Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 3

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 3
F A X I 63 Keflavíkurleikhúsið Hér um árið kom fram á leiksviði í Reykjavík dularfullt leikrit, að því leyti, að höfundur lét sín ekki getið, og enginn gat því vitað hver liann var. En leikritið hét Gimbill. Hið eina forvitnilega við þetta verk mun hafa verið það, hve höf- undurinn var hlédrægur, og gaman fólks- ins af leiknum það að geta upp á hon- um. Ymsir voru tilnefndir höfundar, nieðal annars ágætir menn í Keflavík. A leiksviði í Reykjavík gekk leikurinn með hvíidum. Eftir að menn fengu loksins að vita, að enginn Islendingur mundi hafa verið svo hugkvæmur að geta sett leikinn saman, heldur Breti eða íri, þá varð hlé a sýningum. Aðstoð hins íslenzka „höf- undar“ reyndist þess ekki megnug, að halda þeirri spennu uppi, sem komin var um hinn mikla leyndardóm, höfundinn. bað er heldur ekki furða, því gerð leiks- ins og efni — ef hægt er að tala um efni i honum, er hvorttveggja mjög í molum Sigmar Ingason mjög snoturlega. Frá hendi höfundar gæti þessi persóna verið flest annað en útgerðarmaður, þó ekki hetja úr frelsisbaráttu Ira. Frú Malínu, konu hans, lék Þóninn Sveinsdóttir. Hún er sú af leikurunum, sem sviðvönust mun vera og reyndust, enda var frúarleikur hennar prýðilegur. Eddu dóttur þeirra hjóna lék Inga Arnadóttir, ung og falleg stúlka. Hún lék dótturhlutverkið af mikilli leikni og áræði, og má það hafa verið þolinmæðis- verk af henni að læra það. Konna, annan soninn á heimilinu, lék Eggert Ólafsson, ungur og fallegur piltur, og má segja það sama um hann, að tölu- vert hefur hann þurft að leggja á sig til þess að skila hlutverkinu svo vel sem hann gerði. Bárð, annan son, lék Gunnar Kristófers- son af smekk og hófsemi. llagnar Sveinsson, einhverskonar farand- sveinn, lék Guðmundur Pálsson úr Reykja- vík, sem gestur. Hann mun vera lærður leikari, enda fór hann vel með sitt hlut- verk. Jörgínu vinnukonu og Klóa Keflavíkur- gæja léku þau Móeiður Skfiladóttir og Sverrir fóhannsson, og var frammistaða þeirra lýtalaus og furðugóð, þar sem þau munu bæði lítið hafa fengist við leiklist hingað til. 1 fáum orðum var leikurinn prýðilega leikinn, og má að sjálfsögðu þakka það leikstjóranum að ná þó því litla viti, sem í leiknum kann að vera, fram á sjónar- sviðið. Það er mjög æskilegt að leiklist geti þrifist hér. En í næsta vcrkefni til sýn- ingar þyrfti að vera meiri töggur, því að leikendurnir sýndu það að þeir geta tekið leiðbeiningum og þeir geta leikið. — Þessvegna ekki Gimil eða aðra vanskila gemlinga aftur. V. G. °g lélegt. Staðsetning leiksins á að vera í Kefla- yik, í ákveðnu húsi með ákveðnu nafni. Hvorki höfundur né „aðstoðarhöfundur:“ hafa til Keflavíkur komið, að maður heldur, og áreiðanlega ekki í hið tiltekna hús. Þær lýsingar, sem beint og óbeint koma fram í leiknum á þeim merkilega hæ, Keflavík, eru út í hött, gætu ef til vill átt við svið 19. aldar, ef nútíminn sjalfur, flugvöllurinn og flugtæknin, gægðust ekki fram líka í sömu andrá. Þetta er falskt og klaufalegt. En hug- myndahringsól höfundarins tengir þetta hvorttveggja saman, á heimili útgerðar- manns á nokkrum kvöldum. Leikrit þetta var tekið til meðferðar nu a dögunum í Keflavíkurleikhúsinu. Leikstjóri og leikendur hafa gert þess- um leik það hátt undir höfði að taka hann úl syningar, og leika hann vel. Leikstjór- inn> Idelgi Skúlason, hefur áreiðanlega 'agt í það mikla vinnu og lægni að koma honum á svið. Sú starfsemi hans er mjög þakkarverð, enda mun hann hafa notað leikinn í sambandi við leikskóla sinn hér syðra, og flestir leikendurnir þar notið kennslu hans og leiðbeininga. Leikendur hiru hka vel og hófsamlega með þær per- sónur, sem þeir áttu að sýna, og ég held ge't eins mikið fyrir þær og hægt er að ætlast til. Skarpheðinn Hádal útgerðarmann, lék Knattspyrnulið Keflavíkur, sem keppti á Akur- eyri. Myndin birtist í einu dag- blaði bæjarins dag- inn eftir keppnina Akureyrarferð knattspyrnumanna Knattspyrnuflokkur frá Keflavík fór í heimsókn til Akureyrar 11. og 12. maí s.l. Var farið með flugvél báðar leiðir. Á laugardagsmorgun norður og komið aftur heim á sunnudagskvöld. Leiknir voru tveir leikir fyrir norðan, sá fyrri á laugar- dag kl. 5 og lauk honum með sigri Akur- eyringa 6:3. Hinn síðari á sunnudag kl. 2 og lauk honum einnig með sigri Akur- eyringa 2:1. Báðir voru leikirnir hinir skemmtilegustu og jafnari en markaúr- slit sýna, enda sögðu Akureyrarblöðin eftir leikina „að markamunurinn væri meiri en mismunur liðanna á vellinum benti til.“ Veður var gott og voru áhorf- endur að báðum leikjunum mjög margir. Eftir seinni leikinn var leikmönnum boðið í kaffisamsæti að hótel K. E. A. Móttökur Akureyringa voru allar hinar beztu og senda Keflvíkingar þeim hinar beztu kveðjur. Síðar í sumar koma Akureyringar til Keflavíkur og verður þá keppt í hinni árlegu bæjakeppni í knattspyrnu, sem að þessu sinni á að fara fram í Keflavík. L

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.