að Jóni Bjarnasyni
fyrir framgöngu hans í málinu.
Hún er ekki ein um það. Jón
hefur legið undir ámæli fyrir að
lúta ekki samþykkt Alþingis frá 16.
júlí 2009. Hún er samt býsna skýr
og leggur ráðherrum það á herðar
að fylgja sjónarmiðum meirihluta
utanríkismálanefndar um verklag
og meginhagsmuni.
Í því áliti segir að endanlegar
ákvarðanir í málefnum tengdum
aðildarviðræðunum verði í hönd-
um ríkisstjórnarinnar, en ekki ein-
stakra ráðherra. Þá segir:
„Jafnframt er ljóst að starfs-
menn úr öllum ráðuneytum og sér-
fræðingar úr mismunandi áttum
þurfa að koma að aðildarviðræðun-
um og eðlilegt að hver fagráðherra
og ríkisstjórnin sem heild beri
ábyrgð á því hvaða starfsmenn,
sérfræðingar og trúnaðarmenn
sitja í samninganefnd og teymum
er varða ólík efnissvið aðildarvið-
ræðnanna.“
Þó nokkuð hefur borið á gagn-
ESB er enn vandræðamál
Stjórnarandstaðan gagnrýnir meðferð stjórnarinnar á aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Kallað eftir
því að ráðherrar fylgi samþykktum Alþingis um aðildarviðræður. Jón Bjarnason einangraður í afstöðu sinni.
EVRÓPUMÁL
Hvaða áhrif hefur aðildarumsókn að
ESB á stjórnasamstarfið?
BEÐIÐ FYRIR LAUSN Jón Bjarnason og Össur Skarphéðinsson eru ekki samstíga
þegar kemur að aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Báðum ber þó að fylgja
samþykkt löggjafarsamkundunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn-
inni að leggja inn umsókn um
aðild Íslands að ESB og að loknum
viðræðum við sambandið verði
haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um
væntanlegan aðildarsamning. Við
undirbúning viðræðna og skipulag
þeirra skal ríkisstjórnin fylgja
þeim sjónarmiðum um verklag og
meginhagsmuni sem fram koma
í áliti meiri hluta utanríkismála-
nefndar.“
Samþykkt á Alþingi
16. júlí 2009
Fyrirmælin
„Ég er ekki þannig þenkjandi að þegar búið er að boða
til kosninga þá hætti menn við kosningar út af skoðana-
könnunum.“
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænum
„Nýtur Jón Bjarnason trausts hjá Björgvini G. Sigurðssyni og þingmönnum
Samfylkingarinnar? Hefur komið til tals hjá Samfylkingunni að slíta stjórnar-
samstarfinu?“
Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki
„Öllum ráðherrum ber fortakslaust að vinna eftir ályktunum
Alþingis. Annað er óhugsandi.“
Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni
„Samþykkti VG að ríkisstjórnin væri stofnuð um það að sækja
um aðild að ESB? Það væru ákveðnar fréttir.“
Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki
„Í samsteypustjórnum er skoðanaágreiningur. Hann kemur fram innan ríkis-
stjórnarinnar og hann kemur fram út á við.“
Þuríður Backman, Vinstri grænum
„Er þinginu ljós staðan í viðræðuferlinu? Ég óskaði eftir fundi
í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í júlíbyrjun, hann var
haldinn í ágúst. Ég bað um sameiginlegan fund með utanríkis-
málanefnd, er búinn að bíða hans síðan í byrjun júní.“
Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki
Ummæli á Alþingi um aðildarviðræðurnar
rýni á tregðu landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra í aðildarvið-
ræðunum og formaður samninga-
hóps í landbúnaðarmálum segist
ekki hafa umboð ráðherra til að
vinna að aðgerðaráætlun í mála-
flokknum.
Sú vinna er á ábyrgð ráðherra,
en einnig ríkisstjórnarinnar allr-
ar. Löggjafarvaldið hefur sett
skýrar reglur um hvernig staðið
skuli að aðildarviðræðunum og
því ætti það ekki að vera neinum
vafa undirorpið hvernig að þeim
skuli staðið. Stjórnarliðar benda
því á að þátttaka í viðræðunum
eigi ekki að vera túlkunarefni ein-
stakra ráðherra, heldur verði þeir
að hlýða löggjafanum.
Heimildarmenn Fréttablaðsins
í röðum stjórnarflokkanna höfðu
ekki áhyggjur af því að ráðherrar
væru ekki alltaf samstíga í mál-
inu. Fundað var um málið í utan-
ríkismálanefnd í gær, að beiðni
utanríkisráðherra. Þar var farið
yfir skýrslu um landbúnaðarmál
og byggðaþróun. Upp á Jón Bjarna-
son stendur að setja vinnu af stað
um þau mál, en ábyrgðin er ríkis-
stjórnarinnar. kolbeinn@frettabladid.is
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
30°
19°
18°
15°
19°
21°
16°
16°
29°
18°
29°
22°
28°
16°
19°
24°
16°
Á MORGUN
8-13 m/s.
