Fréttablaðið - 07.09.2011, Page 42

Fréttablaðið - 07.09.2011, Page 42
7. september 2011 MIÐVIKUDAGUR30 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Lausir tímar til leigu í íþróttahúsi Menntaskólans við Sund Í íþróttahúsi Menntaskólans við Sund eru lausir til leigu nokkrir tímar í vetur. Nánari upplýsingar er að finna á vef skólans www.msund.is. Rektor ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. hróss, 6. fæddi, 8. gagn, 9. lærir, 11. fíngerð líkamshár, 12. orðrómur, 14. fet, 16. berist til, 17. bar, 18. tímabils, 20. klaki, 21. baktal. LÓÐRÉTT 1. blöðru, 3. öfug röð, 4. sumbl, 5. arinn, 7. limlesta, 10. stykki, 13. rölt, 15. aflast, 16. eldur, 19. vörumerki. LAUSN LÁRÉTT: 2. lofs, 6. ól, 8. nyt, 9. les, 11. ló, 12. umtal, 14. skref, 16. bt, 17. krá, 18. árs, 20. ís, 21. last. LÓÐRÉTT: 1. bólu, 3. on, 4. fyllerí, 5. stó, 7. lemstra, 10. stk, 13. ark, 15. fást, 16. bál, 19. ss. ... vinsamlegast hinkraðu og við reynum að sinna þörfum þínum innan tíðar. Öll gúrúin okkar eru upp- tekin við að sinna fólki sem leitar sannleikans... Ég er kannski galinn... en ég hef séð framtíðina. Þú og ég! Við munum gifta okkur! Fá okkur eins íþróttagalla og verða fáránlega hamingjusöm saman! Ég sé þetta alveg fyrir mér! Jæja? Þetta... verður... erfitt... Þú ert ekki fastur við neitt hér. Ég lít svo á að ég sé fastur hér þar til ég verð átján og losna undan fáránlegum reglum þeirra. Jú mamma, um leið og ég hef losnað héðan. Palli, ætlarðu ekki að hjálpa mér eins og ég bað þig um? Gefðu barni fisk að smakka og það lætur ekki í sér heyra Leyfðu barni að fiska og þér er þakkað með öngli í hægra eyrað Ekki toga!ÁÁÁI! Gjafir geta verið gríðarlega vandasamt fyrirbæri. Sá sem gefur eða þiggur getur orðið fastur í svo flóknu mynstri að það væri hrein guðsgjöf að losna úr því. BOLLI Þorleiksson var með þetta á hreinu enda var það hans fyrsta verk, þegar hann var búinn að stinga undan Kjartani Ólafs- syni, að bjóða þessum fóstbróður sínum og frænda hesta að gjöf. Hvað átti Kjartan að gera þá? Taka þá fegins hendi og segja: „Jæja, ég get þá alla vega riðið?“ Nei, það sjá það allir hversu flókið þetta getur verið. ÉG HEF það á tilfinningunni að gjafaskipti séu einfaldari á Íslandi nú á dögum, en hins vegar eru þau enn partur af svo flókinni fléttu hér í Andalúsíu að þau eru um það bil að fléttast mér um háls. Fyrir utan þessar gjafir sem við Íslend- ingar þekkjum að góðu einu eru hér gefnar eins konar kurteisisgjafir. Tilefnin eru nafnadagar, einfaldar heimsóknir, heimkoma eftir ferðalög og ótal önnur tilefni sem ég kann enn ekki skil á. ÞETTA gjafmildi hljómar ágætlega en þó myndi ég gefa mikið fyrir það að fá engar kurteisisgjafir og þurfa því ekkert að gefa nema þá þegar ég sé eitthvað sem ég tel alveg tilvalda gjöf fyrir einhvern jafn- vel þótt tilefnið skorti. FYRIR það fyrsta þykir mér svo óhemju leiðinlegt að versla að ég er viss um að ég væri tíu árum yngri í hjarta mínu ef ég hefði aldrei þurft að kaupa kurteisis- gjöf. Síðan eru þessar gjafir venjulega óttalegur hégómi og hálfgert rusl. Það er nefnilega eins og fólk vilji ekki gefa þér það sem þú hefur áhuga á heldur eitthvað sem þú átt að hafa áhuga á. Til dæmis gefur enginn mér vínflösku, sem þó er örugg leið til að gleðja Íslending. Geisla- disk gefur ekki nokkur maður hér og hvað þá aðgöngumiða á nautaat eða í leik- hús. Hins vegar finnst fólki alveg tilvalið að gefa eitthvert glingur, rándýrt bindi, slaufu eða ermahnappa og til að undir- strika andleysið fær maður líka eldhús- áhöld. ÞAÐ versta af öllu er að ég er engu fund- vísari á gjafir sem gleðja. Til dæmis færði ég einum félaga mínum brenni- vínsflösku þegar ég kom hingað um dag- inn úr Íslandsreisunni. Félaginn bauð mér inn í stofu. „Má ekki bjóða þér eitt- hvað að drekka?“ sagði hann svo og náði í brennivínsflöskuna sem ég gaf honum í fyrra. Kurteisisgjafir Þarftu að selja eða kaupa ? Viltu frítt söluverðmat? Hafðu samband 862 8110 Erna Svala Gunnarsdóttir Sölufulltrúi erna@remax.is Sími: 862 8110 Þórarinn Jónsson hdl. lögg. Fasteignasali Ef þú er með Sjónvarp Símans sérðu SkjáEinn í opinni dagskrá á miðvikudögum í september. Magnaður miðvikudagur! SkjárEinn í opinni dagskrá

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.