Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 4

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 4
160 F A X I Marta Valgerður Jónsdóttir: Minningar frá Keflavík Smiðjan var næsti bær fyrir neðan Hjörtsbæ og stóð hér um bil innan og neðan við hornið á þeim hinum mikla steingarði, sem byggður var eftir aldamót, frá Duusverzlunarhúsi upp með Vestur- götu. Þetta var fallegur vallgróinn bær með tveimur timburþiljum, sem sneru mót suðri. Bærin var vel byggður og prýðilega um hann gengið, bæði úti og inni. Aðal- húsið var portbyggt, stofa niðri mót suðri og uppi yfir henni baðstofan. Bæjardyr þiljaðar og inn af þeim eldhúsið, sem sneri í norður. Þar var einnig búr og gengt stofu norðanmegin var kamers. Loft var yfir bæjardyrum. Stór lóð, mót austri og suðri, fylgdi þessum bæ. Þar uxu matjurtir, kartöflur og rófur og fleiri káltegundir, allt mjög vel hirt. Hlaðið var lagt sléttum hellusteinum en fíflar, sóleyjar og gleym- mér-ei hjúfruðu sig alstaðar upp að bæn- um og mynduðu eins og krans upp með veggjum og þekju. Þarna bjuggu hjónin Anna Gísladóttir og Magnús Engilberts- son bæði myndar hjón, enda valinkunn. Magnús var lærður smiður, mikill hag- leiksmaður og prúðmenni. Hann var fyr- irmannlegur og sviphreinn, vel vaxinn og karlmannlegur. Var það allra manna mál, að ekki fyndist vandaðri maður til orðs og æðis en Magnús. Anna Gísladóttir var lítil vexti, fínleg Engilbert Magnússon, Guðmunda Gísladóttir. og kvik í hreyfingum. Hún var myndar- leg kona og þrifin, svo að af bar. Hún saumaði karlmannaföt og allan annan íverufatnað, einkum fínan kvenfatnað. Hún var hannyrðakona og margt annað lagði hún á gjörva hönd. Eitt verk henn- ar, sem 'hún gerði af mikilli list var að klippa út líkklæði. Mun hún hafa verið eina konan í Keflavík, áður en móður mín fluttist þangað, sem tók það verk að sér. Sá siður var 'þá á og reyndar löngu fyrr, að fólk lét búa til klæði utan um hina dánu úr hvítu næfurþunnu lérefti, er kallað var lí'kléreft. Léreftið var eins og stífað væri og líktist pappír, var því auð- velt að klippa það. Búin var til serkur, koddaver, lak og klútur, allt klippt að utan með laufskurði. A serknum var stór slaufa á brjósti, rósum prýdd og rósabekkur á laki og klút og rós í hornum á koddaveri. Var þetta allt klippt. Mynstrin voru að sjálfsögðu af fleiri gerðum, sum einföld önnur viðhafnarmeiri, var oft lista fallegt handbragð á þessu þegar vel tókst, eink- um var frábær vinna á líkklæðum þeim er Anna í Smiðjunni gerði, hygg ég að það handbragð hafi mátt teljast til listaverka. Þær Anna og móðir mín kynntust vegna þessarar yðju, móðir mín klippti einnig og hafði gert svo frá því að ég man fyrst til. Þegar verki var ldkið höfðu þær báðar sama hátt á, þær fóru og kistulögðu líkið, gengu frá öllu eins og bezt fór, lásu bænir og sungu sálm. Báðar þessar konur fram- kvæmdu þessa athöfn eðlilega en með virðuleik og öryggi. Þessar stundir urðu helgistundir. Barnshugurinn fylltist lotn- ingu og ótti dauðans hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég mun hafa verið ellfeu ára að aldri, er móðir mín sendi mig einn góð- virðisdag, að sumarlagi, niður í „pláss“ til Onnu í Smiðjunni. Anna tók mér eink- ar vingjarnlega og bauð mér inn til sín upp í baðstofu, hafði ég þó skilað erind- inu strax við bæjardyrnar. I baðstofu voru fjórar lokrekkjur, tvær við hvora hlið, og héngu sparlök fyrir hverri rekkju. I innra rúmi, hægra megin, lá húsbóndinn, en hann hafði þá verið sjúklingur í nokkur ár. Hvít sparlag héngu fyrir rekkju hans, sængurfötin slétt og fín með drifhvítum verum, og sjálfur var hann í hvítri skyrtu. Hann lá þarna fyrirmannlegur og æðru- laus og göfugmennskan skein af andliti hans. Ég sat á rúmi Onnu gegnt rúmi Magnúsar og þáði góðgerðir við dúkað borð sem stóð undir glugganum. Þegar ég gekk niður baðstofustigann, spurði Anna mig, hvort ég hefði komið í svona bæ fyrr. Eg kvað nei við því. Eg ætla þá að sýna þér bæinn minn, sagði hún og svo sýndi hún mér allan bæinn, hvern krók og kyma, en það var sama, hvert litið var, allsstaðar var hreinlætið í öndvegi. Þegar frú Asa Olavson, dvaldi í Kefla- vík sumarið 1900, hafði hún einhvern- tíma orð á því við Axel Möller, hve sig langaði til að koma inn í einhvern torf- bæinn. íslenzkt alþýðuheimili. Var þetta auð- í Smiðjunni, hvort frú Olavson mætti heimsækja hana. Vissi hann sem var, hver fyrirtaks umgengni var þar, en að auki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.