Fréttablaðið - 23.09.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.09.2011, Blaðsíða 12
23. september 2011 FÖSTUDAGUR12 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu N ýlega birtust tvær fréttir um stöðu kvenna á Íslandi. A n n a r s vega r kemur Ísland best út í könnun News- week á stöðu kvenna í hverju landi og hins vegar er ljóst að launamunur milli kynjanna er að aukast á ný. Hvernig horfa þessi mál við þér? Við höfum raunar verið að mæl- ast best í heimi varðandi jafn- rétti kynjanna, til dæmis hjá World Economic Forum þar sem við erum búin að vera efst í tvö ár, þannig að það kemur ekkert á óvart. Það sem þessar kannan- ir sýna í raun er hvað ástandið er slæmt annars staðar. Það veit hamingjan að þegar maður heyr- ir frá öðrum löndum, sérstaklega utan Evrópu eða í Austur-Evr- ópu, getum við prísað okkur sæl yfir þeim árangri sem hér hefur náðst. En hann hefur líka náðst vegna mikillar baráttu og það má ekki gleymast. Það er langt í frá að það hafi komið af sjálfu sér. Hins vegar eigum við enn við ákveðin vandamál að stríða líkt og aðrar þjóðir. Varðandi launamun kynjanna verður það hins vegar að viður- kennast að okkur hefur mistekist í þeirri glímu. Þetta er þó svipað og hefur verið að gerast víðar í heiminum. Á ráðstefnu sem ég sótti nýlega í Brussel var farið yfir helstu áherslur Evrópusambandsins í jafnréttismálum og það er verið að einblína á launamun, sem er nú um 17 prósent innan þess og hefur verið vaxandi. En ESB-ríkin eru líka að reyna að auka atvinnuþátttöku kvenna og líta til Norðurlandanna sem hafa náð þessu marki, sérstaklega með því að byggja upp félagslega þjónustu líkt og leikskóla, sam- felldan skóladag, máltíðir í skólum og síðast en ekki síst fjölskyldu- og fæðingarorlof. Önnur lönd standa líka frammi fyrir annars konar vandamálum tengdum atvinnu- og fjölskyldu- lífi, vegna þess að þau sjá fram á fólksfækkun. Það veltir upp þeirri spurningu hverjir eigi að halda uppi kerfinu í framtíðinni og hvernig megi sporna við fækk- uninni. Gamla svarið við þeirri spurningu var jafnan að senda konurnar aftur inn á heimilin, en það gengur ekki lengur. Í ástandi þar sem konur þurfa að velja á milli þess að vera á vinnumarkaði eða eiga börn, velja margar fyrri kostinn. Okkar vandi hér á Íslandi er sá að við vorum búin að koma okkur upp fæðingarorlofskerfi, en eftir hrunið hefur þurft að skera niður hámarksgreiðslur þrisvar sinn- um. Það bitnar bæði á konum og körlum. Margar konur verða líka fyrir launaskerðingu við að eign- ast börn og vegna þess að feður eru yfirleitt með hærri laun en mæður, eru það yfirleitt þeir sem skera niður sitt orlof og mæðurnar verða lengur heima. Því fyrr sem hægt er að bæta úr þessu á ný, því betra vegna þess að þegar að því kemur er mögulegt að við þurf- um að fara að berjast aftur við að breyta hugarfari til að hvetja feður til að taka sitt orlof. Sitjandi ríkisstjórn hefur lagt mikla áherslu á jafnréttismál. Eru það vonbrigði að sjá neikvæða launaþróun á hennar vakt? Auðvitað eru alltaf vonbrigði að fá svona bakslag, en það var fyrir- séð að niðurskurðurinn í ríkisfjár- málum gæti haft þessar afleiðing- ar. Það var tekist hart á um hvort ætti að stytta tímann í fæðingar- orlofi eða lækka upphæðir. Það var svo ákveðið að lækka upp- hæðirnar til að raska ekki kerfinu, því auðveldara yrði að hækka þær þegar að því kæmi. Á ráðstefnunni í Brussel skynj- aði ég almennan ótta við krepp- una í löndum Evrópu og töluverð umræða var um hvort ætti að skera niður eða auka framlög. Það er ástæða til að setja spurn- ingarmerki við hagfræðina um að skera niður, en minn skilningur var sá að stjórnvöld hér hafi orðið að skera niður útgjöld að forskrift AGS. Hvert er þá næsta takmarkið í jafnréttisbaráttu hér á Íslandi? Ég hlustaði nýlega á konu frá Quebec í Kanada sem kynnti lög um launajafnrétti sem virka mjög vel. Þar koma að borðinu fulltrú- ar frá atvinnurekendum, verka- lýðshreyfingunni og stjórnvöld- um sem setja fyrirtækjum reglur og tímaramma til að framfylgja þeim. Hluti af þessu kerfi er að kort- leggja stöðu fyrirtækis og setja í gang starfsmat innan þess þar sem hver staða er metin, algjör- lega óháð kyni viðkomandi starfs- manns. Það er þekkt staðreynd að störf