Fréttablaðið - 23.09.2011, Side 52

Fréttablaðið - 23.09.2011, Side 52
23. september 2011 FÖSTUDAGUR28 Miðasala í síma 563 4000 - www.gamlabio.is Frumsýnt í kvöld Frumsýnt í októberForsala miða hefst í dag Opnunarafsláttur út vikuna EITT FALLEGASTA LEIKHÚS REYKJAVÍKUR OPNAR Í KVÖLD GÓÐA SKEMMTUN Í VETUR! 28 menning@frettabladid.is Nemendaleikhús Listahá- skóla Íslands frumsýnir Á botninum eftir Maxim Gorkí í Smiðjunni í kvöld í leikstjórn Rúnars Guð- brandssonar. Rúnar Guðbrandsson leikstjóri leikritsins Á botninum segir leikrit Maxims Gorkí eiga brýnt erindi við samtímann, þrátt fyrir að vera rúmlega aldargamalt. „Sama hvernig veröldin þróast og tímarnir breytast eru alltaf einhverjir á botninum. Verkið sýnir heim hinna heimilislausu og þeirra sem hafa orðið útundan í harðri lífskjarabaráttu heims- ins.“ Leikritið, sem sýnt er í leik- gerð Megasar, verður frumsýnt í Nemendaleikhúsi Listaháskóla Íslands í kvöld og er fyrsta upp- færsla vetrarins af þremur hjá Nemendaleikhúsinu. „Leikritið er byggt upp af sterkum mannlýsingum og sam- skiptum ólíkra persóna. Hlut- verkin eru sautján talsins og er ekkert eiginlegt aðalhlutverk í sýningunni. Hlutverkin eru frem- ur jöfn og vegna fjölda þeirra fá mörg leikaraefnin að glíma við tvö mismunandi hlutverk,“ segir Rúnar. Útskriftarhópurinn telur tíu verðandi leikara. Þeir eru Hjört- ur Jóhann Jónsson, Kolbeinn Arn- björnsson, Olga Sonja Thoraren- sen, Ólöf Haraldsdóttir, Pétur Ármannsson, Saga Garðarsdóttir, Sara Margrét Nordahl, Sigurður Þór Óskarsson, Snorri Engilberts- son og Tinna Sverrisdóttir. Leikritið Na-dné, þýtt Á botn- inum, var frumsýnt í Listaleik- húsinu í Moskvu 18. desember 1902 í leikstjórn Konstantíns Stanislavskí. Á liðinni öld hefur verkið verið leikið reglulega um heim allan og verið útsett fyrir leiksvið, sjónvarp og hvíta tjaldið. Leikverkið hefur verið sett upp tvívegis af atvinnumönnum hér á landi. Fyrst í Þjóðleikhúsinu árið 1976, þar sem listrænir stjórnendur voru fengn- ir frá Sovétríkjunum. Sú sýning, í leikstjórn Viktors Strinzhov, þótti marka tímamót. Verkið bar þá heitið Náttbólið í þýðingu Halldórs Stefánssonar. Haustið 1995 setti Íslenska leik- húsið verkið á svið í Lindarbæ í leikstjórn Þórarins Eyfjörð. Þýð- ing var í höndum Megasar og verk- ið kallað Í djúpi daganna. Þar lét ný kynslóð íslenskra leikara að sér kveða, líkt og nú í uppsetningu Nemendaleikhússins. Björn Halldór Helgason sér um tónlist og hljóðmynd, Eva Signý Berger hefur umsjón með leik- mynd- og búningahönnun og Egill Ingibergsson annast lýsingu og tæknistjórn. Sýningin hefst klukk- an átta í kvöld í Smiðjunni, leik- húsi Listaháskólans við Sölvhóls- götu 13. hallfridur@frettabladid.is TÍU LEIKARAEFNI LIFA Á BOTNINUM RÚNAR GUÐBRANDSSON LEIKHÓPUR NEMENDALEIKHÚSSINS Verkið leggur áherslu á samskipti sterkra og ólíkra persóna, sem allar lifa á botninum. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 23. september 2011 ➜ Tónleikar 20.30 Bubbi Morthens heldur tónleika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Miðaverð er kr. 2.500. 21.30 Svissneska hljómsveitin Bluegrass Gang heldur tónleika á Café Rosenberg. Miðaverð er kr. 1.500. 22.00 Tónleikar með Pétri Ben og Eberg á Faktorý. Miðaverð er kr. 1.500. 