Fréttablaðið - 23.09.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 23.09.2011, Blaðsíða 33
KYNNING − AUGLÝSING vítamín og bætiefni23. SEPTEMBER 2011 FÖSTUDAGUR 3 „Það eru forréttindi að vinna hjá fyrirtæki sem lætur jafn vel til sín taka í heilbrigðis- og umhverfismálum,“ segir Þórarinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Heilsu ehf., sem sérhæfir sig í framleiðslu, innflutningi og dreifingu meðal annars á heilsutengdum vörum. Heilsa ehf. er tæplega fjörutíu ára, stofnað af Erni Svavars-syni, frumkvöðli og heilsu- gúrú, og því elsta starfandi fyrir- tæki á Íslandi sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu á lífræn- um matvörum, jurtum, fæðubót- arefnum, vistvænum snyrtivörum og hreingerningarvörum, ásamt því að framleiða eigin bætiefni, vítamín og matvöru undir merkj- um Heilsu. Þórarinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Heilsu, segir það forréttindi að vinna hjá fyrir- tæki sem láti jafn vel til sín taka í heilbrigðis- og umhverfismálum. „Ekki verður annað sagt en að góð samviska fylgi því að vinna hjá fyrirtæki sem er jafn umhug- að um umhverfið og heilsufar fólks og Heilsa. Fyrirtæki sem leggur jafn mikið upp úr gæðum og býður matvöru sem er næstum öll líf- rænt vottuð og vítamín sem eru annað hvort lífræn eða náttúruleg, án auk- og rotvarnarefna. Og úr- valið svo gott að séð er fyrir helstu nauðsynjum heimilanna,“ segir Þórarinn og tekur sem dæmi vít- amín sem Heilsa framleiðir sjálft. „Það er gaman að geta þess að Heilsa hefur, í samstarfi við viður kennda aðila í Bandaríkjun- um, framleitt vítamín og fæðu- bótarefni undir eigin merkjum í áratugi; allt frá hefðbundnum vít- amínum, A, B, C, D og E auk stein- efna og steinefnablöndu. Jafn- framt gerum við sérhæfðar blönd- ur fyrir liðina, konur á meðgöngu og breytingaskeiði svo eitthvað sé nefnt. Uppskriftir og umgjörð byggja á íslensku hugviti, íslensk löggjöf og strangt eftirlit liggur til grundvallar framleiðslunni og allt saman hæfilega skammtað fyrir fólk á norðlægum slóðum,“ upp- lýsir hann og telur að flestir ættu að kannast við vörumerkið, enda sé „guli miðinn“ eitt mest selda vítamínið á Íslandi í dag. „Meðal annars vegna þess að gæðin eru nákvæmlega eins og þau gerast mest á markaði en verð- ið betra. Svo fást vörurnar í öllum helstu apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum á landinu. En með góðu verði og dreifingu leggj- um við ríka áherslu á að allir geti keypt vörur merktar Heilsu gula miðanum, sjáðu til, og geti þannig átt kost á að bæta eigin heilsu. Góð heilsa á ekki að vera for réttindi heldur allra,“ tekur Þórarinn skýrt fram. BESTU MERKIN Á MARKAÐI Heilsa ehf. flytur líka inn, selur og dreifir fæðubótarefnum frá fjölda viðurkenndra aðila. „Við erum stolt af því að vera með mörg af flottustu merkjunum í dreifingu,“ segir Þórarinn og nefnir nokkur til sögunnar. „Solaray framleiðir vítamín sem eru með þeim vönduðustu sem fást í dag. Þeir eru mjög dugleg- ir að koma með nýjustu efnin og eru hreinar jurtir í belgjunum, án allra aukefna og vítamínin þannig úr garði gerð að þau eru auðveld til upptöku við meltingu. Nature’s Plus er svo annað merki sem leggur líka höfuð- áherslu á gæði. Frá því kemur sér- stök vítamínlína fyrir börn sem heitir Animal Parade og hefur slegið í gegn hjá yngstu kynslóð- inni þar sem töflurnar eru í lag- inu eins og dýr og með eindæmum bragðgóðar, enda er uppistaðan í þessari framleiðslu vítamín unnin úr heilli fæðu. Þá má ekki gleyma Udo‘s Choice sem framleiðir olíublöndur sem henta vel til að viðhalda fitusýru- forða líkamans og eru tilvaldar í heilsudrykki eða út á salatið. 100 prósent lífrænar, kald pressaðar olíur, lausar við hveiti, mjólkur- vörur, ger og erfðabreytt inni- haldsefni. Svo eru þær auðvitað ótrúlega hollar og góðar.