Fréttablaðið - 23.09.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 23.09.2011, Blaðsíða 52
23. september 2011 FÖSTUDAGUR28 Miðasala í síma 563 4000 - www.gamlabio.is Frumsýnt í kvöld Frumsýnt í októberForsala miða hefst í dag Opnunarafsláttur út vikuna EITT FALLEGASTA LEIKHÚS REYKJAVÍKUR OPNAR Í KVÖLD GÓÐA SKEMMTUN Í VETUR! 28 menning@frettabladid.is Nemendaleikhús Listahá- skóla Íslands frumsýnir Á botninum eftir Maxim Gorkí í Smiðjunni í kvöld í leikstjórn Rúnars Guð- brandssonar. Rúnar Guðbrandsson leikstjóri leikritsins Á botninum segir leikrit Maxims Gorkí eiga brýnt erindi við samtímann, þrátt fyrir að vera rúmlega aldargamalt. „Sama hvernig veröldin þróast og tímarnir breytast eru alltaf einhverjir á botninum. Verkið sýnir heim hinna heimilislausu og þeirra sem hafa orðið útundan í harðri lífskjarabaráttu heims- ins.“ Leikritið, sem sýnt er í leik- gerð Megasar, verður frumsýnt í Nemendaleikhúsi Listaháskóla Íslands í kvöld og er fyrsta upp- færsla vetrarins af þremur hjá Nemendaleikhúsinu. „Leikritið er byggt upp af sterkum mannlýsingum og sam- skiptum ólíkra persóna. Hlut- verkin eru sautján talsins og er ekkert eiginlegt aðalhlutverk í sýningunni. Hlutverkin eru frem- ur jöfn og vegna fjölda þeirra fá mörg leikaraefnin að glíma við tvö mismunandi hlutverk,“ segir Rúnar. Útskriftarhópurinn telur tíu verðandi leikara. Þeir eru Hjört- ur Jóhann Jónsson, Kolbeinn Arn- björnsson, Olga Sonja Thoraren- sen, Ólöf Haraldsdóttir, Pétur Ármannsson, Saga Garðarsdóttir, Sara Margrét Nordahl, Sigurður Þór Óskarsson, Snorri Engilberts- son og Tinna Sverrisdóttir. Leikritið Na-dné, þýtt Á botn- inum, var frumsýnt í Listaleik- húsinu í Moskvu 18. desember 1902 í leikstjórn Konstantíns Stanislavskí. Á liðinni öld hefur verkið verið leikið reglulega um heim allan og verið útsett fyrir leiksvið, sjónvarp og hvíta tjaldið. Leikverkið hefur verið sett upp tvívegis af atvinnumönnum hér á landi. Fyrst í Þjóðleikhúsinu árið 1976, þar sem listrænir stjórnendur voru fengn- ir frá Sovétríkjunum. Sú sýning, í leikstjórn Viktors Strinzhov, þótti marka tímamót. Verkið bar þá heitið Náttbólið í þýðingu Halldórs Stefánssonar. Haustið 1995 setti Íslenska leik- húsið verkið á svið í Lindarbæ í leikstjórn Þórarins Eyfjörð. Þýð- ing var í höndum Megasar og verk- ið kallað Í djúpi daganna. Þar lét ný kynslóð íslenskra leikara að sér kveða, líkt og nú í uppsetningu Nemendaleikhússins. Björn Halldór Helgason sér um tónlist og hljóðmynd, Eva Signý Berger hefur umsjón með leik- mynd- og búningahönnun og Egill Ingibergsson annast lýsingu og tæknistjórn. Sýningin hefst klukk- an átta í kvöld í Smiðjunni, leik- húsi Listaháskólans við Sölvhóls- götu 13. hallfridur@frettabladid.is TÍU LEIKARAEFNI LIFA Á BOTNINUM RÚNAR GUÐBRANDSSON LEIKHÓPUR NEMENDALEIKHÚSSINS Verkið leggur áherslu á samskipti sterkra og ólíkra persóna, sem allar lifa á botninum. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 23. september 2011 ➜ Tónleikar 20.30 Bubbi Morthens heldur tónleika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Miðaverð er kr. 2.500. 21.30 Svissneska hljómsveitin Bluegrass Gang heldur tónleika á Café Rosenberg. Miðaverð er kr. 1.500. 22.00 Tónleikar með Pétri Ben og Eberg á Faktorý. Miðaverð er kr. 1.500. 