22.00 Kvikmyndahátíðin Riff stendur fyrir tónleikum á Bakkusi, þar sem raf- tónlist og myndlist sameinast. Þeir sem koma fram eru Þóranna Björnsdóttir, Barbara Ellison, Sigtryggur Egilsson, Máni Sigfússon og hljómsveitin Stillupp- steypa. Aðgangur er ókeypis. 23.30 Hljómsveitin Vax heldur tónleika á Vesturslóð í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Miðaverð er kr. 1.200. ➜ Leiklist 19.00 Leikverkið Fjalla-Eyvindur er sýnt í Rýminu á Akureyri. Miðaverð er kr. 2.900. 19.00 Sýningin Hárið er sýnd í salnum Norðurljós í Hörpu. Miðaverð er kr. 3.950. 20.00 Leiksýningin Alvöru menn er sýnd í Austurbæ. Miðaverð er kr. 3.500. 22.00 Sýningin Uppnám með Pöru- piltum og tvíeykinu Viggó og Víóletta er sýnd í Þjóðleikhúskjallaranum. Miða- verð er kr. 2.900. ➜ Námstefna 13.00 Námstefnan Lærum og leikum með hljóðin er haldin á Grand Hóteli. Bryndís Guðmundsdóttur, talmeina- fræðingur, fjallar um undirbúning fyrir rétta hljóðmyndun og hvernig megi styrkja undirbúningsfærni fyrir lestur. Aðgangseyrir er kr. 7.500 en ókeypis aðgangur fyrir börn. ➜ Erindi 12.00 Dr. Rosa Balfour, fræðimaður og ráðgjafi við European Policy Centre í Brussel, heldur erindi í stofu 201 í Odda í Háskóla Íslands. ➜ Sýningar 10.00 Sýningin Sæta langa sumardaga, með verkum grafíska hönnuðarins Þór- dísar Claessen verður opnuð á Mokka. Sýningin mun standa til 20. október. ➜ Doktorsvörn 13.30 Erla Hulda Halldórsdóttir ver doktorsritgerð sína Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850 til 1903. Doktorsvörnin fer fram í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands. ➜ Kvikmyndir 22.00 Í tilefni kvikmyndahátíðarinnar Riff er myndin Dead Snow sýnd á Prikinu. Ókeypis aðgangur. ➜ Kvikmyndahátíð 14.00 Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, sýnir fjölda kvikmynda í Bíói Paradís. Nánari upplýsingar á riff.is. ➜ Tónlist 22.00 Plötusnúðurinn KGB þeytir skífum á Kaffibarnum. 22.00 DJ Atli Kanilsnúður spilar á Faktorý. 23.00 DJ Hashi stjórnar tónlistinni á Bakkus. 23.00 DJ Krúsi þeytir skífum á Prikinu. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Hönnuðurinn Yurko Gutsulyak heldur fyrirlestur í Opna listaháskólan- um, í stofu 113 í Skipholti 1. Fyrirlestur- inn er á ensku og eru allir velkomnir. 14.00 Hlynur Hallsson heldur fyrir- lestur sem ber titilinn Sýningarstjórn og samfélagsrýni í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akureyri. Aðgangur er ókeypis. ➜ Eldri borgarar 9.30 Korpúlfarnir, samtök eldri borgara í Grafarvogi standa fyrir sundleikfimi í Grafarvogssundlaug og listasmiðju á Korpúlfsstöðum sem hefst kl. 13.30. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR hefur verið ákveðið að framlengja sýningu Önnu Hallin og Olgu Bergmann í Kling og Bang galleríi um eina helgi. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 25. september. Anna og Olga deila sameiginlegum áhuga á þróunarkenningum, líffræði, erfða- fræði, vistkerfum og félagslegri hegðun og hafa allt frá árinu 2003 unnið verk og sýningar í samstarfi. Á sýningunni sem þær kalla Gárur eru óræðar postulínsverur í aðalhlutverki. Kling og Bang gallerí er til húsa að Hverfisgötu 42 og opið fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.