Íslendingur - 21.12.1946, Síða 23
1946
JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS
.-19
wimmí
mmmmmmwi
mmmmmmmmmmmmmmrmi
S á ím u r
Sálmur þessi, ejtir Magnús prúða Jónsson sýslumann (dáiun 1591), hejir verið talinn
einn hinn bezti, sem ortur hefir verið á íslenzku í lúterskum sið á 16. öld.
Þá ert Jesús minn minn í mótlœti og pín.
Hœgist mér í livert sinn, ég liugsa til þín.
Eilífur drottinn allsvaldandi,
yfir mér þín blessun standi,
hlotnist mér þinn helgur andi
hlutskipti það hezta finn.
Þú ert Jesús minn, minn.
í svefni og vöku, (á) sjó og landi
sjáðu guð til mín.
Hægisl tnér í lwert sinn, ég hugsa til þín.
Blessaðu mig með hlessan þinni,
blessaðu mig úti og inni,
blessaðu mig á sálu og sinni,
í svefni og vöku hvert eitt sinn.
Þú ert Jesús minn, minn.
Blessaður, veit, ég blessan finni
og blessan vertu mín.
Hœgist mér í hvert sinn, ég hugsa til þín.
Fyrir þitt blessað blóð úr æðum
blessaðu mig með andargæðum,
send þú mér af himna hæðum
helgan guðdómsandann þinn.
Þú ert Jesús minn, minn.
Vertu fyrir voðanum skæðum
vernd og aðstoð mín.
Hœgist mér í hvert sinn, ég hugsa til þín.
Geymdu mig frá freistni og fjanda,
svo fái hann aldrei mér að granda,
huggun veit mér heilags anda
hæstan fyrir kraftinn þinn.
Þú ert Jesús minn, minn.
Brynji mig til beggja handa
þín blóðug sár og pín.
Hægist mér í hvert sinn, ég hugsa til þín.
Stattu hjá mér, hæstur herra,
hryggðarstundir láttu þverra,
svo aukist gott, en eyðist verra,
minn elskulegasti lausnarinn.
Þú ert Jesús minn, minn.
011 mín tár af augum þerra,
eykst þá gleðin mín.
Hægist mér í hvert sinn, ég hugsa til þín.
*
Þó mér bendi blómin hæða,
bezt kann Jesús meinin græða,
djöfulinn frá mér hrekja og hræða,
hjástoð þína ég jafnan finn.
Þú ert Jesús minn, minn.
Dropar þinna dýrustu æða
drjúpi á sálu mín.
Hœgisl tnér í hvert sinn, ég hugsa til þín.
Þó heimurinn mér megi mýgja,
má ég, Jesús, lil þín flýja,
biðja um náð og blessun nýja,
bót í raunum þá — ég finn.
Þú ert Jesús tninn, tninn.
Þú munt mig hjá föðurnum fría,
frelsarans lof ei dvín.
Hœgist mér í hvert sinn, ég hugsa til þín.
*
Þó ég kross með Christo líði,
kalla má það æðstu prýði,
þegar linnir þessu stríði,
þá er unninn sigurinn.
Þú ert Jesús minn, minn.
<
Úti er þá eymd og kvíði,
eg kem þar sem dýrðin skín.
Hœgist mér í hvert sinn, ég hugsa til þín.
Sú réttlætis sólin skæra,
sem mig kann að endurnæra,
úr eymdardalnum upp að færa
í fagnaðar himininn.
Þú ert Jesús minn, minn.
Sé þér dýrð og sungin æra,
sögð af tungu mín.
Hœgisl mér í hvert sinn, ég hugsa til þín.
*
Láttu mig vanda lofgjörð þína
lífs um alla hérvist mína,
þegar ævidagarnir dvína,
í dýrð himnanna leið mig inn.
Þú ert Jesús minn, minn.
Horfin er þá hryggð og pína
og hólpin sálin mín.
Hœgist mér í hvert sinn, ég hugsa til þín.
*
Guð að sjá og guðs útvalda,
gleði að ná um aldir alda,
hana að fá og henni að halda
hjálpi mér dýrðar kóngurinn.
Þú ert Jesús minn, tninn.
Þér lof tjá og það margfalda,
það skal kvæðis ending mín.
Hœgist mér í hvert sinn, ég hugsa til þín.
*