Íslendingur - 21.12.1946, Page 29
1946 ........... , iÓLABLAÐ ÍSLENDINGS
Krossforörnir vinstu
Jerúsalom
Framh. af 7. síðu.
allt annan veg. Kona þessi hét (
Armida. Hún liafði alizt upp
lijá föðurbróður sínum, Hydro-
atesi konungi í Damaskus, sem
var fjölkunnugur mjög, og hafði
hún gjörst honum þægur nem-
andi.
Er hún auk þess var forkunn-
arfögur taldi Hydroates, að ef
hún yrði send til herbúða kross-
faranna væri hún sjálfkjörin til
þess að vekja ofundsýki og sund-
urlyndi hinna kristnu hermanna.
Armid, sem var sér vel með-
vitandi um vald það, er hún gat
haft yfir karlmönnum var fús til
hlutverks þessa.
Vakti hún strax mikla hrifn-
ingu, er hún kom til herbúð-
anna, og féllu menn sem flugur
fyrir fegurð hennar.
Hún var leidd fyrir Gottfred,
og sagði hún honum með mörg-
u m átakanlegum orðum og til-
svarandi táraflóði, að hún væri
drottning í Damaskus, en frændi
hennar hefði steypt henni af
stóli og rekið á braut.
En hún kvaðst hafa heyrt
göfgi krossfaranna rómaða svo
mjög, að hún hefði komið til að
reyna fyrir sér, hvort tíu kross-
farar gætu 'fengið leyfi til að
fara með henni og veita liði því,
er enn sýndi henni trúnað, for-
ystu. Ef þetta íengist kvaðst hún
gera sér vonir um að vinna
Damaskus á ný, og kvaðst hún
þá vera fús til að viðurkenna
Gottfred sem æðsta mann ríkis-
ins.
Gottfred, sem er jafn fullviss
eins og Tankred um hverflyndi
kvenna, lætur Armidu ekki véla
sig, telur að höfuðmarkmið
krossfaranna sé að vinna Jerú-
salem. En þar eð bæn Armídu
hefir fundið sterkan hljómgrunn
meðal manna hans, vill hann
ekki ganga í berhögg við hana.
Samstundis hefst sundurlyndi
með krossförunum um það,
hverjir skuli hljóta slíka upp-
hefð sem Armída býður.
Og leikar fara svo, að Rin-
aldo, sem finnst sér stórlega mis-
boðið, grípur til vopna og drep-
ur einn krossfaranna.
Þessi sjálftaka refsingarinnar
verður þess valdandi, að hann
verður að flýja úr herbúðunum.
Armida heldur af stað — ekki
með tíu riddara, heldur með
fimmtán. Og hún fer ekki með
þá ld Damaskus, heldur til liorg-
ar við Rauðahafið. Ifér cr þeim
varpað í fangelsi og boðið að af-
neita Kiisli og lillúðja Múliarn-
eð. Allir, að éinum undantekn-
um, standast þeir raunirnar og
er því ákveðið að flytja þá í
ánauð til Damaskus. En á leið-
inni þangað frelsar Rinaldo þá
á elleftu stundu, en hann kemur
þarna öllum að óvörum.
Armida vill nú reyna allt til
þess að fá Rinaldo á sín snæri,
og hún vinnur þess dýran eið,
að hefnd sín skuli ná honum.
Fyrst ginnir hún hann til
Hulduheima, senr er eyja í fljót-
inu Orontes, og á meðan hann
sefur þar, heillaður af yndi stað-
arins, sunginn í svefn af skógar-
þyt og bárugjálfri umvefur hún
hann blómfestum og flytur hann
í vagni sínum „leiftursnöggt um
Ijóssins ríki“ til annarrar eyjar
„sælueyjanna“ handan við heims
hafið mikla.
Rinaldo yfirbugast af ofur-
mætti ástarinnar. Hann gleymir
loforðum sínum og skyldum og
lifir nú og hrærist aðeins í
Armídu.
Tveimur mönnum í liði Gott-
freds er falið að leita Rínaldós,
sem mjög er syrgður í herbúðum
krossfaranna.
Annar sendimaðurinn er góð-
vinur hins fallna danska kross-
fara, Sveins prins, og hefir hon-
um verið falið að fá Rinaldo
sverð Sveins. Hinn sendimaður-
inn er víðförull mjög og kunn-
áttumaður í ýmsum þjóðtung-
um. Hann heitir Ubaldo^
Fjölkunnugur öldungur segir
þeim hvar Rinaldo dvelji og
töframaðurinn lætur þeim einn-
ig í té hraðsiglt undraskip, sem
hentar þeim í hinni furðulegu
för, sem þeir eiga fyrir höndum.
Að lokum gefur hann þeim
skjöld alsettan gimsteinum,
sem þeir eiga að bera upp fyrir
augum Rinaldos, svo að hann
fái séð í hvert hyldýpi hann er
sokkinn. Og jafnskjótt mun hann
leysast úr læðingi hinna illu
töfra.
Þeir sigla þvert um Miðjarð-
arþafið, fara út um Njörfasund,
sunnari Stiánar, út á „heimshaf-
ið“, og komast loks til „sælu-
eyjanna“. Þar finna þeir ey þá,
er Armida og Rinaldo dvelja.
Búa þau í höll einni mikilli,
sem stendur á háu bjargi, en
leiðin þangað upp er full af hin-
um furðulegustu göldrum og
freistingum, en þeir komast
klakklaust frá öllu slíku og ná
loks garði dásemdanna, sem
umlýkur höllina.
Þar finna þeir Rinaldo einan,
því Armida er nýfarinn inn í
höllina.
Þegar Rinaldo kemur auga á
vini sína rennur af honum ástar-
víman.
Bera þeir nú að honum skjöld-
inn góða, og sér hann þá fánýta
og ókarlmannlega blekkingu
klæðnaðar síns og snyrtingar.
•Vill hann nú grípa til sverðs
síns, en grípur spegil í þess stað!
Minnist hann nú alls. Roði
smánarinnar hitar kinnar hans
og hann óskar sér einskis fremur
eu að losna úr hinum illu álög-
um og komast í brott.
Armida, sem upphaflega hef-
ir aðeins kosið að valda honum
ógæfu, hefir nú, sér þvert um
geð, fellt til hans ástarhug, og
grátbiður hún hann nú um að
dvelja með sér.
Þegar hann synjar henni þessa
biður hún hann að lofa sér að
fylgja honum hvert sem hann
fari. Hún vill taka trú hans og
vera honum auðsveip ambátt. En
hann daufheyrist við bænum
hennar og fer á brott.
I örvæntingu harms og ástar-
kvala skundar hún á fund kalíf-
ans í Egyptalandi til þess eins
að æsa kalífann til þess að fara
með her á hendur krossförunum,
og hún heitir hverjum þeim, sem
fái drepið Rinaldo, sjálfri sér að
launum.
Rinaldo keniur til herja kross-
faranna, þar sem honum er tek-
ið með miklum fögnuði. Honum
er fengið sverð Sveins Danaprins
og heitir hann því að hefna prins-
ins.
Hann beygir sig í auðmýkt
fyrir Gottfred og biður hann að
ákveða hegningu sína.
Gottfred kveður svo á, að
hann skuli leysa af hendi afrek,
sem enginn manna sinna hafi
fengið framkvæmt.
Gottfred skipar mönnum sín-
um nú að byggja nýjan turn í
stað þess, sem átti að nota við
árásina, en var brenndur. Efrii-
við í turninn á að fá úr skógi
nokkrum þar í nágrenninu.
En arabiski töframaðurinn Is-
meno hefir fyllt skóginn töfrum,
og, eins og segir í Ijóði Tarros,
hefir hann þulið galdra sína með
„vörum, sem vígðar voru satan
sjálfum“, galað galdra sína, svo
að glataðar sálir búa í trjánum
eins og sálir í líkömum manna.
Þegar menn Gottfreds koma
til þess að höggva skóginn heyra
25
þeir hljóð, sem líkjast æðandi
slormunij öskur ljória, eldingar,
þrumur, fnæsandi slöngur og
da uðaslun u r deyjenda.
Skelfingu lostnir þjóta þeir til
baka til herbúðanna og þegar
riýtt lið er sent til skógarins sér
það geysimikinn eld umlykja
skóginn, en þokukenndir svipir
svífa þar um og ógna þeim með
glóandi vopnum. Lið þetta verð-
ur einnig að hverfa til herbúð-
anna, án þess að hafa komið
nokkru til leiðar, og þegar hetj-
an Tanhred hyggst sjálfur að
fara í skógarhöggið finnst hon-
um eins og hann höggvi í manns-
líkama. Hann sér blóðið streyma
úr sárinu og hann heyrir ein-
hvern ákalla sig — honum heyr-
ist það jafnvel vera rödd Klór-
indu.
Þá ákveður Gottfred að Rin-
aldo skuli bjóða göldrum þess-
um byrginn. Rinaldo er þessa al-
búinn. En liann veit, að með sína
syndugu sál og án iðrunar getur
hann ekki gert sér vonir um að
vinna sigur á slíkum bellibrögð-
um Vítis. Játar hann nú eymdir
sínar fyrir munki nokkrum og
fær aflausn synda sinna. Næsta
morgun heldur hann af stað.
Hann býst við að mæta æðis-
gengnum þrumum, en í þess stað
heyrir liann fuglasöng og unaðs-
óma. Honum finnst allur skóg-
urinn vera þlómum skrýddur, en
út úr trjánum koma undurfagrar
vatnadísir og vefja hann örmum
í ljúflingadans. Frá murtukranzi,
rétt hjá honum, kemur Armida
á móti honum með opnum örm-
um og hvíslar að honum ástar-
orðum.
En Rinaldo lætur ekki glepj-
ast. Hann lyftir sverði sínu, og
nú sér hann, í stað Aridu, risa
með hundrað handleggi and-
spænis sér. Hann lætur risa
þenna ekki skelfa sig, en heggur
með sverði sínu yfir murtubrúsk
ann þveran, og á sama augna-
bliki hverfa honum öll undur.
Getur hann nú haldið til herbúð-
anna og sagt mönnum sínum, að
þeir geti sótt allt það efni, er
þeir girnast.
Gottfred lætur nú byggja þrjá
turna, og þegar þeir eru tilbúnir
skipar hann mönnum sínum að
hefja árásina á Jerúsalem.
Þessu sinni heppnast árásin
eftir tveggja daga blóðuga bar-
daga, og Gottfred festir sjálfur
fána krossfaranna á borgarmúr-
ana föstudaginn 10. júlí 1099.
En áður en borg Zíons, innan
borgarmúranna, er tekin kemui'