Íslendingur - 21.12.1946, Blaðsíða 5
1
J Ó L A B L A Ð 1946
J O L A B L AÐ 1 946
. r* i
V 'JSr
WWrs
íU.j.aT' x §éra Sigúrður Stefdnsson
Jólahuévekia
,, ö///(■'}■/? Arei-u'ó/u/is/el 4u
Dýrð sé Guði í upphœðum, og friður á jörðu með þeirn mönnurn, sern
hann hefir velþóknun á.“ Lúk. .2, ö—14.
„Hátíð 'óllum hœrri stund en sú
himnakonungs fœSing oss er boðar,“
segir í einum hinum fegursta jóla-
sálmi. Og það er gamall og nýr sann-
leikur. Engin hátíð jafnast á við jól-
in. Dagarnir, sem rísa upp úr svart-
nætti vetrarins með fagnandi eftir-
vænting, frið og gleði heilagra jóla,
eiga sér vissulega engan líka. Jafn-
vel „nóttlaus veraldar veröld“ býr
ekki yfir meiri töfrum né tign en
dimmasta skammdegið, þegar „sign-
uð skín réttlcetissólin frá 1 sraels fjöll
um, sólstafir kærleikans Ijóma frá
Betleherhsvöllum.“
Og nú er þessi einstæða, óvið-
jafnanlega stund ennþá einu sinni
orðin að veruleika. Jólin eru lcomin.
Kirkjuklukkurnap óma og hringja
inn helgi þeirra. Aldrei ná þeir tón-
ar sterkari tökum á oss, né vekja svo
innilega þrá í brjóstum vorum eftir
því, sem Guðs er. Og heimilin hafa
búið sig undir hátíð sina. Þar eru
ljósin tendruð og lofgerð flutt. Geisl-
andi birta ljómar úr svip þeirra,
sem eiga bernskunnar hlíðu jól. Og
í faðmi hinnar friðsælu, fögru há-
tíðar biðja svo margir í leyndum hug
ans, fullorðnir og aldnir að árum,
eitthvað svipað og skáldið: „Gerðu
rnig aftur, sem áður ég var / alvaldi
Guð, meðan œskan mig bar.“
Oss finnst það eðlilegt að fagna
jólunum eins og börn, og reynum
það flest á einhvern hátt, livort sem
vér tökum á móti þeim í glaumi og
glæsileik hins ytra hátíðahalds, eða
í kyrrð og fábreytni hversdagslegra
kjara. Og ef til vill er það eigi sízt
fyrir þá sÖk, að þessir dagar eru svo
ólíkir öllum öðrum. „Nema þér snú-
ið við og verðið eins og börnin“ —
er það ekki inngangsorðið í ríki
himnanna, að dómi hans sjálfs, sem
jólin eru helguð? Og mundi ekki
einnig þess við þurfa fyrst og fremst
til að skapa guðsríki á jörðu? En
sá veruleiki virðist nær oss á hverj-
um jólum en nokkurn tíma ella.
Hugarfar barnsins, auðmýkt þess
og einlægni, mótar þá eins og ósjálf-
rátt alla afstöðu vora hver íil ann-
ars, tilfinningalíf vort og viljastefnu.
Þá kysum vér helzt að ganga öll einn
veg og breiða klæði á vopnin. Þá
má samúðin sín meir en allt annað
og gleði þess, að geta orðið öðrurn
til einhverrar blessunar. Frammi fyr-
ir jötunni í Betlehem og hinu heilaga
jólabarni er eins og sérhver maður
eigi heitustu ósk sína sem felst í
þessu trúarákalli skáldsins:
„O, gef mér lcrajt aS grœða fáein sár,
og gerðu bjart og hreint í sálu minni,
svo verði’ luín kristalistœr sem barnsins tár
og tindri’ í henni Ijómi’ aj hátign þinni.“
Svo mikill er máttur þessarar há-
tíðar, svo dularfull er helgi hennar,
að allt þetla á sér í rauninni stað.
Ljósið skín í myrkrinu, ljósið, sem
ljómar yfir öllum tímum, ljómar yfir
gleði mannanna og harmi, vonurn
þeirra og vonbrigðum, lífi og dauða.
„IJessa hátíð gefur okkur Guð,
Guð, hann skapar allan lífsfögnuð,
án hans gœzku aldrei sprytti rós,
án hans náðar dœi sérhvert ljós.“
Þau orð lagði þjóðskáldið forðum
í munn elskandi móður, er hún
kenndi hörnum sínum að þekkja
leyndardóm þessarar hátíðar. Það er
sannleikur allra tíma um heilög, krist
in jól. Þau eru Guðs gjöf, skýrasta,
áþreifanlegasta tákn alvizku hans og
elsku. Og þess vegna getum vér æ og
ávallt fagnað þeim sem börn af hjarta
í gleði vorri, og teflt fram boðskap
þeirra gegn öllu því illa, gegn báli
mannlífsins, sorg og synd. Boðskapn-
um, sem felur í sér allra „fyrirheita
fylling“, æðstu von vora og alls mann
kyns, hinu gamla guðspjalli um fjár-
hirðana, se?i vöktu um nótt og sáu
dýrð Drottins Ijóma um himneskar
hersveitir, sem lofuðu Guð og lýstu
friði á jörð, um hið heilaga barn,
sem var reifað og lagt í jötu. Já,
þess vegna tendrum vér ennþá einu
sinni vorn litla jólakyndil — og
bjóðum öllu skammdegi byrginn.
Vér eigum þessa gjöf, hvert og eitt.
Svo elskaði Guð heiminn.
Látum þá ljós þessa eilífa boðskap-
ar Ijóma yfir huga vorum og kalla
þar fram það allt, sem líf vort á og
geymir dýrmætast og bezt. Látum
það vísa oss veginn. Biðjum, að það
verði oss hin skærasta leiðarstjarna,
oss og vorri elskuðu þjóð, nú og í
allri framtíð. Felum oss vernd hans
og þjónum málstað hans, sem er
„Kœrleiksmyndin fegursta, jrelsar-
inn blíður.“ Göngum til inóts við
hann nú á þessum jólum í einrúmi
og í samfélagi ástvina vorra og með-
hræðra, í samfélagi allra um víða
veröld, sem vegsama hann og þrá
það heitast að fylgja honum. Þá
eignumst vér í sannleika heilaga
stund, sem er hátíð öllum hœrri. Þá
eignumst vér í sannleika
GLEÐILEG J Ó L.