Íslendingur


Íslendingur - 21.12.1946, Side 33

Íslendingur - 21.12.1946, Side 33
JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1946 Góður þegn (Framhald af 4. síðu). þakka fólkinu fyrir gjafir þess og góðvild. Kom þá í ljós, svo leitt sem það var, að áman var barmafull -— af vatni. Ábótinn varð auðvitað mjög hissa. En gefendurnir þurftu ekki að sækja skýringuna langt. Hver um sig hafði hugsað sem svo: „I svo miklu magni af allra-bezta ávaxta- víni, sem hinir koma með, gætir þess ekki, þótt ég láti bara vatn“. Ekki svo að skilja, að þessum Provence- búum væri það ekki rnjög kært, að hinn mæti maður væri heiðraður og áman hans fyllt með kostavíni. En þeir voru allir ráðnir í að ná þeim lofsverða tilgangi þannig, að kostnaðurinn og fyrirhöfnin leggð- ist á annarra herðar. Hver hlífði sjálfum sér, og ætlaði öðrum að gera það, sem gera þurfti. Utkoman varð eftir því. Hamingja mannfélagsins þykir á vorri tíð víða nokkuð „vatnsbland- in“, vægast sagt. Engan þarf að furða á því. Próvence-hugarfarið er svo útbreitt. Menn láta sér sjást yfir tvennt. Fyrst það, að það er minnk- un og mannskemmd hverjum þeim, sem getur verið veitandi, að vera aðeins þiggjandi. í öðru lagi það, að máttur samfélagsins til að þjóna einstaklingnum felst í því, að ein- staklingurinn þjóni samfélaginu — að þegn sé þjónn. Þar sem einstakl- ingurinn laumast frá drengilegri skyldu, lætur sinn hlut eftir liggja og ætlar öðrum að hirða hann, þar kiknar samfélagið að lokum undan byrðum sínum og allsherjar ógæfan dynur yfir. Hlédrægni manna og aðgerðaleysi þarf ekki alltaf að vera af illum toga spunnið, heldur bara af yfirlætis- leysi og auðmýkt hjartans. Kunn- ingi minn vestan hafs, sem ég karp- aði oft við, félagshæfur vel, en óvirk- ur félagslega, lét einu sinni svo um mælt, að þeir menn mættu hafa meira sjálfsálitið, sem alltaf væru á þönum við félagsmál. Satt er það, að af öllu góðu má ofmikið gera, og í félagsfórnum ber að gæta skýnsam- legs meðalhófs. Og auðmýktin — hún er í sannleika göfug dyggð og alltof sjaldgæf. En hún getur líka orðið afar þœgileg dyggð, þ. e. þeg- ar hún sparar manni ómök og legg- ur til sannfæringu um það, að rétt sé að leggja eigin byrði á annars bak. I Gamla testamentinu er eitt af- burðafagurt dæmi þegnskapar, sem lítt hefir verið á lofti haldið. Það er í frásögunni af Davíð konungi, Bat- sebu hinni fögru og.manni hennar, "rrrFffiffgfcrin—frdTrLt -jirfnrm-cH - að ícgurð Batsebu og íólskubrögð- urn Dayíðs. Það er ]*ó i sjálfu sér ekkcrt merkismál, þvi að ekki skort- ir sögur um fagrar konur og vífna menn. Þáttur Úría er aftur á móti fágætur. Davíð kallar hann úr stríð- inu heim til hallar sinnar og segir: „Farðu heim til þinnar fögru konu, og láttu þér líða vel“. En’ Úría fer hvergi, og situr áfram á hallartröpp- unum. Þegar Davíð gengur til hans öðru sinni og spyr hann hvers vegna hann fari ekki heim, svarar Úría á þessa leið: „Þjóð mín á í ófriði. Úti á vígvöllunum eru bræður mínir að berjast. Og þar er örkin, helgidómur þjóðarinnar, í hættu. Hvers vegna skyldi ég þá fara heim og njóta hvíldar?“ Hinn óvirka þegn mætti kalla illan þegn. En ekki er líklegt að sá skiln- ingur hafi vakað fyrir Agli á Borg, er hann yrkir Sonartorrek og telur sér það helzt til huggunar, að í syni hans hafi ekki verið „ills þegns efni vaxið“. Egill var ágjarn einstaklings- hyggjumaður og engan veginn til fyrirmyndar um hugulsemi við ná- ungann. Þó má sýna fram á að vík- ingur þessi bar skyn á gildi félags- liyggju og þegnskapar. Um það ber vott 20. vísan í Arinbjarnarkviðu (vísan hér færð til nútímamáls): Það hann vinnur, er þrjóta mun flesta menn, þótt fé eigi; því að eigi er skammt milli skata liúsa né auðskeít almaiina spjót. Hér er Arinbirni svo lýst, að hon- um safnist sá auður, er aðra menn skorti, þótt ríkir séu að fé; að hann láti sig ekki muna um spölinn yfir í grannans garð (í erindum vinsemd- ar og liðsemdar); að hann vilji skefta „almanna spjót“, þ. e. leysa hvers manns vandræði. Þegar vér lesum Eglu, ættum vér að taka vel eftir Arinbirni hersi. Hann var glæsi- menni, tiginborinn og