Fréttablaðið - 07.09.2011, Side 24

Fréttablaðið - 07.09.2011, Side 24
MARKAÐURINN7. SEPTEMBER 2011 MIÐVIKUDAGUR2 V I Ð S K I P T I ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 39 19 0 3 /2 01 1 ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir: Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða Icelandair. Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum. + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is ECONOMY COMFORT Meiri þægindi, góð vinnuaðstaða, rafmagnsinnstunga fyrir tölvu. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Það er ömurlegt að fjárfesta á Íslandi. Hér eru gjaldeyrishöft og ríkisstjórninni virðist nákvæm- lega sama um það þótt erlendir fjárfestar vilji ekki festa fé sitt hér,“ segir fjárfestirinn Balan Kamallakharan. Hann fer fyrir fjárfestingarsjóði fjölskyldu sinn- ar og viðskiptafélaga hér á landi. Sjóðurinn ein beitir sér að fjárfestingum í net- og tæknifyrirtækjum. Hann vill ekki greina frá fjárfestingargetu sjóðs- ins í samtali við Fréttablaðið. Sjóðurinn á sér fyrir- mynd í frumfjárfestum Facebook og Google og legg- ur tiltölulega nýstofnuðum fyrirtækjum til fjármagn eftir þörfum fyrstu árin. Bala, eins og hann kynnir sig, segir erlenda áhættufjárfesta, ekki síst í Bandaríkjunum, almennt neikvæða gagnvart fjárfestingum hér. Auk þess að vera litnir hornauga þá hafi þeir almennt ekki trú á evrópskum frumkvöðlum; þá skorti óþreyjuna, hungrið, og hafi lítið til að stæra sig af í saman- burði við Bandaríkin nema kannski samskipta- forritið Skype. Þetta neikvæða andrúmsloft komi Bala vel; hann geti setið einn að fyrirtækjum sem leiti að fjárfestum hér og þurfi ekki að berja keppi- nauta af sér. Helsti gallinn sé sá að hér vanti skipu- lagðan vettvang fyrir fjárfesta eins og sé í öðrum löndum. „Það er í raun mjög skrýtið að vera fjár- festir hér,“ segir hann og bendir á að kollegar hans virðist ósýnilegir. Sjóður Bala var sá fyrsti til að koma með fjár- magn inn í netfyrirtækið Clöru og hefur nú fjár- magnað rekstur fyrirtækisins síðastliðna átján mán- uði. Þá hefur Bala, sem hefur búið hér á landi frá 2006 þegar hann hóf störf hjá Glitni, unnið náið með stofnendum og stjórnendum Clöru að uppbyggingu fyrirtækisins síðasta árið. „Þegar við komum í hlut- hafahópinn voru starfsmenn sex eða sjö. Nú eru þeir fjórtán. Við höfum því búið til átta hálaunastörf á um ári,“ segir hann. Bala hélt erindi á haustfundi frumkvöðla- og ný- sköpunarsetursins Innovit á föstudag í síðustu viku þar sem hann ræddi um fjárfestingarumhverfið hér. Í máli Bala kom fram að Íslendingar séu óhræddir við að byrja á einhverju nýju, virðist óhræddir við hið óþekkta, hvað þá að leita til fjárfesta. „Þetta er fyrsta kryddið sem þarf til að verða frumkvöðull,“ segir hann. „Frumkvöðlar verða að vera hug rakkir. Þeir íslensku eiga ekki að horfa til þess hvernig eigi að leysa lítið vandamál hér heldur hugsa stórt og sigra heiminn,“ segir hann. Fáir útlendingar vilja fjárfesta hér á landi Indverski fjárfestirinn Bala Kamallakharan segir neikvætt viðhorf gagnvart áhættufjárfestingum hér hafa komið sér vel. Hann segir mikilvægt að frumkvöðlar vilji sigra heiminn. Bandaríski tæknirisinn Apple auglýsti í síðustu viku tvær stöð- ur framkvæmdastjóra eftirlits með vörum sem ekki eru komnar á markað. Samkvæmt fréttum netmiðilsins Apple Insider þykir tíma- bært að búa til þess- ar stöður nú þegar þegar starfsmenn fyrirtækisins hafa í tvígang lent í því óhappi að