Fréttablaðið - 24.09.2011, Síða 30
24. september 2011 LAUGARDAGUR30
V
ið Íslendingar stærum
okkur gjarnan af sér-
stöðu lands og þjóð-
ar. Fátt þykir betra
en að skara fram úr
nágrannaríkjunum.
Ísland á þó eitt met sem sjaldnast er
notað til að slá um sig með á manna-
mótum, en það er Norðurlandametið
í málþófi þingmanna.
Eins og landsmenn urðu varir
við í lok septemberþings, einu sinni
sem oftar, eiga þingmenn í minni-
hluta það til að taka mál sem meiri-
hlutinn hefur mikinn áhuga á að nái
fram að ganga áður en þingi er slitið
í nokkurs konar gíslingu.
Málþóf er merkilega gagnsætt
orð yfir þetta fyrirbæri. Þingmenn
í stjórnarandstöðu koma þá í pontu
og halda eins langar ræður og þeir
komast upp með. Nú síðast voru
það þingmenn Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks sem börðust
gegn breytingum á stjórnarráðinu,
en allir flokkar sem sæti eiga á
Alþingi hafa staðið fyrir málþófi á
undanförnum árum.
Það er enginn vafi á að Íslending-
ar eiga Norðurlandamet í þessari
íþróttagrein þingmanna. Ástæðan
er ekki atgervi íslenskra þingmanna
almennt, heldur frekar sú að þing-
menn nágrannalandanna stunda
ekki þessa íþróttagrein.
Það er grundvallarmunur á
umræðuhefðinni á Alþingi annars
vegar og á þjóðþingum Danmerkur,
Noregs, Svíþjóðar og Finnlands hins
vegar, segir Helgi Bernódusson,
skrifstofustjóri Alþingis.
Á hinum Norðurlöndunum líta
þingmenn svo á að umræður í
þinginu eigi að endurspegla mis-
munandi skoðanir á málum, en
sætta sig við að meirihlutinn ráði
framgangi mála. Hér virðast þing-
menn hins vegar líta á þingsalinn
sem nokkurs konar hnefaleikahring
þar sem markmiðið virðist stundum
vera frekar að koma höggi á and-
stæðinginn en að standa fyrir mál-
efnalegri umræðu.
„Þessu þarf að breyta. Það þarf
tvo til, stjórnarandstaðan verður að
virða meirihlutann og stjórnarliðið
verður að fara fram af varkárni og
skynsemi,“ segir Helgi.
Einu sinni málþóf í Finnlandi
Í sumum Norðurlandanna hafa þing-
menn sett sér reglur um þingsköp
sem koma í veg fyrir að stjórnar-
andstöðuþingmenn ræði mál út í hið
óendanlega í þeim tilgangi að tefja
framgang þeirra í þinginu. Í öðrum
hefur ekki verið talin þörf á því,
enda dettur þingmönnum þar ekki
í hug að beita málþófi gegn meiri-
hluta þingsins.
Í finnsku stjórnarskránni er
ákvæði um að þingmenn hafi óskor-
aðan rétt til að tjá sig eins oft og
lengi og þeir telji sig þurfa. Þar er
hins vegar í gildi nokkurs konar
heiðursmannasamkomulag um að
eyða ekki tíma þingsins í óþarfa, og
takmarka ræðutíma.
Finnskir þingmenn hafa, eftir því
sem næst verður komið, aðeins einu
sinni beitt málþófi til að tefja mál.
Það var árið 1994, nokkrum dögum
fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um
inngöngu landsins í Evrópusam-
bandið. Þá ætlaði meirihlutinn að
keyra í gegn lagabreytingar, en
minnihlutinn vildi sjá niðurstöðu
þjóðaratkvæðagreiðslunnar fyrst.
Þingfundur stóð þá óslitið í þrjá
og hálfan sólarhring, þar til eftir
þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Í Danmörku hafa þingmenn í
minnihluta ekki möguleika á að
stunda málþóf, en þeir hafa annan
neyðarhemil til að stöðva umdeild
mál. Þriðjungur þingmanna getur
krafist þess að ákveðið mál sé sett
í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú heim-
ild hefur ekki verið misnotuð, enda
átta þingmenn sig á því að þarna er
um neyðarúrræði að ræða og beiting
þess getur snúist illilega í höndum
þeirra sem ofnota það.
Vopn á lokametrum þingsins
Hér á landi hefur verið litið á mál-
þóf sem valdatæki stjórnarandstöð-
unnar. Þessu vopni hefur iðulega
verið beitt á lokametrum þings til að
tefja umdeild mál, í þeim tilgangi að
þvinga meirihlutann til að semja við
formenn stjórnarandstöðuflokkanna
um málalyktir.
Íslenskir þingmenn voru þar til
fyrir fjórum árum áberandi lang-
orðir í umræðum um umdeild mál
á lokametrum þingsins. Ræðutími
einstakra þingmanna var í mörgum
tilvikum ekki mældur í mínútum
heldur klukkustundum, og sumir töl-
uðu þar til þeir neyddust til að sinna
kalli náttúrunnar.
