Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 9

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 9
F A X 1 69 17. JÚNÍ Enn á ný nálgast Þjóðhátíðardagur vor 17. júní. Hann ætti ætíð að gefa okkur tilefni til að hugleiða tilefni hans, og hvar við erum á vegi staddir, — hvort þjóðin hefur í raun og sannleika tileinkað sér hugsunarhátt afmælisbarnsins, Jóns Sig- urðssonar. Allir viljum vér að íslenzka þjóðin sé og verði sjálfstæð þjóð, eða er ekki svo? En metum við í raun og veru sjálfstæði vort svo mikils, sem ýmsar aðrar þjóðir, sem orðið hafa að fórna miklu blóði fyrir sjálfstæði sitt? Ef til vill hefir sjálfstæði vort verið of auðfengið til að við getum metið það sem skyldi. Eða hverjax' fórnir erum vér fúsir að færa fyrir sjálfstæði vort? Ber ekki þjóðfélag vort meiri svip af kröfum og stéttarríg en samheldni og fórnfýsi. Láta ekki stjórnmálamennirnir stundum flokks- hagsmuni sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmun- um þjóðfélagsins? Og erum við ekki alltaf fusir til að hleypa gullasnanum inn um borgarhliðin? Og þó. Ef til vill er þetta of mikil svartsýni. Vissulega er víða fórn- Eins og undanfarin ár fögnuðu skát- arnir hér sumri með hátíðahöldum sumar- daginn fyrsta. Söfnuðust skátarnir saman við heimili sitt klukkan tíu um morguninn. Voru þar einnig komnir skátar frá Njarðvíkum. Var gengið fylktu liði frá skátaheimilinu til kirkju og var Lúðrasveit Keflavíkur í fararbroddi og lék göngulög. Kirkjan var þettskipuð fólki. Athöfnin þar hófst með því að Inga Árnadóttir las bæn. Þá talaði félagsforingi Heiðabúa til hinna ungu •verðandi skáta, er nú áttu að vinna skáta- heitið. Að þessu sinni unnu heitið 70 stúlkur og 25 drengir. Er þetta einn fjölmennasti hopurinn, sem unnið hefur skátaheitið í einu, og sýnir þetta að mikil gróska er hér i skátafélaginu. Öll þessi börn höfðu lokið skataprófum sínum fyrir sumardaginn fyrsta. fýsi að finna í þjóðfélagi voru. Reykja- lundur og Hrafnista eru glæsileg dæmi um samhug, sem tekist hefir að skapa um þörf málefni. Margt slíkt fleira mætti nefna svo sem Slysavarnafélagið. Um endurheimt handritanna eru allir sammála. I landhelgismálinu sömuleiðis. Þessi dæmi sína, að hægt er að sameina kraftana, þegar forráðamennirnir leggjast á eitt. Og hér er komið að kjarna máls- ins. Þó að eðlilegt sé og heilbrigt að menn greini á og deili um málefni, þá held ég að stjórnmálamenn vorir deili stundum af óþarflega mikilli óbilgirni, og sundri þar með kröftunum í stað þess að sam- eina. Ég held að stefnur flokkanna séu ekki eins ólíkar og menn vilja vera láta, og ef forráðamennirnir vildu setja hags- muni heildarinnar ofar flokkslegum og persónuelgum hagsmunum, gætu þeir rameinað þjóðina til átaka um að vernda sjálfstæði vort, tryggja okkur stjórnmála- legt, fjárhagslegt og andlegt frelsi. Og þetta á þjóðin að láta stjórnmálamennina vita. G. M. Séra Guðmundur Guðmundsson þjón- aði fyrir altari og flutti prédikun. Seinna um daginn héldu svo skátarnir skemmt- anir og voru tvær sýningar fyrir börn og ein fyrir fullorðna. Var mikil fjölbreytni á skemmtunum þessum, enda var þeim vel tekið af áhorfendum, þó sérstaklega af börnunum, enda virðist svo vera, að þau kunni betur að meta slíkar skemmtanir, sem unglingarnir hér koma upp og leggja mikla vinnu í í frístundum sínum. Á barnaskemmtununum skemmtu skátar frá Reykjavík við mikla hrifningu, enda voru fyrri skemmtanirnar einungis mið- aðar við hæfi barnanna hvað atriði snerti. Um kvöldið var svo skemmtun fyrir full- orðna og voru þá önnur atriði höfð fyrir þá. Um kvöldið var svo dansleikur fyrir skátana. I. Vormót Suðurnesja í knattspyrnu 1. maí s.l. hófst í Keflavík fyrsta vor- mót Suðurnesja í knattspyrnu. Mótið var haldið á vegum I. B. K. en knattspyrnu- nefnd I. B. K. sá um mótið. Þátttakendur í móti þessu voru: Knatt- spyrnufélagið Reynir Sandgerði, Iþrótta- félag Keflavíkurflugvallar, Knattspyrnu- félag Keflavíkur og Ungmennafélag Keflavíkur. Urslit urðu þau að Knattspyrnufélag Keflavíkur bar sigur úr bítum og hlaut 5 stig, U. M. F. K. hlaut 4 stig, í. K. F. 2 stig og Reynir 1 stig. Heildarúrslit: K.F.K 2 1 0 8:6 U.M.F.K 1 2 0 10:9 Í.F.K 0 2 1 7:8 Reynir 0 1 2 8:10 Knattspyrnufélag Keflavíkur var vel að sigrinum komið, þar sem þeir áttu jafn- bezta lið mótsins. U. M. F. K. komst lengra í mótinu en almennt var búizt við, en þó voru nokkrir leikmenn liðsins ekki í nógu góðri þjálfun. í. K.F.-liðið kom mjög á óvart í móti þessu þar sem liðið er skipað nokkrum frískum mönnum. Átti liðið allgóða leikkafla, en meiri festu skorti í liðið. „Reynir“ varð nú að Iáta sér lynda að hafna í aftasta sæti og er lið Sandgerðinga nú greinilega í öldudal, eftir að hafa tapað Eiríki Helgasyni úr liðinu. Dómarar í mótinu voru allir af Suður- nesjum og leystu þeir störf sín sómasam- lega af hendi. Keppt var um glæsilegan bikar gefinn af Vörubilastöð Keflavíkur. H. G. 1 Suðurnesjamenn! | Framleiðum alls konar X X húsgögn, innréttingar og J> | innihurðir. X | Fyrsta flokks vinna, — | | fljót og örugg afgreiðsla. X I TrésmiSja | $ Arna Einarssonar | f Sandgerði. Sími 11 a é><!><>0<!y!><>^><!><!><!^^ Sumardagurinn fyrsti og skótarnir

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.