Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 15

Faxi - 01.06.1957, Blaðsíða 15
F A X I 75 Ragnar Guðleifsson: Kynnisför til Bandaríkjanna (Niðurlag). Boston. Frá Chicagó til Boston er nokkuð löng leið, þó loftleiðin sé farin eða álíka vega- lengd og frá íslandi til Skotlands. Við lögðum af stað frá Chicagó kl. 18,10, 19. okt. og lentum á flugvelli í Boston kl 22,40 um kvöldið, eftir 3i4 klst. flug, því nú höfðum við aftur flýtt klukkunni um eina klukkustund. Viðstaða okkar í Boston var aðeins 2 dagar og gafst því ekki tækifæri til þess að skoða borgina sem skildi, en er við flugum yfir borgina mátti glögt sjá, að Boston er ekki skipulögð á sama hátt og þær aðrar borgir, er við höfðum áður gist. Strætin eru hér óreglulegri og krókóttari. En þetta er skiljanlegra þegar það er haft í huga, að Boston er með elstu borgum Bandaríkjanna og ber því svip Evrópu- borga. Hón er einhver mesta menningar- borg ríkjanna,þar er hinn frægi Harvard háskóli og fjöldi annara háskóla og menn- ingarstofnana. Boston var stofnuð af enskum mótmælendum, en á síðari árum hefur kaþólskum mönnum, einkum Irum og ítölum fjölgað þar mjög, svo nú er þar einhver helzta miðstöð kaþólskra í Bandaríkjunum. Til Boston var ferðinni heitið til þess að fræðast um fiskiveiðar og fiskiðnað á austurströnd Bandaríkjanna, og skyldum við mæta í fiskmarkaðshöllini kl. 10 morg- uninn eftir. En er þangað kom var öllum markaði lokið þann daginn. Hefðum við þurft að vera mættir kl. 7 um morg- unin til þess að geta fylgst með löndun fiskjarins og sölu hans. En hér höfðu ein- hver mistök orðið um að tilkynna okkur réttan tíma. Við skoðuðum nú fiskmark- aðshöllina og fiskiskipin. Ekki urðum við sérstaklega hrifnir af skipakostinum. Tog- ararnir voru allir litlir og mjög úr sér gengnir, enda var okkur sagt að engin endurnýjum fiskiskipastólsins hefði átt sér stað síðan í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Hér eru einnig stórir vélbátar, sem veiða í botnvörpu. En allstaðar er sömu sögu að segja, fiskverðið er of lágt, útgerðin ber sig ekki. — Hér eru hlutaskipti og hefur skipshöfnin 60% af andvirði aflans. En hér af greiðir hún alla olíu skipsins, fæðis- kostnað allan og ís á öðrum tíma árs en yfir sumarið, þá greiðir útgerðin ísinn. Frá óskiptum afla dregst: Sölukostnaður, viktargjald, leiga á dýptarmæli, þóknun til vélstjóra og stýrimanns. A fiskimarkaðnum var allt með kyrrum kjörum. Allar sölur dagsinns voru um garð gengnar. En af frásögn fengum við hugmynd um, hvernig þær fara fram. Þegar skip koma að landi tilkynnir skip- sjóri aflamagn þess og fisktegundir á fisk- markaðinn. Fiskikaupmennirnir kynna sér hve mikið framboð muni verða af fiski þann daginn, en það sjá þeir á töflum í fiskmarkaðshöllinni. Þar eru skráð nöfn þeirra skipa, er landa þann daginn, afla- magn þeirra og fisktegundir. Uppboðið hefst svo með því, að uppboðshaldarinn óskar tilboða í afla ákveðins skips og í hverja tegund fyrir sig. Kaupmennirnir bjóða nú hver í kapp við annan, þar til hámarksverði hefur verið náð, hverju sinni. Þó borgin sé upphafiega byggð af Eng- lendingum hafa fiskimennirnir ekki tekið upp markaðshætti eins og tíðkast heima í Englandi. En þar fer sala fiskjarins á markaðnum þannig fram, að fiskinum er skipað á land og geta kaupendur kynnt sér gæði hans eftir föngum. Eftir það hefst uppboðið. 1 stað þess að óska tilboða nefn- ir nú uppboðshaldarinn hæsta markaðs- Frá Boston: Gamla ráðhúsið, þar sem sjálfstæðis- yfirlýsing Banda- ríkjanna var birt landsstj óranum enska 1776, og fræg er undir nafninu frelsisyfirlýsingin.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.