Íslendingur - 21.12.1946, Síða 21
1946
JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS
JöLASAGA
BAKNANNA
*
Ljónið
og músin
Eitt kvöld fyrir langalöngu lá sofandi ljón úti í skógi.
Músahópur, sem átti heima í skóginum, sá konung dýr-
anna, þar sem hann lá og hraut.
„En hvað þetta er stór skepna!“ sagði yngsta músin,
sem hét Skúfrófa.
„Já,“ svaraði Gráskinni bróðir hennar, ,,og ef hún væri
ekki sofandi, þyrðum við ekki að koma svona nálægt
henni.“
„Eg er hrædd við hana, jafnvel þótt hún sofi,“ sagði
önnur mús. „Setjum svo, að hún vakni!“
„Engin hætta á því,“ sagði Skúfrófa. „Hún sefur fast
og sefur þangað til sólin kemur upp.“
„Eg er ekki alveg viss um það,“ svaraði Gráskinni.
„Sagt er, að allir kettir sofi með annað augað opið.“
„Ójá, en þú sérð að þessi stóri köttur hefir þau bæði
lokuð,“ sagði Skúfrófa ákveðin. „Eg ætla að stökkva upp
um hann.“
„Það er ekki sama, hvernig þú hleypur upp um hann.
Meðan þú leikur þér á bakinu á honum og síðunum,
verður hann þín ekki var vegna loðfeldarins; en varaðu
þig á að koma við trýnið á honum, því að það er ákaflega
viðkvæmt,“ sagði Gráskinni í viðvörunartóm.
„Hæ — hæ!“ hló Skúfrófa. „Nú hleyp ég beint yfir
trýnið á honum.“
Konungur dýranna kipptist við, opnaði augun og
hristi hausinn. Allar mýsnar flýðu burt sem fætur tog-
uðu, en aumingja litla Skúfrófa sat einmitt á trýninu á
honum, og áður en hún gat sloppið undan, seildist ljón-
ið til og læsti hramminum um hana.
„Ur-r-r!“ öskraði ljónið.
„Æ, mikli kóngur dýranna!“ kveinaði litla músin
titrandi af skelfingu. „Slepptu mér!“
„Ur—r—r!“ öskraði ljónið aftur. „Því þá það? Hefir
17
i
þvr r.ldrei vcrið cv.vt, r.ð þc.ð có hcettulegí ?.ð vekjs sóf-
andi í jón- Eg gxíi marið þig í kiescu með hramminuin,
kjána-krílið þm.
„Æ, gerðu það ekki,“ sagði Skúfrófa aftur í bænar-
róm. „lig ællaði ekki að vekja þig, og ég skal aldrei gera
það aftur.“
„Jæja,“ svaraði ljónið, „ég sé að þú ert ósköp ung, svo
að ég ætla að vægja þér í þetta sinn.“ Svo lyfti það löpp-
inni og lofaði dauðskelkuðum músaranganum að hlaupa
inn í skóginn.
Upp frá þessu léku þau sér, Skúfrófa og leiksystkini
hennar, langt frá þeim stað, þar sem ljónið var vant að
sofa. En eitt kvöld, þegar þau komu út úr skóginum, var
það ekki setzt að eins og vant var. Það brauzt um og
öskraði, svo að undir tók í skóginum.
„Af hverju er það að öskra?“ spurðu mýsnar hver
aðra.
„Eg ætla að fara og gæta að því,“ sagði Skúfrófa; hin-
ar báðu hana að fara ekki, en sú litla var ákveðin.
„Það sleppti mér, þegar það gat marið mig í sundur,“
sagði hún. „Nú er eitthvað að því, og ég ætla að hjálpa
jjví, ef ég get.“ |
Þegar hún kom nær, sá hún að konungur dýranna var
flæktur í neti, sem veiðimenn höfðu lagt fyrir hann, og
|dví meir sem hann öskraði og brauzt um, því meir flækt-
ist hann í því.
Þá heyrði hann allt í einu veika rödd rétt við eyrað á
sér. Hann hætti þá að öskra og hlustaði, og röddin heyrð-
ist aftur:
„Eg er músin, sem þri slepptir. Ef þú liggur kyrr, ætla
ég að naga í sundur möskva netsins, sem heldur j)ér
föstum.“
Ljónið hafði kyrrt um sig, og Skúfrófa nagaði sund-
ur hvern möskvann á fætur öðrum með beittum tönn-
unum, þangað til netið að lokum var rofið að fullu og
Ijónið gat staðið upp.
„Eg þakka þér fyrir, litla systir,“ mælti ljónið, „mér
datt ekki í hug, að ég mundi hljóta svo ríkulegt endur-
öll bðrn
þurfa að eignast hinar
bráðskemmtilegu og
myndskreyttu bækur
Félagsútgáfunnar:
1. Smásögur handa börnum eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili
með teikningum eftir Örlyg Sigurðsson listmálara.
2. Ævintýrin: Stígvélaði kisi, Tumi Þumail, Ríkarður enski og Kol-
skör. Allar þessar bækur eru prýddar fjölda mynda.
3. Víkingurinn eftir Marryat er skemmtilegasta drengjabókin í ár.
Bækurnar fást í öllum bókaverzlunum.
FÉLAGSÚTGÁFAN