Fréttablaðið - 23.09.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.09.2011, Blaðsíða 2
23. september 2011 FÖSTUDAGUR2 MENNING Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins hefst í dag og er þemað „Fólk að hausti“. Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins laugar- daginn 1. október næstkomandi. Verðlaun fyrir fyrsta sætið eru leikhúsmiðar fyrir sex í Borgar- leikhúsið. Verðlaun fyrir annað og þriðja sætið eru leikhúsmiðar fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Hver þátttakandi skal senda inn eina mynd og skal hún hafa verið tekin nú í haust. Óheimilt er að senda inn eða eigna sér ljósmyndir sem eru teknar af öðrum en sendanda. Áskilinn er réttur til að hafna hvaða mynd sem er og til að breyta fyrirsögn og myndatexta í birtingu. Jafnframt er áskilinn réttur til birting- ar myndar á forsíðu blaðsins. Innsendar myndir eru eign höfunda en Fréttablaðinu og Vísir.is er heimilt að birta þær í tengslum við keppnina og í kjölfar hennar, svo fremi sem höfundarnafn er til- tekið. Samkeppnin stendur frá morgni dagsins í dag, 23. september, til klukkan tólf á hádegi miðviku- dagsins 28. september. Hver ljósmyndari má senda eina mynd inn, fyrsta myndin gildir. Tilkynnt verður um val forsíðumyndarinnar um miðjan föstudag 30. september næstkomandi. Tekið er við myndum í netfanginu ljosmynda- samkeppni@frettabladid.is og skulu þær vera í nægilegri upplausn til að birta í blaðinu. Myndinni þarf að fylgja nafn höfundar og upplýsingar um heimilisfang, netfang og símanúmer. - sv Fréttablaðið efnir til ljósmyndasamkeppni með þemað „Fólk að hausti“: Sigurvegarinn fær forsíðuna SIGURMYNDIN FRÁ 2010 Efnt var til ljósmyndasamkeppni á sama tíma í fyrra og tóku um 250 ljósmyndarar þátt í að festa haustið á filmu. MYND/ALEX MÁNI GUÐRÍÐARSON WASHINGTON, FRÉTTABLAÐIÐ Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), kallaði í gær eftir forystu og leið- sögn frá stjórnmálamönnum í glímunni við yfirstandandi fjár- málakrísu. Hún sagði lausnir við vandanum til staðar, það sem skorti sé pólitísk forysta. Þetta kom fram í máli Lagarde á ársfundi AGS og Alþjóðabankans í Washington í gær. Lagarde sagði ljóst að hægst hefði á efnahagsbatanum á Vesturlöndum. Grípa þyrfti án tafar til aðgerða við að koma ríkisfjármálum vestrænna ríkja á sjálfbæra braut og laga efna- hagsreikninga mikið skuldsettra fjármálastofnana og heimila. Loks sagði hún nýmarkaðsríki með mik- inn viðskiptaafgang ekki hafa gert nægilega mikið til að auka eftir- spurn heima fyrir. Það væri nauð- synlegt til að leiðrétta ójafnvægi í heimshagkerfinu. Robert Zoellick, forseti Alþjóða- bankans, tók einnig til máls á árs- fundinum í gær. Hann sagði heims- hagkerfið á hættusvæði og benti sérstaklega á þá hættu að vandræð- in á Vesturlöndum smituðust til við- kvæmra nýmarkaðsríkja sem hafa vaxið hratt á síðustu árum. Hann tók svo í svipaðan streng og Lagarde og sagði varhugaverða tíma kalla á hugrakkt fólk. „Frekari tafir á aðgerðum verða dýrkeyptar og munu minnka oln- bogarými stjórnvalda,“ sagði Zoel- lick. Orð þessara æðstu stjórnenda AGS og Alþjóðabankans urðu ekki til þess að róa fjárfesta beggja vegna Atlantsála. Þeir telja nú meiri líkur en áður á að fjármálamark- aðir séu á leið inn í annan öldudal. Hlutabréfamarkaðir tóku aðra dýfu í gær og fóru helstu hlutabréfavísi- tölur niður um á bilinu tvö til fimm prósent. - mþl, jab Forseti Alþjóðabankans kallar eftir hugrökkum stjórnmálamönnum á viðsjárverðum tímum í Washington: AGS hefur áhyggjur af þróun mála CHRISTINE LAGARDE Lagarde sagðist í gær vera áhyggjufull vegna stöðu mála í heimshagkerfinu og hvatti til tafarlausra aðgerða stjórnvalda víða um heim. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nú er hægt að fá fetaost sem kubb í saltvatni. Gott er að nota ostinn í salöt, samlokur, grænmetisrétti og á pítsuna. Ljúffengar uppskriftir með fetaosti er að finna á www.gottimatinn.is SPURNING DAGSINS Þórhallur, hefur Þórbergur nokkuð haft samband við þig? „Það vill svo til að ég hef alið manninn að stórum hluta á Hring- brautinni allt frá barnæsku en ég hef nú aldrei rekist á kauða.