Fréttablaðið - 23.09.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.09.2011, Blaðsíða 16
16 23. september 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þú ert velkomin á Fræðslu og kaffifund Efni fundarins er: Kynning og síðan umfjöllun um muninn á sölukerfi fasteigna í USA og Íslandi og síðan verður fjallað um fjárfestignar í fasteignum í USA og hvað grundvallar lögmál á bakvið þá fjárfestingu. Fundurinn verður haldinn í Þingsal 3 á Icelandair Hótel Laugardaginn 24. september, Kl. 9.00 og er opinn öllum sem eru að huga að flutning til USA og/eða hafa áhuga á Fasteignamarkaðnum í USA. Fundurinn er í boði The Viking Team, Realty og mun Pétur Sigurðsson, Löggiltur Fasteignasali hafa framsögu á fundinum. The Viking Team, Realty www.TheVikingTeam.com www.Floridaeignir.is Petur@TheVikingTeam.com HALLDÓR Athyglisbrestur er ekkert til að skammast sín fyrir – þetta er ein- faldlega eiginleiki sem er hluti af mínu daglega lífi. Á stundum þvælist hann fyrir en oftar en ekki næ ég að nýta hann til góðs. Fyrir mig og aðra. Sumir dagar eru erfiðari, en með því að leita upplýsinga og haga mínum málum í sam- ræmi við það hefur mér tekist að fjölga þeim góðu. Á vondum degi er fátt betra en að grípa í hnakkadrambið á sjálfum sér, hlæja að allri vitleysunni og setja kúrsinn upp á nýtt. En ég er heppinn – á góða að og hef getað sótt mér þá aðstoð sem þurfti. Ekki eru allir í sömu sporum. Fordómar og vanþekking á málefninu eru ríkjandi og flestir vaða eld og brenni- stein á sinni vegferð. Sjálfur kýs ég ekki að líta á athyglis- brest – með eða án ofvirkni – sem sjúk- dóm eða röskun. En í því samfélagi sem við búum í er það oft eina leiðin til að fá aðstoð hins opinbera. Þau spor geta reynst þung og stutt er í fordóma – ekki síst í eigin huga. Við þessu þarf að bregðast. Samevrópsk ADHD-vitundar- vika sem nú stendur yfir er liður í þeirri vinnu. Með slag- orðunum „Athygli, já takk!“ vilja ADHD-samtökin leggja sitt af mörkum til að auka skiln- ing á málefninu og auðvelda einstaklingum með athyglis- brest og aðstandendum að sækja sér þá hjálp sem hver og einn þarfnast. Og einu má ekki gleyma: Staðreyndin er einfaldlega sú að athyglisbrestur – rétt eins og önnur „frávik frá norminu“ – er ekki frávik frá því eðlilega heldur eðlilegur hluti af flóru lífsins. Þess vegna hvet ég alla til að sækja málþing ADHD-samtakanna í Iðu föstu- daginn 23. september klukkan 13.00 (sjá t.d. www.adhd.is). Ég er með athyglisbrest – ég er heppinn ADHD Vilhjálmur Hjálmarsson leikari En ég er heppinn – á góða að og hef getað sótt mér þá aðstoð sem þurfti. Skemmubjörgunin Árni Johnsen er enn á ný kominn í deilur, nú vegna framkvæmda við Skálholt. Árni er mikill áhugamaður um endurreisn gamalla húsa, oftar en ekki í þeirri mynd sem honum finnst þau eiga að vera. Nú vill hann endurreisa Þorláksbúð, því er ekki úr vegi að rifja upp hvaða mannvirki var þar á ferð. Samkvæmt heimildum frá biskupsstaðnum sjálfum segir að húsið hafi verið skemma, en fyrir hafi komið að það hafi verið notað til embættisgjörða í tíð Ögmundar bisk- ups Pálssonar, er dómkirkjan brann. Það var og. Kannski mun Árni reisa fleiri skemmur á svæðinu, en vonandi í þökk allra. Hva! Skitin 10 prósent! Menn meta hlutina misjafnlega og ekki leggja allir sama skilning í hvaða fjárupphæðir skipta máli. Þannig finnst formanni VR, Stefáni Einari Stefánssyni, ekki tiltökumál að veita 10 prósenta afslátt. „Enda er afslátturinn svo lítill að hann skiptir næstum engu máli,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Líklega finnst einhverjum að 10 prósenta afsláttur skipti bara allmiklu máli. Þeir eru kannski á lægri launum en formaður VR. Höldum jákvæðninni „Við teljum enga ástæðu til þess að endurskoða hagspá okkar. Því ef hún gengur eftir verður Ísland eitt þeirra landa á Vesturlöndum sem verða með hvað mestan hagvöxt.