glopra frá sér frumgerð af nýjum iPhone- farsímum fyrirtækisins. Í fyrra gleymdi starfsmaður Apple prufueintaki af iPhone 4-farsíma á bar. Síminn komst í hendur annars aðila sem birti upplýs- ingar um hann á undan öðrum. Tveir menn fengu dóma á sig vegna máls- ins. Þá mun prufu eintak fimmtu kynslóðar iPhone- símans hafa týnst í júlí. Síminn er væntanlegur á markað í haust. - jab Leita að öryggisstjóra Líklegt þykir að innlendir fjárfestar, þá helst líf- eyrissjóðir, hafi keypt skuldabréf Landsvirkjun- ar upp á sjötíu milljónir Bandaríkjadala, jafn- virði um átta milljarða króna, sem gefin voru út í síðustu viku. „Ég veit ekki hverjir keyptu bréfin, við sjáum það í raun aldrei,“ segir Hörður Arnarson, for- stjóri Landsvirkjunar. Hann bætir við að skulda- bréf sem þessi gangi yfirleitt kaupum og sölum og því sé erfitt að segja hver eigandinn sé. Bréfin eru til tíu ára og bera fasta 4,9 pró- senta vexti sem þykir þokkalegt. Vextir greiðast tvisvar á ári en höfuðstóllinn í einu lagi í lok lánstímans árið 2021. Íslandsbanki sá um skuldabréfasöluna. Þar á bæ vildu menn ekki tjá sig, sögðust bundnir trúnaði. Þetta er önnur dollaraútgáfa Landsvirkjun- ar sem á að tryggja fjármögnun þeirra verk- efna sem fyrirtækið hyggst ráðast í á næstu árum. Hin skuldabréfasalan var í apríl þegar Landsvirkjun gaf út tvö skuldabréf upp á samtals hundrað milljónir dala, jafn- virði rúmra 11,2 milljarða króna, til fimm og sjö ára. Landsbankinn keypti bréfin í það skiptið. - jab Íslendingar lána Landsvirkjun HÖRÐUR ARNARSON Forstjóri Landsvirkjunar veit ekki hver á skuldir fyrirtækisins. Svissneski frankinn féll harkalega á mörkuðum í gær eftir að sviss- nesk stjórnvöld ákváðu að tengja gengi hans við gengi evrunnar, þannig að greiða þurfti að minnsta kosti 1,20 franka fyrir hverja evru. Svissneska stjórnin segir þetta örþrifaráð, og efnahagurinn þoli illa hve hátt frankinn hefur verið skráður. Seðlabankinn í Sviss sagðist ætla að kaupa eins mikið af evrum og þarf til að halda þessu lágmarksgengi frankans og gerir sér vonir um að gengið eigi enn eftir að lækka. Áður en tilkynnt var um þetta kostaði evran víðast hvar um það bil 1,10 franka, en á örskömm- um tíma lækkaði gengi frank- ans þannig að greiða þurfti 1,2024 franka fyrir evruna. Hér á landi lækkaði gengi frankans úr 1,47 krónum í 1,35 krón- ur, eða um 7,75 pró- sent. Þessum tíðind- um var tekið fagn- andi á mörkuðum í Sviss og styrktust svissnesk hluta- bréf strax um 4,7 prósent. Efnahagslíf Sviss er að stórum hluta byggt á útflutningi, meðal annars á súkkulaði og ostum, lyfj- um, úrum, verkfærum og sér- hæfðum vélbúnaði. - gb Gengi frankans fest við evruna FRANKINN OG EVRAN FJÁRFESTIRINN Það getur komið sér vel að erlendir áhættufjárfestar horfa ekki hingað, að mati Bala Kamallakharan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON B A N K A B Ó K I N Samanburður á vaxtatöflum bankanna *Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö daga. C Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25% Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum. Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja Markaðsreikningur 1,50%A 11,50% 11,45% Vaxtaþrep 2,05% 11,35% 11,35% Vaxtareikningur 1,35%B 11,30% 11,30% MP Sparnaður 9,65 til 1,95% 11,15% 11,15% PM-reikningur 11,15 til 2,05% A 11,25% 11,25% Netreikningur 1,90% C 11,45% 11,45% Sparnaðarreikningur 1,85% 10,30% Ekki í boði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.