Fréttablaðið - 07.09.2011, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 7. september 2011 17
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
47
96
3
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
Costa del Sol
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu sætunum 20. september í 8 nætur til eins allra
vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Þú bókar flugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir
brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla
áfangastað í sumarfríinu.
Fjölbreytt önnur sértilboð jafnframt í boði.
Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði
– verð getur hækkað án fyrirvara.
79.900 kr. – 8 nátta ferð
20. september – 8 nátta ferð - ótrúleg kjör!
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára,
í íbúð 8 nætur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 89.900.
99.900 kr.
með öllu inniföldu
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára,
í herbergi með "öllu inniföldu" í 8 nætur. Verð m.v.
gistingu í tvíbýli með "öllu inniföldu" kr. 119.900
Stökktu til
Frá
aðe
ins
kr. 79
.900
í 8 n
ætu
r
Frá aðeins kr. 99.900
með öllu inniföldu
Hvert sem litið er blasa við skýr merki þess að Ísland er
hröðum skrefum að vinna sig úr
hruninu. Hagvöxtur er hafinn og
vaxandi bjartsýni gætir í spám
helstu greiningaraðila um hag-
vöxt næstu ára. Á fyrsta ársfjórð-
ungi þessa árs bjó aðeins eitt land
innan OECD við meiri hagvöxt en
Ísland og ýmislegt bendir til þess
að hagvöxtur ársins 2011 kunni að
vera vanmetinn. Störfum fjölgar á
ný og það dregur úr atvinnuleysi,
en miðað við tölur í júlí hefur það
ekki verið lægra síðan í desemb-
er 2008. Kaupmáttur launa hefur
ekki verið hærri frá hruni og
kaupmáttur lægstu launa hefur
hækkað hlutfallslega mest þann-
ig að jöfnuður í tekjuskiptingu
hefur aukist. Þessar staðreyndir
eru ótvíræður vitnisburður um að
við Íslendingar erum á réttri leið.
Árangursrík framkvæmd
efnahags áætlunar
Ríkisstjórnin hefur frá upphafi
fylgt skýrri stefnu í efnahags-
málum. Árangur hennar hefur
verið staðfestur með loka-
afgreiðslu og umsögn Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins um hana. Þar
kemur fram að öll efnahagsleg
markmið hafa náðst s.s. hvað
varðar efnahagslegan stöðugleika,
aðlögun ríkisfjármála, endur-
reisn fjármálakerfisins, opin-
berar skuldir og stöðugt gengi.
Við erum komin lengra á veg en
flestar aðrar þjóðir sem glíma við
afleiðingar efnahagshruns. Ótrú-
legur árangur hefur náðst í ríkis-
fjármálum og hallinn lækkað úr
215 milljörðum króna árið 2008
í um 18 milljarða króna á næsta
ári. Um snúningurinn svarar til
allra útgjalda til mennta-, menn-
ingar-, félags- og tryggingarmála
á þessu ári.
Skuldir heimila og fyrirtækja
lækkaðar
Nú er svo komið að um þriðjung-
ur vaxta sem heimilin greiða af
íbúðalánum er endurgreiddur
með vaxtabótum og vaxtaniður-
greiðslum. Einnig hefur verið ráð-
ist í víðtækar aðgerðir til handa
of skuldsettum heimilum og hafa
skuldir heimilanna verið lækkað-
ar um ríflega 144 milljarða króna.
Lánastofnanir gera ráð fyrir að
úrvinnslu þessara mála verði
lokið fyrir áramót og má reikna
með að skuldir muni þá lækka um
30 milljarða króna til viðbótar. Í
heild munu skuldir heimila því
lækka um hartnær 200 milljarða
króna. Sérstakt samkomulag var
einnig gert um endurskipulagn-
ingu skulda lítilla og meðalstórra
fyrirtækja. Það verkefni er á áætl-
un og verður því einnig lokið fyrir
áramót.
Aukin atvinna
Kjarasamningum sem gerðir
voru í vor var ætlað að styðja
við atvinnusköpun og kaup-
máttaraukningu á næstu árum.
Samkvæmt tölum Hagstofunn-
ar hefur störfum nú fjölgað um
3.600 á tveimur árum auk þess
sem þúsundir starfa hafa verið
varin. Fjárfestingar fyrirtækja
utan stóriðju og orkugeirans eru
að glæðast og spáir Seðla bankinn
að atvinnuvegafjárfestingin
muni aukast um 50 milljarða
króna á næstu misserum. Þrátt
fyrir að svigrúm til opinberra
fjár festinga takmarkist af stöðu
ríkis fjármála hefur mikilvægum
verkefnum verið ýtt úr vör, m.a.
