Fréttablaðið - 24.09.2011, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 24.09.2011, Blaðsíða 43
PIZZAOFN HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ SELFOSSI HÚSAVÍK S: 464 1600 AKUREYRI REYKJAVÍK S: 569 1500 TILBOÐ FULLT VERÐ 17.995 14.995 „Pizzan verður eins og eldbökuð!“ Hefðbundin pitsusósa 1 hvítlauksgeiri marinn 1 tsk. salt 1 dós tómatpúrra 1 dós tómatsósa 1/2 tsk. sykur 1/8 tsk. pipar 1/2 tsk. oregano 1 msk. ólífuolía Blandið saman öllum hráefnum. Þessi sósa nægir á tvo pitsubotna. Pestósósa 1/4 bolli furuhnetur 1 bolli ferskt basil 2-3 geirar hvítlaukur 1/4 bolli ólífuolía 1/4 bolli rifinn ferskur parmesanostur salt og pipar eftir smekk Setjið furuhnetur, basil, hvítlauk, salt og pipar í matvinnsluvél. Blandið og bætið smám saman ólífuolíunni saman við. Bæði má nota mortél eða matvinnsluvél til að útbúa þessa sósu. Hvítlaukssósa 6 msk. smjör 6 msk. ólífuolía 2 msk. þurrt hvítvín 2 hvítlauksgeirar marðir 1 msk. basil 1 msk. oregano Hitið smjör og olíu í pönnu við miðlungshita. Bætið við hvítlauk og látið steikjast í tvær mínútur. Bætið við afganginum af hráefninu. Minnkið hitann og látið krauma í tíu mínútur. Best er að nota þessa sósu á grænmetispitsu og sparið heldur ostinn. Gott getur verið að setja grænmetið í sósuna á pönnunni svo það drekki enn betur í sig hvítlauks- bragðið. Einnig er það góð aðferð til að búa til rækjupitsu. Alfredo sósa 2 msk. ósaltað smjör 1 hvítlauksgeiri pressaður 2 msk. hveiti 2 bollar rjómi 1/2 bolli mjólk 3 msk. saxaður graslaukur 1 bolli parmesan ostur salt og pipar að smekk Þessi hvíta sósa er helst notuð í pasta réttinn Fettucine Alfredo en á einnig ljómandi við á pitsur. Bræðið smjörið í potti yfir miðlungs hita. Bætið við hvítlauk og eldið í eina til tvær mínútur. Látið ekki hvítlaukinn brúnast. Bætið við hveiti og þeytið þar sem blandan er jöfn. Bætið smátt og smátt við rjóma og mjólk og þeytið vel. Látið koma upp suðu og hrærið reglulega þar til sósan þykknar. Takið af hitanum, bætið við graslauk og parmesanosti. Ólíkar pitsasósur Þótt hin hefðbundna pitsusósa úr tómötum sé vinsælust um allan heim eru ýmsar aðrar sósur sem henta prýðilega til pitsugerðar. Hér eru uppskriftir að nokkrum slíkum. Þegar pitsur komu fyrst á markað hér á landi voru menn ekki á eitt sáttir um ritháttinn en á ensku er talað um pizzu. Z er oftast ekki notað í íslensku og var pizza íslenskað sem pitsa. Pitsusteinar þykja mörgum ómissandi við pitsubakstur- inn til að botninn fái hina hárréttu stökku áferð. Setja á steininn inn í ofninn, á neðstu rim, um leið og kveikt er á honum. Þegar steinninn er orðinn heitur er pitsan sett ofan á hann, án þess að fjarlægja hann úr ofninum. Steinninn dreifir hitanum jafnt um pitsu- botninn, sem verður einstaklega stökkur og brakandi. www.whatscookingamerica.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.