Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 19

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 19
F A X I 79 hækkað mjög á síðari árum. T. d. var meðalkaup karla árið 1935 50 cent á klst., nú er kaup karla frá 1,37—1,70 dollar á klst., en kaup kvenna 1—1,10 dollar. Er við virtum fyrir okkur störfin í frysti- húsinu, tókum við eftir því að fiskflökin voru vegin frá hverjum flökunarmanni og pakkarnir taldir frá hverri stúlku. Við spurðumst nú fyrir um, hver væri til- gangur þessarar umsjónar og fengum þá skýringu, að þannig væri fylgst með meðalafköstum fólksins. En meðalafköst flökunarmanna voru talin 800 pund af flökum á 8 klst. og hjá konum við pökkun 185 punds-pakkar á klst. En aukin afköst koma verkafólkinu til góða. Þannig er í samningum ákveðið, að þeir skulu endur- skoðast á ári hverju og hafi þá meðal- afköst verkafólks hækkað, hvort sem er vegna dugnaðar fólksins eða vegna auk- innar tækni, þá hækkar kaup fólksins til samræmis við aukna framleiðni. Eru slík ákvæði í samningum verkalyðsfélaganna mjög algeng í Bandaríkjunum. Hér var okkur sagt að íslenzki frysti- fiskurinn væri þyrnir í augum sjómanna og vildu þeir helzt innflutningsbann á frystum fiski. Við höfðum nú skamma dvöl í Glou- cester, en héldum nú aftur til Boston. En cr þangað kom var farangri pakkað og nu var ekið út á flugvöll, en þaðan var lagt af stað kl. 6.05 e. h. og var ferðinni nu heitið til New-York, sem var síðasti afangi ferðarinnar. New York. Eftir 50 mínútna flug blasti við ljósa- haf New-Yorkborgar, en þar áttum við að dvelja síðustu viku ferðarinnar. Næstu tveir dagar voru frídagar, þ. e. þá daga vorum við ekki bundnir við ferðaáætlunina og voru þeir því notaðir til þess að sjá ýmsa merka staði í borg- inni og svo til þess að verzla. Reynt var að hafa uppi á Islendingum, sem búsettir voru í borginni eða nágrenni hennar og hafa tal af þeim. Sunnudaginn 23. okt. heimsótti okkur Islendingur, Bragi Einarsson, er dvaldi um tíma í New York og kynnti sér viðgerðir bíla og véla. Hann ók með okkur víða um borgina meirihluta dagsins og sýndi okkur ýmsa staði, er við höfðum fróðleik og ánægju af að sjá. Við ókum um og stönz- uðum í Walstreet, hinu fræga stræti kaup- hallanna og fjármálamannanna. Hér var allt í kyrrð og ró, varla sást maður eða bíll á ferð. Hér var líka sunnudagur. Við stigum út úr bílnum og virtum fyrir okkur hina háu steinkastala, er sumstaðar báru þess merki að ræningjar og óaldar- lýður hefði verið þar á ferð, skotför og skrámur sáust víða á veggjum. Ekið var gegnum Kínaborg, Chinatown, en svo eru hverfi eða borgarhlutar þeir nefndir, er Kínverjar búa sérstaklega. En slík hverfi eru til svo að segja í hverri borg. Víða eru hér hrörleg hús og þrifnaði ábótavant. Þá lá leið okkar gegnum Central Park, sem er opið svæði milli 59. og 110. strætis. Hér er náttúran friðuð i miðri stórborginni. Margt er að skoða og dvöldum við hér um stund. A leið okkar um borgina ókum við framhjá mörgum stórum byggingum, sérkenni- legum, tignarlegum og fögrum. Eg hefi áður lýst „Heimsveldinu“ Empire State,, sem gnæfir eins og jötunn yfir borginni. Þá má nefna hina tignarlegu Chrysler- byggingu, sem er önnur hæsta bygging í heimi, 77 hæðir, Rockefeller-byggingin, sem stendur á 12 ekrum lands, milli 48. og 51. strætis. I vesturhorni byggingar- innar er hið fræga kvikmynda- og söng- leikahús, Radio City Music Hall, sem er talið stærsta kvikmyndahús í heimi. En þar fara einnig fram hljómleikar og þar eru sýndir söngleikir á undan kvikmynda- sýningum. Þá má nefna hina sérkenni- legu Times-byggingu, þríhyrningslöguð bygging á mótum 7. götu og Broadway, við 42 stræti. Þar í verzlunarhverfinu við Times Square, eru ljósaauglýsingarnar skrautlegar og fjölbreytilegar og ljósa- dýrðin mikil á kvöldin, enda er þar oft fjölmennt. A strönd Manhattan við Austurá stend- ur mikil og sérkennileg bygging, ólík að stíl öðrum byggingum og er þess vegna auðþekkt öllum, er einu sinni hafa séð hana eða mynd hennar. Þetta er bygg- ing Sameinuðu þjóðanna. Thor Thors sendiherra var um þetta leyti í New York á vegum Sameinuðu þjóðanna. I boði hans skoðuðum við bygg- ingu Sameinuðu þjóðanna í fylgd með sendiherranum og frú hans. Var hér fróð- legt um að litast og er byggingin ekki síður sérkennileg að innan en utan. Marga fagra og sérkennilega hluti er þar að sjá, en sérstaka athygli okkar vakti veggteppi eitt mikið, er hékk í fulltrúa- salnum í aðalbyggingunni. Veggteppið er þakklætisgjöf frá Belgum til Sameinuðu þjóðanna, og eiga myndir þess að tákna frið, velmegun og jafnræði. Veggteppið er 14,4X9,5 m að stærð og er sagt að í það hafi þurft 150.000 km af garni eða þráð, sem ná mundi nær fjórum sinnum kringum jörðina um miðbaug. Það er teiknað af belgískum listamanni, Peter Colfs að nafni og er mjög fagurt og lit- auðugt. Sendiherrann þurfti nú að sitja fund stjórnmálanefndarinnar og bauð hann okkur að hlýða á fundinn, ef við hefðum áhuga fyrir, því á fundi þessum ætti að ræða um kjarnorkuna til friðsamlegra nota. Við þáðum boðið þakksamlega og sendiherrann skaut okkur inn á fundinn sem blaðamönnum frá Íslandi. Þetta var 26. okt.). Við settumst nú í stúkur blaðamann- anna og fengum hlustunartæki og gátum nú hlustað á fulltrúana á fimm tungu- málum eftir því hvernig við stilltum þau, ef málakunnátta hefði verið til þess. Fundur þessi varð nú lengri en við var

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.