“ Þórhallur Guðmundsson er miðill. Borg- arstjóra barst á dögunum bréf frá manni sem kveðst gæddur skyggnigáfu og vera í sambandi við Þórberg Þórðarson heitinn. Hann segir að skáldið vilji að nafni Hring- brautar verði breytt í Þórbergsstræti. BJÖRGUN Varðskipið Ægir bjarg- aði í gær 64 flóttamönnum, þar af nokkrum börnum, úr sökkv- andi gúmmíbát á miðju Miðjarð- arhafi. Atvikið átti sér stað miðja vegu milli Marokkó og Spánar, þar sem Ægir var að störfum á vegum landamærastofnunar Evrópu bandalagsins, FRONTEX. Í tilkynningu frá Landhelgis- gæslunni segir að bátur fólksins hafi verið ofhlaðinn og hann hafi rifnað. Þegar Ægir kom að slys- staðnum lak loft hratt úr bátnum og þá þegar voru nokkrir menn komnir í sjóinn og virtust ósyndir. Skipverjar á Ægi köstuðu björg- unarvestum til fólksins og settu út léttbát og tvo gúmmíbjörgun- arbáta. Björg u n a raðgerði r tók u skamman tíma þar sem flestum var bjargað um borð í léttbátinn, en aðrir komust upp í gúmmíbát- ana eða upp síðustiga skipsins. Þegar um borð var komið fékk fólkið aðhlynningu þar til björg- unarskip sóttu fólkið og fluttu til lands á Spáni. Ekki kom fram í tilkynningu frá gæslunni hvaðan flóttamennirn- ir eru upprunnir eða hvaðan þeir sigldu, en stríður straumur flótta- manna hefur legið frá Norður- Afríku til Evrópu yfir Miðjarðar- haf síðustu misserin. Oft leggja flóttamenn upp í þessa háskaferð á illa búnum skip- um, sem eru jafnvel líka ofhlaðin og hafa hundruð flóttamanna látið lífið á leiðinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ægismenn hafa komið nauð- stöddum flóttamönnum til bjarg- ar á Miðjarðarhafi, en í júlílok björguðu þeir 58 flóttamönnum Björguðu 64 flótta- mönnum úr háska Skipverjar á Ægi björguðu 64 flóttamönnum úr sökkvandi báti á Miðjarðar- hafi. Nokkur börn voru í hópi flóttamannanna. Björgunaraðgerðir gengu vel og fólkið var flutt til Spánar. Ægismenn björguðu líka tugum flóttamanna í sumar. Á ÖGURSTUNDU Nokkrir menn voru í sjónum þegar Ægir kom á slysstaðinn. Björgunaraðgerðir gengu vel og fólkið komst fljótt um borð. MYND/LANDHELGISGÆSLAN úr sjálfheldu í afskekktri fjöru á Krít. Ægir hefur verið við störf fyrir FRONTEX síðan í maí og verður það fram í næsta mánuð. thorgils@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Fornleifafræðingar sem vinna við uppgröft á Land- spítalalóðinni við Hringbraut urðu fyrir miklum skakka- föllum í fyrrinótt þegar tækja- búnaði, margra milljóna króna virði, var stolið úr vinnuaðstöðu þeirra. „Þetta voru tölvur, flakkarar og myndavélar og alstöð, sem er hvað verðmætust fyrir okkur,“ segir Vala Garðarsdóttir forn- leifafræðingur. Alstöð er mjög nákvæmt mælingartæki sem fornleifafræðingar nota. Vala telur að slíkt tæki komi þeim ekki til góða sem hafi tækið núna. „Þeir ná örugglega aldrei að selja þetta. Og ef það myndi ein- hver fornleifafræðingur kaupa þetta þá fréttir maður það nátt- úrulega strax,“ segir Vala. Vala hvetur þann eða þá sem voru að verki að skila mununum og þá verði engin eftirmál. - jhh Milljónatjón á Hringbraut: Stálu frá forn- leifafræðingum ALTÆKI Svona lítur altækið út sem þjóf- arnir stálu. LANDHELGISGÆSLAN Varðskipið Þór verður afhent Landhelgis- gæslunni formlega í dag. Skipið er smíðað í Síle og hafa fram- kvæmdir staðið yfir frá október árið 2007 og átti að afhenda skip- ið fyrir rúmlega einu ári. Jarð- skjálftinn öflugi sem reið yfir Síle í fyrra og flóðbylgjan sem fylgdi í kjölfarið töfðu verkið. Lagt verður af stað til Íslands næstkomandi þriðjudag. Gert er ráð fyrir að skipið komi í heima- höfn í Reykjavík hinn 26. október næstkomandi. - þj Nýtt skip hjá Gæslunni: Varðskipið Þór afhent í dag TILBÚINN TIL AFHENDINGAR Varðskipið Þór leggur af stað til Íslands á þriðjudag og er væntanlegt í höfn hinn 26. október. MYND/LANDHELGISGÆSLAN WASHINGTON BRICS-löndin svo- kölluðu, Brasilía, Rússland, Ind- land, Kína og Suður-Afríka, eru tilbúin til að tryggja Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum (AGS) og öðrum alþjóðlegum stofnunum fjármagn til að auka getu stofn- ananna til að bregðast við alþjóð- legu fjármálakrísunni. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar landanna héldu á ársfundi AGS og Alþjóða- bankans í Washington í gær. Þá kölluðu þeir eftir kröftugum aðgerðum til bjargar efnahags- batanum á Vesturlöndum. - mþl Ársfundur AGS í Washington: BRICS-löndin heita aðstoð Stöðva sjónvarpssendingar Aðalkjörstjórn Mið-Asíuríkisins Kirgisistans mun í næstu viku loka fyrir útsendingar erlendra sjón- varpsstöðva í landinu í aðdraganda forsetakosninga. Það er gert að sögn til að koma í veg fyrir að erlendar rásir hafi óeðlileg áhrif á kjörið. Kirgisar reiða sig að miklu leyti á rússneskar sjónvarpsstöðvar, en stjórnarand- staðan hefur kvartað undan því að þær geri upp á milli frambjóðenda. KIRGISISTAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.