Fréttablaðið - 07.09.2011, Qupperneq 16
16 7. september 2011 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
A
ndstæðingar þess að Íslendingar fái að kjósa um aðildar-
samning við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu
gera nú mikið úr því að ESB hafi sett skilyrði fyrir því
að hægt sé að fara að ræða landbúnaðarmál í aðildar-
viðræðunum.
Hvaða skilyrði eru það? Jú, að Ísland leggi fram tímasetta áætlun
um hvernig það hyggst uppfylla kröfur Evrópusambandsins um m.a.
stjórnsýslu landbúnaðarmála og breytingar á löggjöf, fari svo að
þjóðin segi já við aðildarsamningi.
Af hverju eru þessi skilyrði
sett? Vegna þess að Ísland lýsti
yfir að það hygðist ekki byrja að
laga stjórnsýslu, löggjöf og stofn-
anir sínar að regluverki ESB fyrr
en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu,
færi svo að þjóðin segði já. Í rýni-
skýrslu sinni um landbúnað gerir
Evrópusambandið engar athugasemdir við þessa aðferðafræði
íslenzkra stjórnvalda, þótt hún sé frábrugðin því sem gerzt hefur í
öllum öðrum ríkjum sem sótt hafa um aðild.
Af hverju kemst Ísland upp með þetta? Eina ástæðan fyrir því
er að íslenzk löggjöf, stofnanir og stjórnsýsla eru nú þegar mjög
vel aðlagaðar regluverki ESB vegna aðildar Íslands að Evrópska
efnahagssvæðinu. Það sem á eftir að gera, komi til ESB-aðildar,
er algjörir smámunir miðað við aðlögun undanfarinna sextán ára.
Ísland er reyndar einna stytzt komið í aðlögun á sviði landbúnaðar,
en það hjálpar þó heilmikið til að Alþingi skyldi í desember 2009
samþykkja frumvarp Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra um að
taka upp stóran hluta af matvælalöggjöf Evrópusambandsins, sem
gerbreytir öllu regluverki á sviði matvælaöryggis.
Af hverju vill ESB sjá áætlunina áður en viðræður um land-
búnaðar málin hefjast? Það er vegna þess að ekki er hægt að ljúka
samningaviðræðum við ríki nema aðildarríki ESB hafi fyrir því
vissu að þau geti uppfyllt aðildarskilyrðin. Þannig að þótt ESB sætti
sig við að Ísland ætli ekki að aðlaga löggjöf sína og stofnanir fyrr
en á milli þjóðaratkvæðagreiðslu og gildistöku aðildar, segi þjóðin
já, vill það fá að sjá hvernig á að fara að því að gera breytingarnar
á svo skömmum tíma.
Þýðir þetta að Ísland þurfi að hefja aðlögunina á sama tíma og
verið er að vinna að aðildarsamningi, eins og Bændasamtökin halda
fram? Nei, Ísland þarf eingöngu að sýna fram á að það sé fært um
að aðlaga landbúnaðarkerfi sitt því sem gerist í ESB.
Þýðir þetta að Íslendingar fái engar sérlausnir í landbúnaði í
samningum við ESB? Nei, þvert á móti er sérstaða Íslands viður-
kennd og tíunduð bæði í bréfi ráðherraráðs ESB og í skýrslu fram-
kvæmdastjórnarinnar.
Af hverju vill Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra þá ekki byrja
að vinna að áætluninni um hvernig aðlögun verður hrundið í fram-
kvæmd? Af því að hann vill þvælast fyrir aðildarferlinu eins og
hann mögulega getur, þrátt fyrir samþykkt Alþingis um aðildar-
umsókn og ákvæði í stjórnarsáttmálanum um að þjóðin fái að taka
ákvörðun um ESB-aðild. Hann er á móti því.
Af hverju er Jón Bjarnason enn í ríkisstjórninni? Svarið við því
liggur í tveimur tölum; 32:31.
Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS
konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is
Dulin ást í
ferskjublómalandi
Allir velkomnir
Aðgangur ókeypis
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós og
Háskóli Íslands sýna
tævönsku verðlaunamyndina
Sýnd í Odda 101
8. sept. kl. 18
Danir hafa náð mjög langt í skapandi greinum og flytja
meðal annars út tískuvörur fyrir
527 milljarða íslenskra króna
á ári hverju. Við Íslendingar
flytjum út tískufatnað fyrir
um 3,1 milljarð á ári, en ef við
myndum vilja vera á pari við
Dani miðað við höfðatölu, ættum
við að flytja út tíu sinnum meira
eða nær 30 milljörðum króna.
Með því að gefa skapandi grein-
um meiri gaum og veita ungum
vaxandi fyrirtækjum betra
rekstrar umhverfi er allt til stað-
ar fyrir Íslendinga til að ná mun
lengra á þessu sviði.
Hugverkaiðnaður (skapandi
greinar) er sá vettvangur sem
flestar þjóðir telja helsta vaxtar-
brodd næsta áratugar. Sérstak-
lega er iðnaðurinn mikilvægur fyrir Ísland
enda hefur atvinnugreinin næstum ótak-
markaða vaxtarmöguleika öfugt við aðrar
útflutningsgreinar okkar sem byggja á
takmörkuðum auðlindum. Þessi vaxtar-
sproti byggir hins vegar á hugviti fólks
sem nær með frjórri hugsun, góðri hönnun
og ímyndunarafli að skapa mikið virði og
bæta þannig arðsemi fyrirtækja,
auka útflutningstekjur og fjölga
vel launuðum störfum sem eru
eftirsótt hjá ungu fólki.
Á Íslandi starfa um 1.500 vel
menntaðir hönnuðir og arki-
tektar. Það þarf að nýta þekk-
ingu þessa fólk okkar atvinnulífi
til framdráttar og skapa fyrir-
tækjunum í þessum geira öruggt
og gott rekstrarumhverfi. Þess
vegna telur Samfylkingin það
lykilatriði að sótt sé um aðild að
Evrópusambandinu til að losa
fyrirtækin undan sveiflukennd-
um, ótraustum gjaldmiðli og
bæta aðgengi að mörkuðum. Það
er erfitt fyrir lítil fyrirtæki að
reka útflutningsstarfsemi með
veikan gjaldmiðil, gjaldeyrishöft
og innan tollmúra. Þannig dregur
krónan úr samkeppnishæfni þessara fyrir-
tækja og hár fjármagnskostnaður getur
kæft góðar viðskiptahugmyndir.
Stjórnmálamenn eiga að einhenda sér í að
skapa þessum geira góðan aðbúnað svo að
styrkja megi helsta vaxtarsprota íslensks
útflutnings. Skapandi greinar snúast ekki
bara um fagurfræði heldur líka hagfræði.
HALLDÓR
Hugverka-
iðnaður
(skapandi
greinar) er sá
vettvangur
sem flestar
þjóðir telja
helsta vaxtar-
brodd næsta
áratugar.
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Verðmæti í skapandi hugsun
Úthaldsleysið
Þórunn Sveinbjarnardóttir er orðin
frjáls kona, að eigin sögn. Af því tilefni
fór hún í viðtal við Kastljósið og fór yfir
stjórnmálin, ekki síst samstarf Sam-
fylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs. Þórunn
velti upp þeirri spurningu
hvort allir innan Vinstri
grænna hefðu úthald og
þolinmæði til að klára
kjörtímabilið í samstarfi
við Samfylkinguna. Þetta
eru athyglisverð orð,
ekki síst í ljósi þess að
Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir sjálf hafði
ekki úthald eða
þolinmæði til að klára það fjögurra ára
kjörtímabil sem hún var kjörin til fyrir
tveimur árum. Að brigsla öðrum um
úthaldsleysi við þær aðstæður er því
nokkuð sérstakt.
Framsóknarútrásin
Eygló Harðardóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, telur að nýr
forstjóri Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, Christine Lagarde,
sé Framsóknarkona.
Lagarde vill nefnilega skapa
störf og draga úr skuldum.
Að það sé framsóknar-
mennska eru
hins vegar ný
tíðindi.
Hið illa aðhald
Lilju Mósesdóttur er illa við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn eins og mörgum
sem eru ósammála aðhaldssamri
stefnu sjóðsins í opinberum fjár-
málum. Í umræðum á Alþingi tengdi
Lilja tillögu um skuldaþak á sveitar-
félög stefnu sjóðsins. Það væri ófært
að sett yrði þak á skuldsetningu
sveitarfélaga. Víða í nágranna-
löndum okkar er þó slíkt
skuldaþak að finna, enda hefur
það ekki endilega reynst öllum
kjörnum fulltrúum vel að geta
skuldsett sveitarfélög óheft.
Aðhald þarf nefnilega ekki að
vera af hinu illa.
kolbeinn@frettabladid.is
Hugverka-
iðnaður
Magnús Orri
Schram
alþingismaður
Spurt og svarað um Evrópumál:
Aðlögunar-
áætlunin
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871