í einkaframkvæmd og samvinnu
við lífeyrissjóði. Stærst þeirra
er bygging nýs Land spítala upp
á 40 milljarða króna og fjölg-
un starfa um nálægt 3 þúsund.
Bygging nýs fangelsis og fjár-
festing í uppbyggingu hjúkrunar-
heimila fyrir um 5 milljarða
króna munu skapa 550 störf. Þá
má reikna með um 600 störfum
í samgöngu framkvæmdum s.s.
við gerð Vaðlaheiðarganga og
margvís legar aðrar framkvæmd-
ir eru í undirbúningi sem munu
skapa ríflega 800 störf. Varið
verður um 2,5 milljörðum króna
til viðhaldsverkefna á vegum
Fasteigna ríkis sjóðs á þessu ári
og átakið Allir vinna hefur verið
framlengt, enda hefur þar tek-
ist einkar vel til og áætlað er að
það hafi þegar skapað um 800
ný störf. Allt stefnir í að árið
2011 verði metár fyrir ferða-
þjónustuna og mun 300 millj-
ónum króna verða veitt árlega í
þriggja ára átak til að efla vetr-
arferðaþjónustu með það að
markmiði að skapa um eitt þús-
und ný störf.
Orkuauðlindir betur nýttar í þágu
þjóðarinnar
Ég hef hér nefnt opinberar eða
hálfopinberar framkvæmdir
víða um land sem áætlað er að
muni skila með beinum hætti
um 7.000 nýjum störfum á næstu
árum og fjölda afleiddra starfa.
Eru þá ótaldar framkvæmdir
í orku verum og tengdum fjár-
festingum, en reikna má með því
að þar muni verða til sambæri-
legur fjöldi nýrra starfa.
Þingsályktunartillaga um nýt-
ingu og vernd náttúrusvæða ligg-
ur nú fyrir. Hér er um mikils-
verðan áfanga að ræða og stórt
skref tekið í átt að þjóðarsátt um
vernd og nýtingu mikilvægra
náttúrugæða. Á grundvelli
þeirrar sáttagjörðar munum við
styrkja efnahagsgrundvöll okkar
með sjálfbærum og arðbærum
hætti.
Þá er unnið að mótun heildar-
stefnu í auðlindamálum og stofn-
un auðlindasjóðs til að tryggja
hámarksarð af sameiginlegum
auðlindum. Landsvirkjun hefur
sett fram metnaðarfulla fram-
tíðarsýn sem skila mun þjóðinni
arði til varanlegrar velferðar.
Fyrirtækið á nú í viðræðum
við allnokkra hópa fjárfesta um
verkefni fyrir norðan og mun
verja um 2 milljörðum króna
til orkurannsókna. Unnið er við
byggingu Búðarhálsvirkjunar og
stækkun í Straumsvík auk fjölda
verkefna við uppbyggingu orku-
freks iðnaðar. Áhugi erlendra
fjárfesta á Íslandi og eftirspurn
eftir innlendri orku hefur aldrei
verið meiri en nú.
Sóknarfæri til bættra lífskjara
eru á Íslandi
Þótt vandamálin séu keimlík
víða um heim eru lausnir mis-
munandi. Hér á landi hefur verið
farin leið jöfnuðar sem tryggt
hefur að byrðarnar hafa verið
bornar af þeim sem meira mega
sín. Skattar á þá tekjulægstu
hafa lækkað, lægstu laun hafa
hækkað, bætur almannatrygg-
inga hækkað og myndarlega
hefur verið komið til móts við
skulduga íbúðaeigendur.
Það blasir við mörgum ríkjum
heims að feta erfiða braut niður-
skurðar og skuldaaðlögunar sem
við höfum senn lagt að baki. Við
horfum til þess að hér á landi
höfum við náð forskoti og það
felast í því tækifæri til þess að
gera Ísland samkeppnisfærara
m.a. um erlenda fjárfestingu og
mannauð.
Hagvöxtur ætti að geta komist
á myndarlegt skrið hér fyrr en
hjá öðrum þjóðum ef við höldum
rétt á okkar málum. Þá lífskjara-
sókn sem framundan er verður
að grundvalla á jafnari skiptingu
tekna, samfélagslegri ábyrgð og
virðingu fyrir náttúrugæðum.
Valið stendur ekki milli hag-
vaxtar og jöfnuðar, því jöfnuður
er forsenda varanlegs hagvaxtar
og samfélagslegrar sáttar.
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs bjó aðeins
eitt land innan OECD við meiri hagvöxt
en Ísland og ýmislegt bendir til þess að
hagvöxtur ársins 2011 kunni að vera vanmetinn.
