Íslendingur - 21.12.1946, Qupperneq 7
1946
JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS
3
SÉRA HELGI KONRÁÐSSÖN:
• Síðustu jólin heima *
Það er einkennilegast við bernsku- :
minningarnar, að þær geymast án
alls samhengis sín á milli og án
tímaákvörðunar. Þær eru eins og
smámyndir, sem snöggvast er brugð-
ið upp án alls orsakasambands. Þeg-
ar íullorðinn maður horfir á þær
síðar á ævinni og sér sjálfan sig á
miðri myndinni, lítinn dreng, er hon-
um ómögulegt að átta sig á því,
hvaðan hann hefir komið þangað og
hvernig á því stendur, að bann er
þar, nema fylla upp í eyðurnar með
þekkingu seinni æviára.
um við ætíð utan úr einhverju óskilj-
anlegu myrkri og hverfum inn í það
aftur. En þessi svipleiftur minnirig-
Inn í bernskuminningarnar kom-
anna eru mjög skýr, mjög tær og
fögur í blámóðu fjarlægðarinnar.^
Þannig eru mér þessi jól.
Þó að ég væri þá orðinn 8 ára
gamall, eru þau fyrstu jólin, sem ég
man greinilega, sennilega af því að
birtu þeirra fylgdi skuggi dauðans.
Það voru síðustu jólin heima á
Syðra Valni í gömlu baðstofu for-
eldra minna.
A næstu jólum var móðir mín orð-
in ekkja og flutt í lítið timburhús
niður við sjó, jörðin hennar seld og
búinu dreift út um sveitina á opin-
beru uppboði. Þá vorum við aðeins
þrjú systkinin hjá henni, önnur þrjú
í fjarlægum stöðum og yngsti bróð-
ir minn og leikfélagi dáinn.
Við þessar miklu breytingar ber
síðustu jólin heima í gömlu baðstof-
unni og þessvegna eru þau svo skýr
og minnisstæð.
Þó að ég viti það nú eflir á, að ég
hafði fæðzt í þessari baðstofu og
hafzt þar við hvern einasta dag síð-
an og hverja nólt, finnst mér þetta
jólakvöld var.pa undarlegum, fram-
andi blæ á þessa baðstofu og allt,
sem er þar inni, sperrurnar, súðina,
ómáluð rúmin með heimaofnum á-
breiðum og borðið undir gluggan-
um. Baðstofan er full af birtu og
hlj óðlátri gleði, töfrum, sem ég hef
síðar aðeins fundið undir hvelfing-
um gamalla kirkna.
Og birtan inni er enn unaðslegri
af því, að fyrir framan dyrnar eru
göngin, dimrn og löng með skelli-
hurðum og ískyggilegum skotum inn
í skála og eldhús.
Eg minnist einskis jólaundirbún-
ings og þó veit ég, að hann hefir ver-
ið allmikill. Öll þurftum við börnin
að fá einhverjar nýjar flíkur, til þess
að klæða ekki jólaköltinn, tólgar-
kerti voru steypt heima og jólatré
smíðað og grænmálað.
Vafalaust hef ég fylgzt með þessu
öllu af miklum áhuga, en nú er það
allt gleymt.
En ég man glöggt, að ég sat á einu
rúminu í miðbaðstofunni og Pétur
bróðir minn hjá mér — hann var
ári yngri og yngstur okkar systkin-
anna, og við horfðum á jólatréð,
sem stóð á miðju gólfi með marglit-
um, logandi smákertum, en hvítu
tólgarkertin ltruunu á rúmmörunum.
Dyrnar inn í vesturenda baðstof-
unnar standa opnar, sömuleiðis dyrn
ar inn í austurendann, herbergi for-
eldra minna. Faðir minn liggur í
rúminu, hann hefir lengi verið veik-
ur og er mjög máttfarinn, En nú
hefir bann þó vegna hátíðarinnar
set/,1 upp í rúminu. Mamma hefir
vafalaust hjálpað honum til þess og
hagrætt honum, því að hún segir
um leið og hún kemur fram fyrir,
að ekkert sé þó eins ánægjulegt í
kvöld og að hann skuli geta tekið
þátl í jólafögnuðinum með okkur.
Og hann brosti til okkar litlu drengj-
anna. Þetta jólabros lians hef ég
alltaf gejmit, af því að ég sá aldrei
aftur andlit hans, fyrr en hann var
kistulagður.
Eg veit það nú, að mamma hefir
verið þreytt þetta kvöld, eji samt tók
bún húspostilluna ofan af hillu og
las jólalesturinn og við bændum
okkur, meðan hún fór með Faðir
vor og blessunarorðin. Svo stóð hún
upp og sagði: „Guð gefi ykkur góð-
ar stundir“. Aðra jólagjöf gaf hún
okkur ekki.
En getur móðir gefið börnum sín-
um nokkra aðra betri?
Eftir lesturinn var borinn inn jóla
maturinn, bangiket og laufabrauð,
og var hverjum skammtað fyrir sig
og miklu meira en unnt var að borða
í einni máltíð. Geymdi hver sinn
disk, meðan á lionum entist.