Þetta er nú liðin tíð. Þingmenn
hafa ekki lengur ótakmarkaðan
ræðutíma í annarri og þriðju
umræðu, eins og áður var. Þingsköp-
um var breytt með lögum árið 2007
í samvinnu allra flokka annarra en
Vinstri grænna.
Markmiðið með breytingu á þing-
sköpum sem gerð var árið 2007 var
ekki að koma í veg fyrir að þing-
menn gætu haldið uppi málþófi segir
Sturla Böðvarsson, sem var forseti
Alþingis árið 2007.
„Markmiðið með takmörkununum
var að skapa umræður en koma í veg
fyrir einræður,“ segir Sturla. Með
því að stytta ræðurnar, en takmarka
ekki fjölda þeirra, hafi verið ætlunin
að gera umræður í þinginu að rök-
ræðum milli þingmanna, ekki ein-
ræðum sem enginn hlustaði á annar
en forseti þingsins, eða sá varafor-
seti sem sæti í forsæti í það skiptið.
„Það hafði engan tilgang að leyfa
einum þingmanni að tala allan dag-
inn. Ég er sannfærður um að eftir
þessa breytingu urðu umræðurnar á
þinginu markvissari og efnislegri,“
segir Sturla.
Meðal þess sem breyttist var að
þingmenn geta eftir breytingarn-
ar í auknum mæli veitt andsvör við
ræðum annarra þingmanna. Þannig
geta þingmenn svarað því sem upp
kemur í ræðu þingmanns strax og
henni lýkur, í stað þess að bíða með
að svara þar til röðin kemur að þeim
á mælendaskrá, gjarnan nokkrum
klukkustundum seinna.
Verða ekki langlífir í þinginu
Þingmenn stjórnarandstöðuflokk-
anna hafa nýtt sér möguleikann á
að veita andsvör óspart til að auð-
velda sér að halda uppi málþófi um
umdeild mál. Nýjasta dæmið eru
umræður um breytingu á stjórnar-
ráðinu fyrir nokkrum dögum. Þar
fóru þingmenn stjórnarandstöð-
unnar ítrekað í andsvör við ræðum
samherja.
Sama var uppi á teningnum
í umræðum um Icesave-málið
haustið 2009. Eins og Fréttablaðið
greindi frá meðan á umræðunum
stóð skipulögðu þingmenn stjórnar-
andstöðunnar málþófið í þaula. Þeir
útbjuggu nokkurs konar stundar-
skrá þar sem fram kom hvenær
hvaða þingmaður ætti að tala, og
hverjir af samherjum hans myndu
veita honum andsvör. Þingmennirnir
ákváðu með öðrum orðum að veita
andsvör við ræðu sem þeir höfðu
ekki heyrt.
Sturla segir þessa hegðun ekki í
samræmi við það sem lagt hafi verið
upp með þegar lögum var breytt og
ræðutími þingmanna takmarkaður.
„Endalaus andsvör þar sem menn
fara upp til þess eins að tefja er
bara til að skemma fyrir. Það er mín
trú að þeir þingmenn sem misnota
ræðustól þingsins verði ekki lang-
lífir í þinginu.“
Klækjastjórnmálin komust svo
á enn hærra stig í umræðum um
breytingar á stjórnarráðinu á
nýloknu þingi. Þá kom það fyrir að
þingmenn stjórnarflokkanna ósk-
uðu eftir að veita andsvör við ræðum
stjórnarandstæðinga í þeim eina til-
gangi að koma í veg fyrir að aðrir
stjórnarandstæðingar fengju að
veita andsvör. Þegar til kom féllu
stjórnarliðarnir svo frá því að svara,
en þá var orðið of seint fyrir stjórn-
arandstæðinga að óska eftir að veita
andsvör.
Þingmanni leiðist þófið
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, hefur í tvígang
lagt fram frumvarp um breytingar
á þingsköpum Alþingis sem myndu
meðal annars koma í veg fyrir mál-
þóf. Það hefur hingað til verið svæft
í nefnd, eins og oft gerist með þing-
mannafrumvörp.
Í frumvarpinu er lagt til að forseti
Alþingis ákveði hversu langan tíma
þingið skuli taka í að ræða hvert
mál. Þeim tíma verði svo skipt milli
flokka í hlutfalli við þingstyrk. Í
greinargerð með frumvarpinu segir
að á móti því að fella út möguleika á
málþófi mætti styrkja stjórnarand-
stöðuna, til dæmis með því að hluti
formanna nefnda kæmi úr hennar
röðum, og að minnihluti þings geti
knúið á um að umdeild mál fari í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þó að frumvarp Sivjar hafi ekki
náð fram að ganga hingað til segist
hún hvergi af baki dottin og ætlar
að leggja það fram enn á ný á kom-
andi haustþingi. Hún segist skynja
að stuðningur við efni frumvarpsins
aukist sífellt í þinginu.