Störfum fjölgar á ný og það dregur úr atvinnuleysi, en
miðað við tölur í júlí hefur það ekki verið lægra síðan
í desember 2008.
Góður árangur og sóknarfæri Íslands
Efnahagsmál
Jóhanna
Sigurðardóttir
forsætisráðherra
Allir eru sammála um að vegur-inn vestur á firði um Austur-
Barðastrandarsýslu er óviðunandi
og úrbóta er þörf. Hins vegar hafa
staðið deilur um hvernig leggja
eigi nýjan veg og þá helst um þver-
un tveggja fjarða, Gufufjarðar og
Djúpafjarðar. Þótt við séum ekki
eiginlegir heimamenn keyrum við
þessa leið oft á ári og leyfum okkur
að hafa skoðun á málinu.
Í umræðum um veginn vest-
ur er gjarnan stillt upp byggðar-
sjónarmiðum íbúa Vestfjarða á
móti náttúru verndarsjónarmiðum.
Haldið er fram að byggð á Vest-
fjörðum beinlínis standi og falli
með þessum nýja vegi og fórnar-
kostnaður náttúruspjalla sé viðun-
andi. Við eigum ekki að falla fyrir
slíkum málflutningi. Afsláttur á
náttúruvernd er óviðunandi. Höfum
við ekki lært neitt af mistökum eins
og offari í framræslu mýra lands-
ins? Eða þverun Gilsfjarðar? Það er
mjög þreytandi þegar lítið er gert
úr náttúruverndar sjónarmiðum
og náttúruvísindum. Skógurinn
og fuglarnir voru hér áður en við
komum. Í fjörðum Vestfjarða er
flókið vistkerfi þar sem haförninn
trónir hæst í fæðukeðjunni – þetta
eru eins réttháir ábúendur þessa
lands eins og við. Lausnir í vega-
málum verða að taka fullt tillit til
verndar náttúru Íslands.
Fyrir utan áhrif á land og líf-
ríki hefur lítið verið rætt það
náttúruverndar sjónarmið sem er
hin mikla sjónmengun sem þver-
un fjarða hefur í för með sér.
Vestfirðirnir eru einstök náttúru-
paradís á ábyrgð okkar Íslend-
inga. Þangað sækjum við í óspillta
náttúru, fegurð og hreinsun. Þess-
ir firðir eru auðlind Vestfirðinga
og allra landsmanna. Ferðamenn
koma frá öllum heimshornum þar
sem náttúran á hvarvetna undir
högg að sækja. Ferðamennska er æ
mikil vægari tekjulind Vestfirðinga
og ætti að geta vaxið enn frekar.
Þessu breytum við stórlega til hins
verra með því að þvera firðina. Við
setjum niður grjótgarða og steypu
– við sjóndeildarhring blasa þá við
stórkarlaleg mannvirki. Við höfum
breytt náttúruupplifun ekki bara
okkar heldur komandi kynslóða
um ókomna tíð. Það dytti engum í
hug að gera brýr yfir Gullfoss eða
Dettifoss eða þvera Þingvallavatn
þó að þar væru bestu vegstæðin.
Sem betur fer.
Burtséð frá sjónarmiðum
náttúru verndar leyfum við okkur
að efast um að þverunarleiðin
hefði úrslitaáhrif um byggð á Vest-
fjörðum eins og margir láta. Þessi
lausn myndi vissulega gefa styttri
veg. Því má hins vegar ná fram
með því að bora stutt göng í gegn-
um hálsana tvo og leggja síðan
góða vegi um botna fjarðanna.
Vissulega er slík leið líklega dýr-
ara í krónum dagsins talið. En við
erum þrátt fyrir allt rík þjóð. Til
eru mörg dæmi um að miklu efna-
minni samfélög hafi lagt í mikinn
kostnað til að vernda einstaka nátt-
úru (t.d. í Tanzaníu). Það er mikil-
vægt að hafa í huga að við mann-
virkjagerð af þessu tagi erum við
að taka ákvarðanir til margra ára,
hundraða ára. Við eigum að stíga
hægt til jarðar og horfa fram veg-
inn. Dýrari kosturinn í dag – í
krónum talið – getur allt eins verið
ódýrari þegar litið er til langs tíma.
Náttúra Íslands verður illa metin
til fjár en við erum sannfærðir um
að frekari þverun fjarða landsins
myndi reynast íslenskri þjóð dýr-
keypt að lokum.
Vegurinn vestur –
hugsum fram veginn!
Samgöngumál
Bjarni Össurarson
læknir og landeigandi í
V-Barðastrandarsýslu
Ferdinand Jónsson
læknir