“ Að sögn Þórarins kappkostar Heilsa ehf. líka að eiga í góðu sam- starfi við innlenda framleiðend- ur en þar má nefna Saga Medica, Sóley Organics, Móðir Jörð, Villi- mey og Önnu Rósu grasalækni. „Svo þykir okkur sérstaklega vænt um, að eftir helgi munum við hefja dreifingu á vörum frá Sólheimum í Grímsnesi, chutney, salsa sósu, gulrótar marmelaði, kökum og varasalva til að byrja með.“ Í lokin er ekki úr vegi að spyrja framkvæmdastjórann hvort hann hugi samviskusamlega að eigin heilsu. „Ég verð nú að viðurkenna að ég gerði það ekki nógu mikið í byrjun, þegar ég tók við sem framkvæmdastjóri hér árið 2006. Það gerðist smám saman eftir að ég fór að vinna hérna enda ekki annað hægt en að smitast af áhuga þessa skemmtilega fólks sem ég starfa með,“ segir hann bros- andi og upplýsir að hann reyni að borða hollan mat í jöfnum hlutföll- um, grænmeti, holla fitu og pró- tein, en minna af kolvetnum. „Og vítamín in og bætiefnin eru auðvi- tað á sínum stað; Fjölvítamín frá Solaray (Spektro), kalk, magn- esíum og sink frá Solaray, sér- lega mikið af D vítamíni frá Nat- ure‘s Plus, Original Arctic Root og Multidophilus meltingargerlar frá Heilsu og ekki má gleyma lífs- nauðsynlegum fitu sýrum frá Udo‘s Choice.“ Góð heilsa ekki forréttindi „Við erum stolt af því að vera mörg af flottustu merkjunum í dreifingu,“ segir Þórarinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Heilsu ehf. MYND/ANTON FITUSÝRUR Heilinn er 60 prósent fita og þess vegna er nauðsynlegt að borða mikið af hollri fitu til að hann starfi eðlilega. Auk þess hafa rannsóknir sýnt fram á að omega 3 fitusýrur eru nauðsynlegar til að við- halda heilbrigðu hjarta og æðakerfi. Fitusýrur og önnur góð fita er nauðsynleg fyrir til dæmis húð, hár og liði. Udo’s 3°6°9 olíublandan er sérvalin blanda náttúrulegra, óunninna, lífsnauðsynlegra fitusýra sem bragðast vel og bera keim af rjóma og hnetum. Innihaldið er ferskar, óunnar og lífrænar hörfræja-, sesam- og sólblómaolíur ásamt kvöldvorrósarolíu og hrísgrjóna- og hafrafræsolíum, sem tryggja hámarksnæringu í minnsta mögulega magni. Olíublandan inniheldur einnig óerfðabreytt sojalesitín sem aðstoðar við meltingu olíanna og hjálpar til við byggingu frumuhimna. MELTINGARGERLAR ● Viðhalda góðri meltingu með því að koma jafnvægi á þarmaflóruna. ● Mikilvægir til að viðhalda sterku ónæmis- kerfi. ● Veita okkur vörn gegn sveppasýk- ingum. ● Nauðsyn- legir með og eftir sýklalyfjanotkun. ● Multidophilus Forte er breiðvirk probiotic-blanda sem inniheldur 10 milljarða virkra gerla. Mælt er með einu hylki á dag til að viðhalda góðri þarmaflóru. STREITA OG KVÍÐI Original Arctic Root, burnirót, hefur áhrif á taugakerfið með því að auka mótstöðuafl gegn streitu og þreytu. Hún hjálpar líkam- anum að öðlast meiri aðlögunarhæfni, svo að líkaminn bregðist við streitu á jákvæðari hátt, og minnkar skaðleg áhrif af völdum hennar. Original Arctic Root inniheldur mikið magn af burnirótarkrafti sem er sá eini sem hefur verið rannsakaður og verið fjallað um í alþjóðlegum vísindatímaritum. Arctic root virkar á nokkrum klukkustundum. Gott er að taka hana að jafn- aði til að viðhalda góðu jafnvægi. D3 VÍTAMÍN 30 MCG SOLARAY Nýja D-vítamínið frá Solaray er framleitt fyrir danska markaðinn og inniheldur 30 mcg af D-3 vítamíni. Rannsóknir hafa sýnt að almenningur er ekki að fá nægilegt D- vítamín í gegnum fæðu eða sólarljós. Til að fá nægjanlegt D-vítamín í kroppinn þurfum við að taka inn bætiefni. Skiptar skoðanir eru á því hversu mikið magn fólk skuli taka af D-vítamíninu en miðað við nýjar rannsóknir eru ráðlagðir dagskammtar í flestum tilfellum of lágir. Talið er að D-3 vítamín hafi jákvæð áhrif á heil- brigði ónæmiskerfisins, styrki vöðvamyndun, hafi áhrif á þroska og hormónaframleiðslu og hjálpi gegn þunglyndi. Skortur á þessu vítamíni getur verið orsök verkja, taugaverkja, örþreytu og „heilaþoku“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.