Norðurlandameistarar í málþófi
Þrengt hefur verið að möguleikum þingmanna til að stunda málþóf með nýlegum breytingum á þingsköpum. Brjánn Jónasson
rýndi í þrengri reglur um ræðutíma og komst að því að þær hafa síður en svo slegið vopnin úr höndum þingmanna í minnihluta.
Sitjandi ráðherrar fara þó varlega í að gagnrýna málþóf stjórnarandstöðunnar enda tveir methafar í ræðulengd í þeirra hópi.
METIÐ SLEGIÐ Ekki voru alltaf margir í þingsalnum þegar málþófsmetið var slegið í umræðum um Icesave-málið. Þingmenn
ræddu málið í samtals 135 klukkustundir. Á 135 klukkustundum mætti horfa á sextán þáttaraðir, um 370 þætti, um Simpsons-
fjölskylduna vinsælu, eða horfa ellefu sinnum á lengri útgáfurnar af Hringadróttinssögu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ísland
■ Ræðutími
takmarkaður en
þingmenn mega
tala oft.
■ Ekki tímamörk á
lengd umræðu um
ákveðin mál.
■ Minnihlutinn
getur beitt málþófi
gegn umdeildum
málum.
Danmörk
■ Ræðutími
takmarkaður.
■ Ekki tímamörk á
lengd umræðu um
ákveðin mál.
■ Þriðjungur
þingmanna getur
krafist þjóðar-
atkvæðagreiðslu um
umdeild mál.
Noregur
■ Ræðutími ekki
takmarkaður.
■ Fyrirfram ákveðið
hversu lengi
umræður um hvert
mál munu standa.
■ Engin sérstök
úrræði fyrir minni-
hlutann til að stöðva
umdeild mál.
Svíþjóð
■ Ræðutími
ótakmarkaður, en
þingmenn ákveða
fyrirfram hversu
lengi þeir tala.
■ Ekki tímamörk á
lengd umræðu.
■ Engin sérstök
úrræði fyrir minni-
hlutann til að stöðva
umdeild mál.
Finnland
■ Ræðutími ótak-
markaður, en
heiðursmannasam-
komulag um að tala
stutt.
■ Ekki tímamörk á
lengd umræðu.
■ Engin sérstök
úrræði til að stöðva
umdeild mál, en
þingmenn hafa einu
sinni beitt málþófi.
Þingmenn töluðu lengst um Icesave og EES
Mál Ár Klukkustundir
Icesave, annað frumvarpið 2009 135
EES 1992 til 1993 101
Fjölmiðlalög 2003 til 2004 83
Sveitarstjórnarlög 1997 til 1998 74
Ríkisútvarpið 2006 til 2007 70
Breytingar á stjórnarráðinu September 2011 59
Stjórnskipunarlög 2008 til 2009 59
Gagnagrunnur á heilbrigðissviði 1998 til 1999 53
Vatnalög 2005 til 2006 52
Aðildarumsókn að ESB 2009 48
Icesave, fyrsta frumvarpið 2009 43
Samtals 777 klukkustundir, ríflega 32 sólarhringar
Heimild: Skrifstofa Alþingis
■ LENGSTU RÆÐUR ÍSLANDSSÖGUNNAR
Lengstu ræðu sem flutt hefur verið á Alþingi flutti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Hún talaði í samtals 10 klukkustundir og 7 mín-
útur í umræðum um húsnæðismál í maí 1998. For-
seti Alþingis gerði tvö fundarhlé meðan á ræðunni
stóð. Lengst talaði hún samfleytt í 5 klukkustundir
og 30 mínútur.
Þrír sitjandi ráðherrar eiga ræðumet
Össur Skarphéðinsson utanríkis-ráðherra hefur einnig sett met í
ræðustól Alþingis, þótt honum virðist
ekki hafa legið jafn mikið á hjarta og
meðráðherrum hans. Hann á aðra af
stystu ræðum sem fluttar hafa verið í
þinginu. Hana flutti Össur í maí 2009 í
umræðum um Evrópusambandið. Hún
var tólf bókstafir, þrjú orð, og hljóðaði
svona: „Frú forseti. Jú.“
Með þessu bætti Össur met Þorsteins Pálssonar frá ræðu hans um
gjaldþrot einstaklinga árið 1993. Sú ræða var líka þrjú orð, en sam-
tals þrettán bókstafir, og hljómaði þannig: „Frú forseti, 212.“ Þar sem
þingmönnum ber að ávarpa forseta í upphafi ræðu verður varla lengra
komist í að stytta mál sitt í ræðustól.
Lengstu samfelldu ræðuna í sögu þingsins flutti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann
talaði í 6 klukkustundir og tvær mínútur um
breytingu á lögum um Ríkisútvarpið í apríl 2006.
Það er jafnframt næstlengsta ræðan sem flutt
hefur verið frá upphafi.