Þegar jiokkuð var liðið á kvöldið,
fundum við, að eilthvað óvenjulegt
var í vænduin. Stúlka, sem hjá okk-
ur var um veturinn, opnaði koffort-
ið sitt og sólli þangað stóran bréf-
poka, fullan, og tók að útbýta inni-
haldi hans meðal heimilisfólksins
með þeim ummælum, hvort við vild-
um ekki epli. Eg hafði aldrei séð
epli áður og hlakkaði mikið til að
bíta í það, eftir að mér var sagt, að
til þess væri ætlazt. En þá varð ég
fyrir .miklum vonbrigðum, því að
mér þótti það svo vont, að ég gat
ekki lokið því. Eins fór fyrir Pétri
bróður mínum, en um aðra man ég
ekki.
Annarrar gjafar nutum við með
óblandinni gleði þetta jólakvöld.
Presturinn á Mælifelli hafði sent okk
ur, og vafalaust öllum börnum í
sveitinni, rit, sem þá barst í fyrsta
sinn hingað til lands, að því ég hygg.
Stóð utan á kápunni Jólakveðja til
íslenzkra barna frá dönskum sunnu-
dagaskólabörnum. Þennan dýrgrip
sátum við lengi með á hnjánum, flelt
um, skoðuðum myndir og lásúm og
dáðumst að. Við höfðum aldrei eign-
azt myndablað fyrr. Mesta undrun
vakli mynd af litlu grenitré, sem
höggvið var úti í skógi og breytt í
jólatré. Við höfðum aldrei séð tré
og áttum erfitt með að skilja, hvern-
ig það gæti vaxið á jörðinni. Margt
flutti þetta litla hefti okkur nýstár-
legt.
Fyrir nokkrum árum eignaðist ég
aftur þessa gömlu jólakveðju, og
mér fannst sem ég endurheimti gaml-
an æskuvin og rifjaði upp með hon-
um löngu liðnar skemmtistundir og
samfylgd um ókunna stigu.
Jólin standa í þrettán daga, eins
og kunnugt er. Og áður en þrett-
ándi dagur þessara jóla rann upp,
kom fyrir sá atburður heima, sem
ávallt síðan hefir fylgt minningunni
um hina síðustu og björtu jólanótt
bernskuheimilis míns.
Nú veit ég, að þetta var 4. janúar,
en þá fann ég til þess eins, hve und-
arlegur þessi dagur var.
Eg vissi ekkert, hvernig á því stóð,
að Hjálmur bróðir minn, sem þá
var- 15 ára gamall, tók okkur báða
litlu bræðurna með sér upp í fjár-
hús efst á túninu, hjálpaði okkur
upp í garðann og kom sjálfur á eft-
ir og svo hlupum við allir inn í
hlöðu. Annar endi hennar var orð-
inn auður og langar geilar inn í
heyslabbann. Hjálmur sagði okkur
að hlaupa og leika okkur og kom
okkur af stað í ærsl og gáska. Við
litlu drengirnir vorum því óvanir,
að eldri systkini okkar skiptu sér af
okkar málefnum, nema þá íil ills
eins að okkur fannst. Við Pétur vor-
um alllaf saman, og þótti okkur bezt
að sæta sem minnstri íhlutun ann-
arra.
Okkur þótti þetta því merkileg nýj -
ung, að Hjálmur skyldi leika við
okkur sem jafningja sína og vorum
mjög kátir, veltum okkur í heyinu
eða földum okkur inni i dimmum
geilunum.
En er Hjálmur settist niður og
varð sem annars hugar, dofnaði yfir
okkur og tókum við þá að impra á
því að fara heim. Hann eyddi því
jafnóðum og kom okkur af stað að
nýju.
Þannig leið langur tími.
Loks er komið var undir rökkur,
sagði hann, að nú skyldum við leggja
af stað.
Þegar heim kom, gengum við hægt
inn bæjargöngin, eins og við vorum
vanir, síðan pabbi veiktist, og inn í
baðstofu. Hún var grá og tóm. Þar
var enginn maður, en allt autt og
dauðabljótt í skammdegishúminu.
Þá kom mamma innan úr hjónaher-
berginu og lokaði dyrunum bljóð-
lega á eftir sér, augu hennar flóðu í
tárum. „Hann er dáinn,“ sagði hún.
Rétt á eftir komu hin systkinin inn
í baðstofuna. Þau höfðu verið send
á næsta bæ um morguninn, og þeim
sagt að leika sér við krakkana þar
fram í rökkur. Við skildum öll,
hvers vegna við böfðum verið látin
fara að lieiman.
Mamma vildi vera ein um erfið-
asta hlutverk ævi sinnar.
Þannig voru þessi jól, eins og öll
önnur, vitnisburður um það, hvernig
ljósið skín í myrkrinu.
★
/ svartasta skammdegismyrkr-
inu Ijóma Ijós jólahátíðarinnar
í heimilum og kirkjum lands-
ins. Sjálf lielgi þessarar liöfuð-
hátíðar allra kristinna þjóða
á þó að skapa skœrustu Ijósin í
sálum mannanna.