þar sem konur eru í meiri- hluta hafa verið til færri fiska metin og vandinn er einmitt að fá þau endurmetin. Hér á landi hefur verið tregða við að beita starfs- mati hjá ríkinu og almennt, jafnvel þótt sú aðferð hafi skilað árangri, til dæmis hjá mörgum sveitarfé- lögum. Það er afar mikilvægt að umönn- unarstörf, sem dæmi, verði metin að verðleikum. Sérstaklega með tilliti til framtíðarinnar þar sem erfitt mun reynast að fá fólk í þessi störf ef þau verða áfram svo illa launuð en þau eru gríðarlega mik- ilvæg. Svo þarf líka að endurhugsa margt í þessum málum, til dæmis að þó að einhverjar stéttir neðar- lega í stiganum hækki í launum þarf það ekki að þýða að allir þar fyrir ofan fari upp um þrep. Hluti af jafnréttisumræðunni hefur snúist um kynjakvóta í ráðn- ingarmálum. Sýnist þér von á sátt um slíkt hér á landi? Það er þegar búið að samþykkja lög um kynjakvóta í stjórnum fyr- irtækja með 50 starfsmenn og fleiri. Þau ganga í gildi árið 2013 og er verið að undirbúa kynn- ingu á þessum lögum. Kvótar sem þessir eru þó ekki nema tæki til að þrýsta á um að jafna stöðuna. Það hefur sýnt sig trekk í trekk með rannsóknum að það er ekki skyn- semi sem ræður för í ráðninga- málum eða við stjórn fyrirtækja. Þó að fólki sé sagt að jöfn kynja- hlutföll í stjórnum fyrirtækja skili sér í betri rekstri, meiri hagnaði, betri starfsanda og bættri ímynd fyrirtækja, gerist samt ekki neitt því tregðulögmálin eru einfald- lega svo sterk og karlar halda fast í valdataumana. Nú hefur þú unnið að jafnréttis- málum í áraraðir, er orðið lengra á milli stórra sigra í baráttunni síð- ustu ár? Það eru nú 35 ár síðan ég byrj- aði í þessum málum og kom inn í Rauðsokkuhreyfinguna, en undan- farin ár hafa náðst margir merki- legir áfangar. Þar má kannski helst nefna þessa miklu fjölgun kvenna á Alþingi, en svo má líka minnast á ný lög um bann við kaupum á vændi, bann við nektar- dansstöðum og fleira sem tengist vændi og mansali og svo fyrrnefnd lög um kynjakvóta í stjórnum fyrir tækja. Þá er líka búið að sam- þykkja nýja framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum og verið að end- urskoða framkvæmdaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi þannig að það er töluverð vinna í gangi í jafn- réttismálum þó að kannski sé ekki neitt nýtt í umræðunni. Það er margt að gerast. En svo fær maður svona högg í andlitið eins og með þróun launamunar kynjanna. Þannig að það brenna enn mörg mál á jafnréttishreyfingunni? Já, en það sem er einn af okkar styrkleikum er að við höfum mjög lifandi kvennahreyfingar og það höfum við umfram aðrar þjóðir. En það er þannig að stundum vinnast sigrar og stundum kemur bakslag. Barátta kvenna fyrir jafnri stöðu og tækifærum hefur staðið í 140 ár hér á Íslandi. Þetta eru þjóðfélagsbreytingar sem taka sinn tíma. Er þá fullnaðarsigur í augsýn? Það er sennilega ansi langt í það, enda þarf þá hugarfarsbyltingu. Svo eru það viðhorfin undir yfirborðinu, líkt og allt það sem grasserar á netinu og í öfgahóp- um til hægri þar sem kvenfyrir- litning er afar ríkjandi. Svo er það ekki síst þessi hrikalega klámvæð- ing og ranghugmyndir um hvernig megi fara með aðrar manneskjur. Þannig að það er alveg ljóst að í jafnréttismálum eru fjölmargar nýjar ógnir sem þarf að takast á við. Jafnrétti er langtímabarátta Jafnrétti kynjanna er enn og aftur komið í umræðuna hér á landi. Meðal annars kom Ísland best út í könnun Newsweek yfir aðstæður kvenna í samfélaginu, en hins vegar kom einnig í ljós að óskýrður launamunur kynjanna hefur aukist á ný. Þorgils Jónsson ræddi við Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, um stöðu jafnréttisbaráttunnar. JAFNRÉTTISBÁRÁTTAN STENDUR ENN SEM HÆST Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir leitt að bakslag hafi komið í baráttuna við launamun kynjanna, en jafnrétti sé langtímabarátta. Hún segir að margt hafi þegar unnist hér á landi en sífellt séu nýjar ógnir til að takast á við. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Stundum vinnast sigrar og stundum kemur bakslag. Bar- átta kvenna fyrir jafnri stöðu og tækifærum hefur staðið í 140 ár hér á Íslandi. Þetta eru þjóðfélagsbreytingar sem taka sinn tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.