Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1950, Síða 47

Íslendingur - 23.12.1950, Síða 47
JAKOB Ó. PÉTURSSON : l k * Glataður sonur Ég sá hann að kveldi, soninn týnda, er sat fiann á kránni og drakk sitt staup. Enginn fékk honum alúð sýnda, örbirgðin nakin við skaut hans kraup. Hann hlýddi þögull á glasaglauminn og gaf sínum hneigðum slakan tauminn, — vínið var dagsins vinnukaup. DANSLEIKUR 0 ó 2. jóladag á Hótel Nörðurlandi. / lofti, mettuðu sagga og svælu, situr hann einn við duklaust borð. Hugurinn dvelur við horfna sælu, hálfgleymd faðmlög og blíðuorð. Hann dvelur við óm frá Ijúfum lögum, leiknum á œskunnar sólskinsdögum, — við hamingjurán og hjartamorð. Hann situr hér einn í innzta horni, sem óboðinn gestur í veizlusal, er áður fyrr, á æskunnar morgni, var ýmsum kunnur í borg og dal. Iiann á hvorki félaga, föður né móður, frændur, unnustu, son eða bróður. Hvar er nú allt hans vinaval? Hann hellir í bikarinn, ber hann að munni, bergir á miðinum drjúgan teyg, og finnst að lokum sem allt, er hann unni, sér endurgefist í þeirri veig. Það færist bros yfir bleikfölan vanga, sem blóm fyrir vitum hans minningar anga, — svo bindur hann úr þeim brúðarsveig. Þá hverfa sýnir, og höfuðið hnígur á hendur fram yfir drukkið glas. Hann finnur, að einhver á fót hans stígur, menn flykkjast um hann með hróp og þras. Þá stendur hann upp og stólinn þrífur, stóryrðaflaumur loftið klýfur, — skjótt hefir brugðið um skap og fas. Frá brákuðum stólum og brotnum glösum, hann berast lœtur með fólksins straum. Beizkjan er rénuð, þótt blœði úr nösum, brigzlyrði heyrast úr torgsins glaum. Sú list er töm jafnt körlum sem konum að kasta steinum að glötuðum sonum, er urðu að jarða sinn æskudraum. (1935) Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2—4 e. h. sama dag. * Aramótafagnaður Nýársklúbbsins verður haldinn að Hótel Norðurlandi á gamlárskvöld kl. 10 e.h. Fram til jóla tekur hótelstjórinn á móti áskriftum. Félagsskírteini verða afhent á 2. jóladag kl. 4—-6 e. h. á Hótel Norðurlandi. ; Stjórnjn; JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1950 43

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.