Fréttablaðið - 07.09.2011, Síða 23
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
Græna
prentsmiðjan!
Þjónusta Veitingahús Ferðaþjónusta HeildsölurÍþrótta- og félagasamtök Ríki- og sveitarfélögVerslun
Greiðslulausnir sniðnar að þinni atvinnugrein.
Ég er alltaf að þróa mínar vörur.
Það eigum við sameiginlegt.
Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir í Jurtaapótekinu
Hver einasti viðskiptavinur okkar er einstakur og þarfirnar geta verið
ólíkar. Með þetta að leiðarljósi höfum við þróað lausnir – sniðnar að
þinni atvinnugrein. Hafðu samband og í sameiningu finnum við
greiðslulausn sem hentar þínum rekstri.
Fyrirtækjalausnir Valitor sími 525 2080 www.valitor.is fyrirt@valitor.is
Yoyo
Vinsælar sjálfs-
afgreiðslubúðir
2
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Miðvikudagur 7. september 2011 – 13. tölublað – 7. árgangur
FRAKKAR Í AÐHALDI
F rancois Baron, fjármála -
ráðherra Frakklands, segir enga
hættu á nýrri kreppu í landinu.
Hann kynnti í gær fjárlög næsta
árs sem fela í sér strangt aðhald
í ríkisfjármálum og hafa ekki síst
það markmið að styðja við evruna.
Meðal annars hyggjast Frakkar
verja ellefu milljörðum evra, eða
nærri 1.800 milljörðum króna, í
efnahagsaðstoð við Grikkland.
SPÁNVERJAR BERA SIG VEL
Elena Salgado, fjármálaráðherra
Spánar, segir ekkert hæft í því að
í síðasta mánuði hafi legið nærri
að Spánn þyrfti að leita á náðir
Evrópusambandsins og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins um fjárhags-
aðstoð, eins og Grikkir, Portúgalir
og Írar hafa þurft að gera.
STARBUCKS HERJAR Á KÍNA
Bandaríska kaffihúsakeðjan Star-
bucks hyggur á frekari landvinn-
inga í Kína. Áform eru um að þre-
falda fjölda kaffihúsa keðjunn-
ar í Kína á næstu fjórum árum,
þannig að þau verði um 1.500. Nú
eru þau 470.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Stjórnendur Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ),
dótturfélags Seðlabankans, telja ólíklegt að fá kröfu
sína upp á tæpa fimmtíu milljarða króna á hendur
Saga Fjárfestingarbanka (áður Saga Capital) og VBS
Fjárfestingarbanka greidda að fullu til baka. Bank-
inn fékk veð fyrir láni til Sögu í fangið fyrir hálfum
mánuði en situr í hópi almennra kröfuhafa í þrotabú
VBS. Þeir sem Fréttablaðið ræddi og tengjast mál-
inu segja ómögulegt að segja til um hve mikill hluti
skuldarinnar fáist greiddur. Mat á endurheimtum
liggur engu að síður á borði ESÍ.
Krafan á hendur fyrirtækjunum varð til í svoköll-
uðum ástarbréfaviðskiptum Saga Capital og VBS
sem fólst í því að ausa lausafé úr sjóðum Seðlabanka
Íslands til gömlu stóru bankanna. Þegar bankarn-
ir fóru á hliðina stóðu Saga og VBS uppi með millj-
arðaskuldir gagnvart Seðlabankanum. Skuldinni var
breytt í lán til fyrirtækjanna vorið 2009; skuld VBS
nam 29,7 milljörðum króna og Saga fékk kröfu Seðla-
bankans upp á 19,7 milljarða breytt í lán. Í báðum
tilvikum voru lánin til sjö ára og báru þau 2,0 pró-
senta vexti. ESÍ fer með kröfur Seðlabankans á hend-
ur fjármálafyrirtækjum.
Stjórnendur Saga Capital færðu 15,1 milljarð
króna af láninu við Seðlabankann inn í eignarhalds-
félagið Hildu í október 2009. ESÍ tók Hildu yfir á
dögunum og mun unnið að því að vinna úr eigna-
safninu til að fá upp í kröfuna. Nær öllu starfsfólki
Sögu mun jafnframt hafa verið sagt upp.
VBS fór í þrot ári eftir að kröfu Seðlabankans var
breytt í lán. Sættir náðust á milli ESÍ og slitastjórn-
ar VBS í síðustu viku sem fólu meðal annars í sér
krafa ESÍ fór úr því að vera veðkrafa upp á 29,7 millj-
arða króna í 25,8 milljarða króna almenna kröfu.
Samþykktar forgangskröfur verða greiddar fljót-
lega og fá kröfuhafar í þeim hópi allt sitt. Almenn-
ir kröfuhafar mæta hins vegar afgangi. Þar á meðal
er Seðlabankinn.
Saga og VBS borga
lítið aftur til ríkisins
Litlar líkur þykja á að Seðlabankinn fái greidd lánin sem
hann veitti til að bjarga tveimur fjármálafyrirtækjum frá
þroti. Annað fyrirtækið fór í þrot en gengið var að hinu.
SEÐLABANKINN VIÐ MÆLINN Gömlu stóru bankarnir virðast
hafa litið á Seðlabankann sem sparigrís sem gæti útvegað þeim
lausafé. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Fjárfest var fyrir tæpa 11,8 millj-
arða króna hér á landi í fyrra.
Þetta kemur fram í svari Árna
P á l s Á r n a -
s on a r, efn a -
hags- og við-
skiptaráðherra,
v i ð s p u r n -
ingu Vigdísar
Hauks dóttur,
þingkonu
Framsóknar-
flokksins, um
innflutning á
aflandskrónum. Spurningin var
lögð fram snemma í júní og svar-
aði Árni Páll henni í gær.
Aflandskrónur eru íslenskar
krónur á erlendum gjaldeyris-
reikningum og er óheimilt að
flytja þær á reikninga íslenskra
bankastofnana eða fjárfesta fyrir
þær nema eftir krókaleiðum, svo
sem með nýlegum uppboðum
Seðlabankans á gjaldeyri.
Vigdís spurði í júní hverjir
hefðu fengið að flytja aflands-
krónur til fjárfestinga hér á landi
og um hvaða fjárhæðir sé að ræða.
Vigdís óskaði eftir því að í svarinu
yrði greint á milli Íslendinga og
útlendinga.
Í svari Árna Páls kemur fram
að leitað hafi verið svara hjá
seðlabankanum sem fer með eftir-
lit með aflandskrónum. Seðla-
bankinn vísaði til heimildar um
þagnarskyldu og birti ekki hverj-
ir hefðu fengið að flytja inn afla-
ndskrónur sundurliðað eftir fjár-
hæðum. - jab
Tólf milljarðar
aflandskróna
VIGDÍS
HAUKSDÓTTIR
Gjaldeyrishöft
Skaða hagkerfið
til lengri tíma
4-5 12
Indverskur fjárfestir
Fáir útlendingar
vilja fjárfesta hér