Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 38
7. september 2011 MIÐVIKUDAGUR26 Ástkær móðir mín, félagi og vinur, Susann Mariette Schumacher fyrrverandi flugfreyja, andaðist í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 29. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni, Reykjavík fimmtudaginn 8. september kl. 15.00. Þökkum fyrir sýndan kærleik, ást og vinarhug. Þorvaldur Skúlason Schumacher Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og dóttir, Anna Þóra Pálsdóttir Grænukinn 27, Hafnarfirði, sem andaðist á heimili sínu 31. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. september kl. 15.00. Gróa Jóhannsdóttir Arnaldur Sigurðsson Guðný Jóhannsdóttir Jón Einarsson Fríða Jóhannsdóttir Magnús Waage Sigurður Borgar og Jóhann Snær Arnaldssynir Ingunn Þóra og Eva Rún Einarsdætur Arnar og Alex Jónssynir Annika og Freyr Waage Tinna Mjöll og Katrín Lilja Gróa Guðmundsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Björn Hafsteinn Jóhannsson rekstrartæknifræðingur, Stóragerði 42, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðviku- daginn 31. ágúst 2011. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 8. september kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast Björns er bent á MND-félagið og líknardeildina í Kópavogi. Þrúður Guðrún Sigurðardóttir Svana Helen Björnsdóttir Sæmundur E. Þorsteinsson Brynja Dís Björnsdóttir Örvar Aðalsteinsson Hildur Inga Björnsdóttir Jóhann Kristjánsson Þórdís Björnsdóttir Björn Orri, Sigurður Finnbogi og Þorsteinn Sæmundssynir Birkir, Drífa og Kári Örvarsbörn Æsa Jóhannsdóttir og Alda Ægisdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigríður Beinteinsdóttir á Elliheimilinu Grund í Reykjavík, áður til heimilis að Langholtsvegi 143, sem lést fimmtudaginn 1. september, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 9. september kl. 11.00. Aðstandendur þakka starfsfólki á deild V2 á Grund fyrir kærleiksríka umönnun. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Grundar. Synir, tengdadætur, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Beinteinn Ásgeirsson Einar Gunnar Ásgeirsson Sigrún Hjaltested Ólafur Már Ásgeirsson Camilla Hallgrímsson Valgeir Ásgeirsson Þórunn J. Sigurðardóttir timamot@frettabladid.is Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma okkar, Elín Birna Árnadóttir Hafravöllum 17, Hafnarfirði, lést að kvöldi 1. september á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 13. september kl. 13.00. Ómar Valgeirsson Valgeir Árni Ómarsson Aníta Ómarsdóttir Örnólfur Elfar Bjarki Dagur Anítuson Ómar Örn Elfar Kristel Birna Elfar Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Ólafsdóttir frá Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu EIR sunnudaginn 4. september. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. september kl. 15.00. Gísli Guðbrandsson Ólafur Vignir Sigurðsson Inga Fanney Jónasdóttir Guðmundur Hafsteinn Sigurðsson Ásdís Tryggvadóttir Anna Filippía Sigurðardóttir Stefán Bjarni Gíslason Ulrika Fransson María Sigríður Gísladóttir Guðbjörg Ólafía Gísladóttir Gylfi Skarphéðinsson Gleraugnasalan 65 fagnar fimmtíu ára afmæli í ár en hún er elsta starf- andi gleraugnaverslun landsins. Ein- ungis tveir eigendur hafa haldið um stjórnartaumana frá upphafi og hefur sjónfræðingurinn Rüdiger Þór Seiden- faden, núverandi eigandi, starfað hjá fyrirtækinu í þrjátíu ár. Hann er Þjóðverji eins og stofnand- inn Walter Lentz sem hóf starfsemina á Laugavegi 12. Hann flutti á Lauga- veg 65 árið 1973 og þar hefur verslunin verið síðan. Rüdiger segir að gömul gildi hafi ávallt verið höfð að leiðarljósi. „Sem dæmi um það má nefna að Walter fékk alls kyns kauptilboð á sínum tíma en bauð mér að taka við enda þekkti ég vel til og hafði þjónað sömu viðskiptavin- um í áraraðir,“ segir Rüdiger sem tók við versluninni árið 2000. Hann hefur haldið gömlu gildunum á lofti og fer varlega í rekstri. „Þegar allt var á uppleið í þjóðfélag- inu fékk ég alls kyns gylliboð um að opna útibú í Kringlunni, Smáralind og víðar. Við erum hins vegar ánægð á Laugavegi og fólk veit af okkur hér.