Fréttablaðið - 07.09.2011, Síða 50
7. september 2011 MIÐVIKUDAGUR38
sport@frettabladid.is
Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun!
Sjá einnig á www.isi.is
1. stig alm. hluta hefst 26. sept. og 2. stig
alm. hluta hefst 3. okt. Gilda jafnt fyrir allar
íþróttagreinar. Skráning á namskeid@isi.is eða í síma
514-4000. Nánari uppl. í síma 460-1467 og á
vidar@isi.is
Laugardalsvöllur, áhorf.: 5267
Ísland Kýpur
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 6–11 (3–6)
Varin skot Hannes 6 - Giorgallides 1
Horn 5–8
Aukaspyrnur fengnar 15–18
Gul spjöld 2-3
Rangstöður 5-6
ÍSLAND 4–3–3
*Hannes Þór Halldórsson 8
Birkir Már Sævarsson 5
Kristján Örn Sigurðsson 8
Hallgrímur Jónasson 7
Hjörtur Logi Valgarðsson 6
Helgi Valur Daníelsson 5
Eggert Gunnþór Jónsson 7
Eiður Smári Guðjohnsen 5
Birkir Bjarnason 5
(83., Björn Bergmann Sigurðarson -)
Kolbeinn Sigþórsson 6
(83., Alfreð Finnbogason -)
Jóhann Berg Guðmundsson 7
(88., Matthías Vilhjálmsson -)
1-0 Kolbeinn Sigþórsson (4.)
1-0
Jovanetic frá Serbíu (6)
KOLBEINN SIGÞÓRSSON er nú búinn að skora fjögur mörk í fyrstu átta A-landsleikjunum sínum en sigurmarkið
hans á móti Kýpur í gær var fyrsta mark hans í leik í undankeppni HM eða EM. Kolbeinn hafði fyrir leikinn skoraði 3 mörk
í 4 vináttuleikjum en ekki náð að skora í þremur alvöru landsleikjum sínum (2 á móti Danmörku og 1 á móti Noregi).
FÓTBOLTI Ítalía og Spánn tryggðu
sér sæti í úrslitakeppni EM í gær.
Giampaolo Pazzini skoraði eina
markið á 85. mínútu í 1-0 sigri Ítala
á Slóveníu en Spánverjar léku sér
að Liechtenstein á heimavelli og
unnu 6-0 sigur. Þjóðverjar eru líka
komnir inn á EM auk gestgjafa
Pólverja og Úkraínumanna og þá
vantar Holland og England aðeins
eitt stig til viðbótar til þess að
bætast í hópinn. Ashley Young
tryggði Englandi 1-0 sigur á Wales
á Wembley í gær. - óój
Aðrir leikir í undankeppni EM 2012 í gærkvöldi:
Ítalía og Spánn inn á EM
FÓTBOLTI Það hafa líklega
fáir verið jafnánægðir með
innáskiptingu Björns Bergmanns
Sigurðarsonar í íslenska
landsliðið í gærkvöld og móðir
hans Bjarney Þ. Jóhannesdóttir.
„Já, það var ofboðslega góð
tilfinning,“ sagði Bjarney, sem
hefur áður séð syni sína Þórð,
Bjarna og Jóhannes Karl stíga sín
fyrstu spor með landsliðinu. Það
er alltaf jafn flott og góð tilfinn-
ing að sögn Bjarneyjar.
Hún segir Björn Bergmann
ótrúlega rólegan og yfirvegaðan
og telur það jafnvel hafa hjálpað
honum að ná svona langt.
„Hann hefur ekkert verið að
stressa sig yfir hlutunum. Það er
langt í frá,“ sagði Bjarney, sem
ætlaði að eiga notalega kvöld-
stund með Birni og Þórði heima á
Akranesi í gærkvöld.
„Ég hugsa að það verði lítið
gert. Í mesta lagi keypt pitsa,“
sagði stolt móðir á leiðinni heim á
Skagann. - ktd
Móðir Björns Bergmann:
Alltaf jafn góð
tilfinning
BJÖRN BERGMANN FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Hannes Þór Halldórsson
lék sinn fyrsta landsleik í gær
er Ísland mætti Kýpur og stóð
sig afar vel. Hann bjargaði oft á
ögurstundu og hélt marki sínu
hreinu. Íslendingar unnu 1-0 sigur
og Hannes brosti út að eyrum
eftir leikinn. „Þetta var algjört
draumakvöld fyrir mig,“ sagði
Hannes.
„Sigrarnir eru alltaf sætastir
fyrir okkur markmennina þegar
við náum að halda markinu hreinu.
Það skemmir heldur ekki fyrir ef
við fáum boltann í okkur nokkrum
sinnum. Liðið átti sigurinn
skilið í kvöld. Leikmennirnir
lögðu sig allir gríðarlega mikið
fram og börðust eins og ljón
allan leikinn. Þetta var týpískur
sigur liðsheildarinnar. Þetta
féll nokkuð vel fyrir mig í kvöld
og stundum kemur það fyrir að
sóknarmaðurinn sleppur einn
í gegn. Þá er frábær tilfinning
að ná að redda málunum. Það
var frábært að taka þátt í þessu
verkefni með landsliðinu og ég
varð bara að nýta tækifærið. Þetta
er reynsla sem ég mun lifa lengi á.“
Alfreð Finnbogason, sem spilaði
síðustu tíu mínútur leiksins gegn
Kýpur, var hress í leikslok. „Jú,
það er ekki annað hægt. Það var
löngu kominn tími á sigur, þetta
datt fyrir okkur í dag og við erum
hrikalega ánægðir með það,“ sagði
Alfreð, sem sagði stemninguna
inni í klefa hafa verið skrýtna.
„Það er svo langt síðan við
höfum unnið leik að ég held við
höfum gleymt því hvernig á að
fagna. Menn voru fyrst og fremst
ánægðir með að enda þetta mót
með stolti og sérstaklega fyrir
Óla, sem hefur legið undir mikilli
gagnrýni,“ segir Alfreð.
Alfreð segir gagnrýnina
réttmæta enda hafi úrslitin ekki
verið góð í mótsleikjum. „Ábyrgðin
er að stórum hluta leikmannanna
líka. Við getum ekki sett alla
ábyrgðina á hann. Við erum
samsekir í þessu,“ sagði Alfreð,
sem sagði ólíkt betra að ræða við
fjölmiðlamenn eftir sigurleiki.
„Já, menn hafa verið með kvíða
að koma út úr klefanum að tala við
blaðamenn en ég held að það geri
allir með glöðu geði í kvöld.“
- sáp, ktd
Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason eftir sigurinn á Kýpur í gær:
Ég mun lifa lengi á þessu kvöldi
HANNES ÞÓR HALLDÓRSSON Fagnar
sigrinum í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI