Íslendingur - 21.12.1946, Side 30
26
JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS
1946
liinn (’oyp-'Li her verjemlmn
Ijorgarinnar iil lijáipar.
Krossíararnir luiasl nú til
sóknar, gegn liiiiu nýja liði, en
samtímis verða þeir að verja sig
fyrir árásum borgarliðsins í
hinni geysihörðu orustu, er nú
hefst.
I orustunni mætir Rinaldo
hanamanni Sveins Danaprins, og
vegur hann, samkvæmt loforði
sínu.
Armida, -sem er skjaldniær í
her Epypta, finnur sig nú yfir-
gefna og á valdi óvina sinna.
I örvæntingu sinni ætlar hún
að reka sig í gegn með ör, en
Rinaldo, sem stendur að baki
hennar, þrífur um handlegg
henni og fær afstýrt því.
Hún rífur sig lausa, og þegar
hún þekkir hann spyr hún, hvort
hann hafi komið til þess að vera
vitni að auðmýkingu hennar.
Hann svarar, að hann sé ekki
hér kominn sem óvinur, heldur
sé hann þess albúinn að veita
henni alla þá aðstoð, er hann
rnegi, svo að hún fái aftur völd
sín í Damaskus.
Þá er henni allri lokið, og
hún segir, að hjarta sitt sé helg-
að honum einum, og hann hafi
allt hennar ráð í hendi sér.
Er krossfararnir hafa unnið
sigur halda þeir inn í Jerúsalem
og leggja vopn sín við gröf
Krists.
Þeir hafa nú efnt heit sitt.
Borgin lielga er nú, í fyrsta skipti
undir kristinni stjórn.
Henrik Thorlacius
þýddi.
MEKIÐ VANDAMÁL
Hver á heita hlettinn í rúminu á
köldum nóttum — konan, sem fyrst
háttaði ofan í kalt rúmið eSa maSur
hennar, sem kemur seinna heim og
krefst þess meS skírskotun til hús-
bóndaréttar síns, aS hann fái aS
leggjast í þann hluta rúmsins, sem
hún hefir hitaS? Amerískur dómari
hefir þurft aS kveSa upp úrskurS um
þetta í hjónaskiInaSarmáli. Málavext
ir voru þeir, aS lögreglan var kvödd
í hús nokkurt til þess aS stilla til
friSar, því aS eiginmaðurinn krafS-
ist þess, aS konan flytti sig í rúminu,
en hún neitaði að víkja úr þeim hluta
rúmsins, sem hún hafði hitað upp.
„Aldrei hefi ég verið svo aum-
ur,“ sagði karlinn, „að ég hafi misst
vitleysuna — vitið, ætlaði ég að
segja“.
H ÍJ N A R K O M Á
Framh. af 11. síðvt.
klettastallinn, missti hann graskersflöskuna úr
hendi sér og starði steinhissa frá sér. Maður
stóð á nípunni gagnvart honum; hann var e'.n-
kennilegur, næstum því vanskapaður í vexti,
lágvaxinn, lotinn, höfuðstór og hálsstuttur, og
lafði langur skúfur niður á milli herðathiðanna;
hann var boginn í baki, teygði höfuðið fram á
við og starblíndi vestur eftir sléttunni. Á auga-
bragði var hann horfinn, og einstök, dökk níp-
an gæfði upp harðhjóskuleg og nakin í kvöld-
rökkrinu. Svo datt nóttin yfir, og allt varð
myrkt.
Símon Melas stóð lengi sem steini lostinn og
furðaði sig á, hver þessi ókunni maður gæti ver-
ið. Hann hafði heyrt, eins og aðrir kristnir
menn, að illir andar væru vanir að ásækja ein-
setumennina 'hjá Þebu og í eyðimörkum Eþi-
ópíu. Einkennilegt limalag þessarar mann-
skepnu, dökkur liturinn og álút, eintrjáningsleg
stelling hans minnti fremur á grimmt óargadýr
en mann, og allt þetta hneigði hann að þeirri
skoðun, að þarna hefði hann mætt einum þess-
ara reikulu svipa frá helju, sem enginn efaðist
um að til væru um þessar mundir, þegar trúin
var meira en nafnið tómt. Mikinn hluta nætur
lá hann á bæn og horfði stuðugt fram í byrgis-
dyrnar. Á hverri stundu bjóst hann við, að ein-
hver skríðandi óvættur eða hornótt ókind gyti
augunum upp á sig, og hann kreisti róðukross-
inn í brennandi bæn, þegar mannlegur veikleiki
hans gugnaði við tilhugsunina. En að lokum
bugaði þreytan hræðsluna; hann valt aftur á
bak ofan í grasfletið og svaf þangað til bjart
dagsljósið vakti hann aftur. Þá var orðið fram-
orðnara en vant var, og sólin komin hátt á loft.
Þegar hann kom út úr byrginu, leit hann yfir
á klettanípuna, en þar var allt með kyrrum
kjörum. Hann fór næstum því að halda, að þessi
einkennilega, dökka mynd, sem hafði gert hon-
um svo bilt við, hefði verið draumsýn eða rökk-
ur-ofsjón. Graskersflaskan hans lá, þar sem
hann hafði misst hana. Hann tók hana upp og
ætlaði að ganga að lindinni. En þá varð hann
allt í einu var við eitthvað óvanalegt. Það vai
einhver dynur í loftinu; hann barst að úr öllum
áttum, skröltandi, óljós og muldrandi, lágur að
vísu, en dimmur og þungur, hækkaði ýmist eða
lækkaði, bergmálaði milli klettanna og dvínaði
svo ofan í óglöggt hvísl, en alltaf hélzt hann við.
Símon rak í rogastanz, og hann leit upp í blá-
an og heiðríkan himininn. Síðan klifraði hann
upp á klettatindinn fyrir ofan hann, skreið for-
sælu megin við hann og starði út á sléttuna. —
Aldrei hefði hann getað ímyndað sér aðra eins
sjón, hvorki sofinn né vakinn!
Allt þetta mikla flæmi var þakið ríðandi
mönnum; þar voru hundruð, þúsundir og tugþús
undir, og allir komu þeir ríðandi hægt og hljóða-
laust að austan. Það var dynurinn af hófum
hestamergðarinnar, sem barst honum þannig að
eyrum. Sumir mennirnir voru svo nálægt hon-
um, þegar hann horfði niður á þá, að hann sá
greinilega granna og sinasterka hestana og ó-
venjulega samankýtt vaxtarlag hinna hörunds-
dökku riddara, sem sátu álútir á hestbakinu
eins og .ólögulegir pinklar og létu fæturna lafa
niður ístaðalausa, en jafnvægi þeirra var svo
stoðugt, að það var engu likara en þeir væru
samvaxnir reiðskjótunum. Á þeim, sem næslir
voru, gat hann greint boga og örvamal, langt
spjót og stutt sverð, en aftan við hvern riddara
var upp undinn slöngvivaður. Allt benti til þess,
að þetta væri engin varnarlaus hersing farand-
manna, heldur óflýjandi her á herferð. Hann
horfði lengra og lengra út yfir sléttuna og allt
út í sjóndeildarhringinn, þar sem allt iðaði og
skreið; hann sá ekki út yfir þetta afskaplega
riddaralið. Framvarðaliðið var löngu komið
fram hjá klettahæðinni, þar sem byrgið hans
var, og nú rann það upp fyrir honum, að á und-
an framvarðaliðinu hefðu farið einstakir njósn-
armenn til þess að leiðbeina för hersins, en einn
þeirra hefði hann séð í ljósaskiptunum kvöldið
áður.
Með nóttinni brá fyrir nýrri og ennþá óvenju-
legri sjón. Símon hafði tekið eftir hrísböggum
á baki margra hestanna, sem teymdir voru, og
nú sá hann, til hvers þeir voru notaðir. tJti um
alla sléttuna glóðu rauðleitir deplar í myrkrinu,
serh stækkuðu og glöðnuðu og urðu að blaktandi
eldstólpum. Eldar þessir náðu eins langt og
augað eygði til vesturs og austurs, en lengst í
burtu voru þeir eins og örlitlir ljósdeplar. Hvít-
ar stjörnur tindruðu uppi á himinhvelfingunni,
en rauðar á sléttunni fyrir neðan. Og hvaðan-
æva að barst lág og ruglingsleg suða af rödd-
um, en öðru hverju yfirgnæfði nautnabaul og
hestahnegg.
Símon hafði verið hermaður og athafnamað-
ur áður en hann sneri baki við heiminum, og
hann skildi því glögglega, hvað þarna var á
seyði. Af sögunni var honum kunnugt um, að
Rómaveldi hafði sífellt orðið fyrir árásum af
nýjum og nýjum herjum siðlausra þjóða, sem
komu frá óþekktum löndum, og að í þá hálfu
öld, sem liðin var síðan Konstantinus mikli
hafði gert borgina fögru við Sæviðarsund að
höfuðborg, hafði austrómverska ríkið orðið að
sæta sömu búsifjum. Hann kannaðist við marga
þeirra, t. d. Gepida, Herúla, Austgota og Sar-
mata. Þetta, sem hann hafði horft á ofan af
hæðinni, var nýr grúi árásarmanna, sem var
að herja á ríkið, og sá einn var munurinn, að
þessi her var óskaplega mikill og mannmargur
og liðsmennirnir óvenjulegir að ásýnd. — Hann
einn allra siðaðra manna vissi, að þessi hræði-
legi skuggi var að nálgast og skella á eins cg
dimmt og þungt stormský frá ókunnum óbyggð-
um í austri. Hann hugsaði til litlu rómversku.
varðstöðvanna meðfram Dnjester og Trajanus-
ar-garðsins í Dakíu, sem kominn var að hruni;
sömuleiðis til dreifðra og varnarlausra þorp-
anna, sem áttu sér einskis ills von, í opnu landi
alla leið suður að Dóná. — Ef hann aðeins hefði
getað varað við hættunni. Gat verið, að sá hefði
verið tilgangur guðs, þegar hann leiddi hann út
í óbyggðina?
Allt í einu mundi hann eftir nábúa sínum,
Aríananum, er bjó í hellisskútanum fyrir neðan
hann. Síðastliðið ár hafði hann séð honum
bregða fyrir, þegar hann haltraði um hálfbog-
inn til að vitja um gildrurnar, sem hann lagði
fyrir kornhænur og akurhænur. Einu sinni
höfðu þeir mætzt við lækinn, en gamli guðfræð-
ingurinn hafði bandað honum frá sér, rétt eins