22.00 Kvikmyndahátíðin Riff stendur fyrir tónleikum á Bakkusi, þar sem raf- tónlist og myndlist sameinast. Þeir sem koma fram eru Þóranna Björnsdóttir, Barbara Ellison, Sigtryggur Egilsson, Máni Sigfússon og hljómsveitin Stillupp- steypa. Aðgangur er ókeypis. 23.30 Hljómsveitin Vax heldur tónleika á Vesturslóð í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Miðaverð er kr. 1.200. ➜ Leiklist 19.00 Leikverkið Fjalla-Eyvindur er sýnt í Rýminu á Akureyri. Miðaverð er kr. 2.900. 19.00 Sýningin Hárið er sýnd í salnum Norðurljós í Hörpu. Miðaverð er kr. 3.950. 20.00 Leiksýningin Alvöru menn er sýnd í Austurbæ. Miðaverð er kr. 3.500. 22.00 Sýningin Uppnám með Pöru- piltum og tvíeykinu Viggó og Víóletta er sýnd í Þjóðleikhúskjallaranum. Miða- verð er kr. 2.900. ➜ Námstefna 13.00 Námstefnan Lærum og leikum með hljóðin er haldin á Grand Hóteli. Bryndís Guðmundsdóttur, talmeina- fræðingur, fjallar um undirbúning fyrir rétta hljóðmyndun og hvernig megi styrkja undirbúningsfærni fyrir lestur. Aðgangseyrir er kr. 7.500 en ókeypis aðgangur fyrir börn. ➜ Erindi 12.00 Dr. Rosa Balfour, fræðimaður og ráðgjafi við European Policy Centre í Brussel, heldur erindi í stofu 201 í Odda í Háskóla Íslands. ➜ Sýningar 10.00 Sýningin Sæta langa sumardaga, með verkum grafíska hönnuðarins Þór- dísar Claessen verður opnuð á Mokka. Sýningin mun standa til 20. október. ➜ Doktorsvörn 13.30 Erla Hulda Halldórsdóttir ver doktorsritgerð sína Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850 til 1903. Doktorsvörnin fer fram í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands. ➜ Kvikmyndir 22.00 Í tilefni kvikmyndahátíðarinnar Riff er myndin Dead Snow sýnd á Prikinu. Ókeypis aðgangur. ➜ Kvikmyndahátíð 14.00 Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, sýnir fjölda kvikmynda í Bíói Paradís. Nánari upplýsingar á riff.is. ➜ Tónlist 22.00 Plötusnúðurinn KGB þeytir skífum á Kaffibarnum. 22.00 DJ Atli Kanilsnúður spilar á Faktorý. 23.00 DJ Hashi stjórnar tónlistinni á Bakkus. 23.00 DJ Krúsi þeytir skífum á Prikinu. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Hönnuðurinn Yurko Gutsulyak heldur fyrirlestur í Opna listaháskólan- um, í stofu 113 í Skipholti 1. Fyrirlestur- inn er á ensku og eru allir velkomnir. 14.00 Hlynur Hallsson heldur fyrir- lestur sem ber titilinn Sýningarstjórn og samfélagsrýni í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akureyri. Aðgangur er ókeypis. ➜ Eldri borgarar 9.30 Korpúlfarnir, samtök eldri borgara í Grafarvogi standa fyrir sundleikfimi í Grafarvogssundlaug og listasmiðju á Korpúlfsstöðum sem hefst kl. 13.30. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR hefur verið ákveðið að framlengja sýningu Önnu Hallin og Olgu Bergmann í Kling og Bang galleríi um eina helgi. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 25. september. Anna og Olga deila sameiginlegum áhuga á þróunarkenningum, líffræði, erfða- fræði, vistkerfum og félagslegri hegðun og hafa allt frá árinu 2003 unnið verk og sýningar í samstarfi. Á sýningunni sem þær kalla Gárur eru óræðar postulínsverur í aðalhlutverki. Kling og Bang gallerí er til húsa að Hverfisgötu 42 og opið fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.