Íslendingur - 21.12.1946, Síða 8
4
JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS
1946
SÉRA FRÍÐRIK A. FRÍÐRSKSSON:
GÓÐUR REGN
Oft er á þegnskap minnzt á vorri tíð, og er'
]>að að vonum. Ríkjandi merking þess hugtaks
er eflausl Ijós þorra manna. Góður þegn er sá, cr
rækir skyldur sínar og leggur sig fram í þágu
þeirrar heildar, sem hann er hluti af. Hann er
virkur og veitandi.
Rannig á liann að vera, það skilja nienn. En
hvers vegna? A hvaða sanngirnisgrundvelli verð-
ur sú krafa gerð, að þegn sé virkur og veitandi?
Þeim, að hann er jafnframt og fyrst og fremst
óvirkur þiggjandi.
Ég læt mér detta í hug — þótt ófróður sé í ætt-
fræði orða — að frummerkingin í orðinu þegn
sé þiggjandi; að það sé sömu rótar og sögnin að
þiggja, og þá sömu merkingar og þegi, sbr. laun-
þegi, verkþegi. Þegn er þá sá, er nýtur góðs af
umhverfi sínu, félagi sínu, þjóð sinni.
Idvort sem frummerking orðsins er þannig rétt
skilin eða ekki, þá er vist um það, að hvert
mannsbarn jarðar er í óendanlega ríkum mæli
þiggjandi — allt frá því, er vér sjúgum hrjóst
mæðra vorra, og þar til er vinir vorir veita oss
nábjargirnar. Þetta ásannast því meir, sem sam-
skipti manna verða meiri og verkaskiptingin víð-
tækari. Enginn af oss getur neytt máltíðar, klæðst
spjör, byggt húskofa, brugðið Ijá í gras, rennt
öngli í sjó, án þess, að þar komi til vit og strit
miljónanna, þeirra, sem lifðu fyrr, og þeirra,
sem lifa nú. Og hver væri þekking vor, hver hlul-
deild vor í listum og hugsjónum, án tilverknaðar
hinnar miklu heildar?
Margir munu kannast við sam'tal milli lítils
drengs og vinnustúlku um það, hve marga menn
þyrfti til að húa til eina pönnuköku. Að form-
inu til er það mjög barnalegt samtal. Samt er
það þrungið af eftirtektarverðum sannindum.
Fyrst og fremst minnir það á þá hollu tíma, þeg-
ar heimilisfólkið allt taldi sig samábyrgt um
fræðslu og uppeldi hinna ungu. Þessi vinnustúlka
hafði hugsað út í það, og gerði sér ómak um að
koma Pétri litla í skilning um það, að pönnu-
kökuna var ekki hægt að búa til án þess, að
fjöldi manna víða um lönd, í alls konar iðngrein-
um — bændur, malarar, námumenn, smiðir, sjó-
menn, kaupmenn, hugvitsmenn — leggðu þar
hönd að verki.
Til eru postulleg orð, sem vert væri að hver
maður þekkti og skildi: „Þér eruð verði keypt-
ir“. Postulinn á að vísu sérstaklega við það
lausnargjald, er Meistari kristinna manna greiddi
mönnunum til frelsis og hamingju. En jafn-
framt mega þessi fáu og djúpskyggnu orð minna
á þau sannindi, að allir sigrar vizku og kær-
leika, svo og öll nytsemdarstörf fortíðarinnar,
voru í eðli sínu lausnargjöld í þágu samtíðar og
framtíðar. Trúmennska og þegnlund kynslóð-
anna frá örófi vetra -— hjá vöggunni, á akrinum,
á sjótrjánum, í leitinni að þekkingu og sann-
leika — er undirstaðan, sem líf og lífslán hvers
manns á jörðunni byggist á. „Þér eruð verði
keyptir.“
i ljósi þessara sanninda verður sú krafa sann-
gjörn, að hinn óvirki þiggjandi sé jafnframt virk-
ur veitandi, þ. e. góður þegn. Þegniðja hans er
fyrirfram. vel borguð. Og hver er sá, er allt vill
þiggja, en engu launa, og haldi mannsheiðri sín-
um jafnframt?
í Norður-Ameríku hefir um langt skeið þró-
ast mjög kotroskin einstaklingshyggja. Kjarni
hennar er hugmyndin um „the seljmade man“,
þ. e. manninn, sem gerði allt sjálfur, var einn
sinnar gæfu smiður, er öllum óháður, finnst
hann mega vera ríki í ríkinu, þarf hvorki að gefa
Guði né mönnum dýrðina. Vestrænir hugsuðir
hafa í seinni tíð ráðist á þennan hugsunarhátt,
og sýna fram á hve meingaður hann er af grunn-
færni og vanþakklæti.
Það hlýtur að vera af skilningsleysi á þá
þakkarskuld, sem hver maður er í við samfélag-
ið, þegar menn gerast svo fráhverfir heildinni,
að þeir vilja ekkert fyrir hana vinna út yfir það,
sem þeirra eigin stundlega þörf og landslög
neyða þá til. Það skyldi vera, að þetta andfélags-
lega viðhorf hafi ekki heldur farið í vöxt í þessu
landi á seinni árum. Hvað um það •— innanlands
og utan hefi ég þráfaldlega heyrt fólk rökræða
sem svo, — og það með nokkrum yfirburða-
þótta: „Eg skipti mér ekki af öðrum, og vil fá
að vera óáreittur.“ („Vei, samskotalistum og
sölumerkjum“).