“ Gleraugnasalan er sannkallað fjölskyldufyrirtæki en meðeigandi Rüdigers er eiginkona hans Inga Jóns- dóttir. „Við kynntumst hér á sínum tíma og dætur okkar Silvía og Sandra, sem hafa starfað við afgreiðslu og bókhald, hafa verið hér með annan fótinn frá blautu barnsbeini. Meira að segja sjón- fræðingurinn okkar Darri Ásbjörnsson er frændi konunnar en það vissum við ekki fyrr en eftir að hann var ráðinn. Þá hefur okkur haldist vel á starfs- fólki og hefur afgreiðslukonan Helene Pampichler Pálsdóttir starfað hér frá árinu 1980. Viðskiptavinir spyrja hana hvort hún sé hluti af innréttingunum,“ segir Rüdiger og hlær. Gleraugnasalan býður upp á mikið úrval umgjarða í öllum verðflokkum og segist Rüdiger leggja upp úr því að bjóða heiðarlegt verð. „Við leggjum líka upp úr fjölskylduvænu starfs umhverfi. Liður í því er að halda hvíldardaginn heilagan og gefa fólki færi á að gera eitthvað með fjölskyldunni. Þannig getum við líka haldið verðinu niðri því það kostar að hafa opið um helgar.“ Gleraugnasalan býður auk gleraugna upp á sjónmælingar, linsumátanir, sól- gleraugu, íþróttagleraugu og ýmislegt fleira en á boðstólum eru auk þess sér- stök veiðigleraugu sem Rüdiger segir eftirsótt. „Walter var mikill laxveiði- maður og hann lét hanna fyrir sig veiði- gleraugu úr polariseruðum glerjum sem gera veiðimönnum kleift að sjá í gegnum vatnsyfirborðið,“ lýsir Rüdiger en hann fær viðskiptavini erlendis frá sem vilja nálgast gleraugun. Þau eru ekki framleidd lengur en fást hjá honum. Þá nefnir Rüdiger að Gler- augnasalan hafi frá upphafi verið með umboð fyrir hinar þekktu Silhouette- umgjarðir á Íslandi og fékk Walter á sínum tíma viðurkenningu fyrir mest seldu Silhouette-gleraugu í heimi miðað við höfðatölu. „Gleraugnasalan var fyrsta gleraugnaverslunin sem var með sjónvarpsauglýsingar og það virð- ist hafa virkað.“ vera@frettabladid.is ELSTA STARFANDI GLERAUGNAVERSLUN LANDSINS: 50 ÁRA BYGGIR Á GÖMLUM GILDUM RÓTGRÓIÐ FYRIRTÆKI Á LAUGAVEGI Hjónin og eigendurnir Rüdiger og Inga vilja hvergi annars staðar vera. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mósaíkmynd eftir Gerði Helgadóttur var afhjúpuð þennan dag árið 1973. Verkið er á vegg Tollstöðvarhússins í Reykjavík. Ástæða þess að ákveðið var að leita eftir listaverki á húsið var að þar sem hafnarskemman náði í gegnum húsið út að Tryggvagötu myndaðist þar 250 m² gluggalaus veggflötur út að götu. Bygg- ingarnefnd og arkitekt voru sammála um að slíkur flötur myndi hafa slæm áhrif á heildargötumyndina. Haft var samband við Gerði þegar fjárveiting fékkst í verkið og hún vann hugmyndina út frá því að verkið þyrfti að spegla lífið við höfnina. Það tók Gerði um tvö ár að vinna verkið sem var unnið og sett upp á árunum 1972 og 1973. Hún vann verkið á verk- stæði Oidtmann-bræðra í Þýskalandi sem sáu síðan um uppsetningu á Toll- húsið. Listakonan hefur hlotið einróma lof fyrir verkið, sem er 140 m² og er sam- sett úr meira en milljón steinum. ÞETTA GERÐIST: 7. SEPTEMBER 1973 Mósaíkmynd Gerðar afhjúpuð BUDDY HOLLY tónlistarmaður (1936-1959) fæddist þennan dag. „Dauði hefur oft verið álitinn framaspor fyrir ferilinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.