hraustur, manna sættir, óspar á sjálfan sig — í sannleika góður þegn. Fátt þykir fegra í heimi tóna og hugsjóna en „Söngur Solveigar“ í leikriti Ibsens, „Pétur Gautur“. Söngur Solveigar er lausnaróður kærleikans yfir manni, sem hafði komizt í tröllahendur. Tröllin þau vissu sínu viti. Þau höfðu sínar á- kveðnu skoðanir á lífinu. Vizku sína og metnað boða þau með þess- um orðum: ..Fn -jntr - sem- myrk- erti--- öll dæguv, er máltækið: l’ursi, ver sjálfum ]>ér niegur“. I líkingaskáldskap táknar tröll eða áljur æviidega það, sem ómennskt er eða hálfmennskt aðeins — hið óþíða, einræningslega, kaldrifjaða, sérgóða. í þeirri fylkingu á heima sú Þökk, er grætur þurrum tárum, þeg- ar mannlegt félag er í hættu statt og reynir, felmtrað og fálmandi, að bjarga ljósi sínu og hamingju (,,Baldri“). Tvennt er það með þessari þjóð, sem á nálægum tíma' hækkar kröf- urnar um almenna þegnlund og fé- lagshug. Annað er veiting mjög víð- tæks kosningarréttar. Hitt er fulln- aðarskrefið til sjálfstæðis og lýð- veldis. Til þess að slik höfuðréttindi reynist ekki óverðskulduð og beint hættuleg, verða rnenn að skilja, að þeir eru verði keyplir, dýru verði, og að almannavelferð er undir því komin, að hver kynslóð sýni vakandi og vaxandi félagshyggj u, góðgirni og fórnfýsi, — í smámunum hvers- dagslífsins, í stórmunum foryztunn- ar. • Friðrik A. Friðriksson. Tíbet Frh. af 13. síðu hersveitir þeirra fengju að fylgja honum. Tíbetbúar höfnuðu þeirri kröfu, og „hans rósemi“, Tashi Lama, tók sér aftur bólfestu í Austur- Tíbet, rétt utan við landamæri Tí- bétríkis. Þar andaðist hann í nóv- ember 1937, og Tíbet átti nú hvorki andlegan né veraldlegan drottnara. Þann 20. júlí 1939 var frá því skýrt í Chungking, að munkar í Tíbet hefðu, í samræmi við erfðavenj una, fundið Dalai Lama endurfæddan. Fannst hann í þorpinu Taherze í aust urhéraði landsins Koko-Nor. Dreng- ur þessi hafði fæðst í sömu klukku- stund og Dalai Lama hafði gefið upp andann. Svipur hans var mildur og ástúðlegur, og prestarnir lýstu því yfir, að enginn efi væri á því, að hann bæri merki þess að eiga sál Dalai Lama. 1 febrúar 1940 var hann krýndur veraldlegur stjórnari Tibet og gefið nafnið Jampel Gyat- sho. Val hins fjórtánda Dalai Lama var opinberlega viðurkennd af stjórn- inni í Chungking, sem að nafni til drottnar enn yfir Tíbet. Kínversku yfirvöldin önnuðust líka að mestu leyti flutning drengsins til Lasha, og 29 ••áHttð-—wrr* að— l:ini.'ci~ska~—stjúrnin myndi gera aðra tilraun lil þess að nú stjórn landsins í sínar hendur. I fyrsta sinn í mörg ár hefir nú kínversk sendinefnd aðsetur í Lasha, og tíbetönsk sendinefnd hefir aðset- ur í Koko-Nor, vestasta héraði Kína. En jafnvel í hinu afskekkta Tíbet má finna merki þess, að nútímahug- sjónir séu að ryðja sér til rúms. Vegna ýmissa stjórnarviðburða hef- ir nýlega verið stofnaður í landinu þjóðernisflokkur, sem er andvígur Lamastjórninni og vinnur að því að breyta Tíbet í „nútíma ríki“. Loðfeldurinn Framh. af 23. síðu. um sendi starfssystur sinni í silkikjólnum ibyggið augnaskot. Á leið til hádegisverðar rakst Julius Jensen á vin sinn banka- gjaldkerann. — Eg vona, að ég hafi ekki tafið þig mikið, sagði hann. — Eg veit, að þú ert önnum kaf- inn, en þessi frú Svane var sann arlega ásjáleg. — Langt frá því, kæri vinur, — ekki hið minnsta — ég vil gjarnan gera þér greiða. Stuttu eftir að þú hringdir kom reynd- ar frúin sjálf .og tók alla þá pen- inga, sem hun átti í bankanum. Hún sagðist ætla að ferðast til útlanda með lestinni núna klukk an tvö. — En hvað er þetta, kæri Jensen — er þér að verða illt? SVÖR r við „Hver samdi lagið“ 1. Bizet, 2. Sibelius, 3. Verdi, 4. Bach, 5. Lehár, 6. Strauss, 7. Beet- hoven, 8. Tsjaikovski, 9. Mozart, 10. Puccini. Fyrst. . . . Pappír úr hör og ullardulum var fyrst búinn til árið 1000, en úr hálmi árið 1800. # Póstafgreiðsla var til í fornöld, en lagðist seinna niður. Komst á fót aftur reglubundin á Frakklandi 1462, á Englandi 1581 og í Vesturheimi 1710. # Frímerki voru fyrst notuð á Eng- landi af Rowland Hill 1840.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.