Allmjög lætur þegnlundarleysið ó sér bera
gagnvart opinberum slofnunum, svo sem hrepps-
félagi, ríki og kirkju. Hér skal ekki fjölyrt um
kirkjuna, því að í því efni hafa vel flestir ís-
lendingar, bæði ílón og fullvitar, svo gjörsam-
lega tapað áttum, að þeir eru eins og sakleysing-
inn i Paradís, sem enga hugmynd hefir um blygð-
un. Nærtækara er að minnast á viðhorfið til
hreppsins — útsvarssárindin með tilsvarandi um-
tali. Eða þá viðhorfið til ríkisins.
Fyrir áratug síðan var hér á ferð Vestur-Is-
lendingur, einn hinn ágætasti, sem verið hefir,
maður, sem unni þjóð sinni heilum huga, vakti
í hvívetna yfir sæmd hennar, og varði að miklu
leyti ævi sinni og Ijómandi gáfum til að hjálpa
þjóðbræðrum sínum að halda hópinn og varð-
veita arfinn „að heiman“. Mánuðina, sem hann
dvaldi í Reykjavík, bar margt fyrir augu og
eyru, sem fékk honum umhugsunar. Hikandi,
næstum því í hálfum hljóðum — eins og þegar
maður trúir vini sínum fyrir ávirðingum sinna
nánustu — sagði hann mér frá því, að skammt
frá verustað hans hefðu allmargir menn unnið
að opinberri byggingu. Undraðist hann mjög að-
gerðaleysi þeirra. Smámsaman varð hann þeim
málkunnugur. Þetta reyndust viðkynnilegir
menn, engir aumingjar, engin flón. En æruleysið
og ótrúmennskan í hugsunarhætti þeirra gagn-
vart hinu opinbera gekk alveg fram af honum.
í sjálfu sér var það nógu meiðandi fyrir þjóð-
erniskennd hans, að sjá íslenzka menn vinna með
mannskemmandi sviksemi. En fyrir mann, sem
á hinum erlenda vettvangi þoldi ekkert hnjóðs-
yrði um heimaþjóðina, var það hreint áfall, að
kynnast hugsunarhættinum. Ég veit, að þegar
hann hvarf aftur vestur um haustið, bjó hugur
hans yfir sársaukakenndum kvíða. Gat það ver-
ið, að þjóðmenning íslands væri svona komin?
Hve lengi má sú þjóð standast, er fyrirlítur og
svíkur sínar eigin stofnanir?
En sé svo, að opinberar stofnanir hafi brotið
af sér virðingu manna, hverju mundi þá helzt
um að kenna? Engu öðru fremur en því, að
áhuga skortir, þegnlund og fórnfýsi, á þeim vett-
vangi, þar sem mannræktin fer yfirleitt fram,
þ. e. í hinum smærri afstöðum heima fyrir, — á
heimilunum, í félagslífi og menningarviðleitni
hverrar byggðar. Þar liggja háræðar þjóðlíkam-
ans, sem miðla hinni menningarlegu næringu.
Þegar því fólki hverrar byggðar fjölgar, sem allt .
er óviðkomandi, nema eigin hagsmunir og eigin
næði, þú er skammt þess að bíða, að þjóðin
fari að þjásl af andlegum og siðferðilegum efna-
skorti. Margir gera tungu sinni það ómak, að
reyna að sannfæra sjálfa sig og aðra um það, að
félagslíf almennings sé yfirleitt svo fálmandi,
árekstrasamt og umkomulaust, að það sé ekki
liðveizlu vert. í mörgum tilfellum væri það alls
ekki svo umkomulaust, ef það nyti alls þess þegn-
skapar, sem um gæti verið að ræða. Hváð sem
um það er, þá er staðreyndin blátt áfram sú, að á
þessari brotgjörnu menningarviðleiLni fljóta all-
ir, — þeir, sem hafast að, og hinir, sem halda að
sér höndum. Eins og mosinn er forsenda og fyrir-
rennari hinna miklu skóga, svo er þegnlund fjöld-
ans í hinu smáa skilyrði þess, að hver þjóð eigi
mikilhæfa þegnskaparmenn í opinberum störf-
um og öðrum stórum hlutverkum.
Það er svo margt í hverri byggð, sem gera
verður, ef vel ó að fara, ■— svo margt, sem engin
lög ná til, og er því alveg komið undir þegnlund
manna og félagshyggju. í raun réllri er þar eng-
inn undanþeginn. Þess gerast þó ófá dæmi, að
menn uni því vel, að láta sinn hlut eftir liggja.
Frægt atvik kom einu sinni fyrir í Provence í
Suður-Frakklandi. Þar var ábóti nokkur, kom-
inn á efri ár, víðkunnur fyrir mannúð sína, ljúf-
lyndi og kærleiksverk. A sinni löngu starfsævi
hafði hann gerl flestum í nágrenni klaustursins
eitthvað gott. Byggðarbúar fóru ekki dult með
það, hvílíkt happ og heiður það væri fyrir þá,
að liafa slíkan ágætismann í byggðinni. Eitt
haustið, þegar komið var að vissum vegamótum
í ævi hans, samþykktu allir með fögnuði, að
byggðarbúar hefðu samtök um að heiðra hann.
Vínuppskeran stóð þroskuð á ökrunum. Það
varð að samkomulagi, að hver einn skyldi leggja
fram vissan mæli af sínu allra-bezta ávaxtavíni
og fylla þannig vínámu hins góða ábóta. Stundin
kom, afmæli ábótans, og öll byggðin heimsækir
hann. Ábótinn gengur að ámunni til að bragða
á hinu ljúffenga víni, og þá væntanlega til að
(Framhald á 29. síðu).