“ Þetta sagði Már Guðmundsson seðla- bankastjóri þegar hann tilkynnti að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 4,5 prósentum. Þetta er lofsvert viðhorf hjá bankastjóranum. Hvers vegna að hætta við svona jákvæða spá þegar allt verður í himnalagi gangi hún eftir? Það er komið nóg af neikvæðum hagspám. kolbeinn@frettabladid.is Þ egar Guðmundur Steingrímsson gekk úr Framsóknar- flokknum á dögunum sagðist hann myndu láta reyna á að stofna „frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk“. Nú hefur komið í ljós hvernig Guðmundur ætlar að fara að þessu. Hann hefur upplýst að hann eigi í viðræðum við Bezta flokkinn, sem vann mikinn sigur í borgarstjórnarkosning- unum í Reykjavík í fyrravor, um að stofna til framboðs á landsvísu. Nýleg skoðanakönnun bendir til að Bezti flokkurinn gæti fengið stuðning frá allt að fimmtungi kjósenda ef hann byði fram til Alþingis. Í greiningu á niðurstöðunum vantar reyndar hversu margir af þeim, sem ekki geta hugsað sér að styðja neinn annan flokk, séu tilkippilegir kjósendur Bezta flokksins. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var fyrir stuttu treysti helmingur svarenda sér ekki til að nefna stjórnmálaflokk sem þeir styddu. Líklegt má telja að rétt eins og í borgarstjórnarkosningunum sé það fyrst og fremst fólk sem er komið með ógeð á öllum hinum flokkunum sem er til í að styðja framboð sem varð til sem brandari. Það er þess vegna ekki slæm uppástunga að nefna þingframboðið eftir hljómsveit sem Guðmundur Steingrímsson var einu sinni í, Skárra en ekkert. Er þessi fimmtungur kjósenda fólkið sem vill frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk? Það er alls- endis óvíst. Málflutningur Bezta flokksins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar fól ekki í sér neina stefnu í mörgum stórum hags- munamálum borgarbúa. Flokkurinn var frekar kosinn út á eins konar and-pólitík; að lýsa frati á alla pólitík og lofa að hafa bara skemmtilegt. Svo er önnur saga hvernig það hefur tekizt. Sumt er skemmti- legt hjá Bezta flokknum. Borgarstjórinn heldur oft skemmtilegar ræður. Sumt af því sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefur bryddað upp á er líka skemmtilegt, til dæmis skreytingar og uppákomur á torgum miðbæjarins í sumar. Ekki er hægt að útiloka að einhverj- um þyki líka fyndið að rækta punt og illgresi á opnum svæðum í borginni og leyfa veggjakrotinu að standa. En í stóru, mikilvægu málunum hefur Bezti flokkurinn ekkert nýtt fram að færa. Í glímunni við fjárhagsvanda borgarinnar hefur verið farin gamal- kunnug og heldur óskemmtileg leið skattahækkana annars vegar og hins vegar illa úthugsaðra sameininga menntastofnana, sem hafa engum sparnaði skilað sem máli skiptir en nógum leiðindum og óþægindum. Ímynd gamla fjórflokksins er afleit þessa dagana og batnaði sízt þegar Alþingi breyttist í tilraunaleikhús áhugamanna á haust- þinginu. Þá finnst einhverjum sjálfsagt betra að kjósa listamenn sem hafa notið velgengni og fengið góða dóma eins og Guðmund og nýju vini hans í Bezta flokknum. Einhver hluti kjósenda sem telur sig á miðju stjórnmálanna og hefur áhuga á raunverulegri pólitík verður hins vegar áfram mun- aðarlaus. Gatið á miðjunni blífur og bíður þess að einhver annar en Guðmundur Steingrímsson fylli það. Guðmundur og Bezti flokkurinn munu ekki fylla gatið á miðju stjórnmálanna: Skárra en ekkert? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.