FÖSTUDAGUR
Hæg norðlæg eða
breytileg átt.
6
6
6
6
5
4
8
10
12
12
11
10
8
8
8
7
10
13
7
7
8
5
10
8
6 3
6
10
9
6
57
NÆTURFROST Nú
fer heldur kólnandi
á landinu með
ákveðinni norðan-
átt. Rigningin
norðanlands í dag
gæti þróast yfi r í
slyddu og jafnvel
snjókomu til fjalla í
kvöld. Víða nætur-
frost á landinu í
nótt og einnig aðra
nótt.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
BANDARÍKIN, AP Meira en þúsund hús
hafa orðið skógar- og kjarreldum víða
í Texas að bráð síðustu dagana. Flest
þessara húsa, eða nærri 600, stóðu
í Bastrop-sýslu sem er skammt frá
höfuð borginni Austin.
Ástandið var heldur skárra í gær en
dagana þar á undan, enda hafði lægt
þannig að hvassviðri ýfði ekki upp
eldana. Engu að síður reyndist erfitt
að ná tökum á þeim.
Í Bastrop-sýslu þurftu um fimm
þúsund manns að yfirgefa heimili sín
vegna eldhættunnar. Um 400 manns
fengu gistingu í neyðarskýlum.
Engar fréttir höfðu borist af mann-
tjóni í gær og ekki var vitað til þess
að neinn hefði lokast inni á heimili
sínu. Á sunnudag lét þó tvítug kona
lífið ásamt ungu barni sínu.
Miklir þurrkar hafa verið í Texas
undanfarið og engin breyting sjáanleg
í veðurkortum næstu daga.
Rick Perry, ríkisstjóri í Texas,
þurfti að gera hlé á kosningabaráttu
sinni, en hann vonast til að verða for-
setaefni Repúblikanaflokksins haustið
2012.
Þess í stað heimsótti hann einn
þeirra bæja sem illa hafa orðið úti í
eldunum.
- gb
Skógareldar í Texas hafa valdið miklu eignatjóni undanfarna daga:
Meira en þúsund hús ónýt
BARÁTTAN VIÐ ELDINN Erfiðlega hefur gengið að slökkva eldana í
Texas. NORDICPHOTOS/AFP
HOLLAND, AP Momcilo Perisic, fyrr-
verandi yfirmaður júgóslavneska
hersins, var í gær dæmdur til 27
ára fangelsisvistar af Alþjóðlega
sakadómstólnum í Haag.
Hann hlaut þennan dóm fyrir
að veita serbneskum hermönnum
mikilvæga hernaðaraðstoð, en þeir
frömdu fjöldamorðin í Srebrenica
árið 1995. Hann er einnig dæmdur
fyrir fjögurra ára stanslausan
árásarhernað á borgina Sarajevo,
þar sem bæði loftárásum og leyni-
skyttum var beitt. - gb
Serbi dæmdur í Haag:
Dæmdur fyrir
að aðstoða
MENNTUN Háskólinn í Cambridge
á Englandi er besti háskóli heims
samkvæmt mælingum fyrirtækis-
ins QS. Í næstu sætum þar á eftir
koma Harvard, MIT, Yale og
Oxford.
QS gefur árlega út lista yfir
bestu háskóla heims. Fyrirtækið
skoðar yfir tvö þúsund háskóla
árlega og metur síðan sjö hundruð
þeirra. Fjögur hundruð efstu skól-
unum er svo raðað upp á lista og
þrjú hundruð eru birt.
Mat á bestu skólunum er marg-
þætt. Mest vegur orðstír námsins,
eða fjörutíu prósent. Orðstír kenn-
ara, fjöldi birtra greina og rit-
gerða og hlutfall erlendra kennara
og nemenda eru meðal annars sem
metið er við gerð listans. - þeb
Árleg rannsókn á skólum:
Cambridge
besti háskólinn
Samningur samþykktur
Nýgerður kjarasamningur Félags leik-
skólakennara og sveitarfélaganna var
samþykktur með afgerandi hætti. Alls
sögðu 92,2 prósent já. Nei sögðu 5,6
prósent og 2,2 prósent skiluðu auðu.
KJARAMÁL
GENGIÐ 06.09.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
218,6512
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,82 115,36
185,04 185,94
162,84 163,76
21,858 21,986
21,195 21,319
17,836 17,94
1,4884 1,4972
183,14 184,24
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is