Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 7

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 7
F A X I 163 lag eftir Ásdísi Káradóttur við vers eftir Dagbjörtu Jónsdóttur. Formaður sóknar- nefndar flutti ávarp frá séra Eiríki Bryn]- ólfssyni, en hann var sóknarprestur í tæp- an aldarfjórðung á Utskálum, en dvelur nti vestan hafs. Var séra Eiríks minnzt með þakklæti og hlýhug og honum og fjöl- skyldu hans sendar kveðjur og árnaðar- óskir. Afmælishátíðin fór mjög virðulega fram og lauk kl. 8 um kvöldið. Hlýjar kveðjur berast. I afmælisfagnaðinum, sem haldinn var í tilefni aldarafmælis Utskálakirkju, flutti for- maður sóknarnefndar, Sigurbergur H. Þor- leifsson, neðanritað ávarp, er söfnuðinum hafði borizt frá sr. Eiríki Brynjólfssyni, fyrr- um presti að Utskálum. Við þetta tækifæri minntist formaður sr. Eiríks mjög hlýlega í sambandi við tæpan aldarfjórðungs heilla drjúgan prestsferil hans hjá Utskálasöfnuði. Nú dveldi hann ásamt fjölskyldu sinni í fjarlægu landi, en sökum þessa merkisafmælis kirkjunnar hafi þeim verið boðið heim til að vera viðstödd á af- mælishátíðinni. Þá gat hann um veikindi sr. Eiríks, sem væri ástæðan fyrir því, að þau hjónin gátu ekki þegið boðið, en að því hefðu staðið vinir hans úr Útskála-, Kefla- víkur- og Hvalsnessóknum. Að endingu flutti Sigurbergur þakkir og árnaðaróskir til séra Eiríks og fjölskyldu hans og tóku við staddir undir við ræðumann með því að rísa úr sætum. Kæra safnaðarfólk: Vancouver, 3. nóv. 1961. Hjartans innilegar kveðjur, þakkir og há- tíðaróskir til ykkar allra á þessari hátíðar- stundu. „Þetta er sá dagur, sem Drottinn gjörði. Fögnum og verum glaðir í honum.“ Við erum með ykkur í anda og samfögnum ykkur af öllu hjarta. Þið getið ímyndað ykk- ur, hversu innilega glöð við urðum og þakk- lát, þegar við fengum heimboð ykkar safn- Frá veizluhaldinu. Þorlákur Benedikts- son flytur ræðu. aðarfólksins, þótt ástæður leyfðu okkur ekki að njóta þess. En það verður okkur ógleymanlegur vottur um kærleika ykkar, vináttu og tryggð. Hjart- ans þakkir. Þegar við nú hugsum til okkar elskulegu og blessuðu Útskálakirkju, vakna ótal margar minningar, sem okkur eru innilega kærar og hjartfólgnar. Það var hátíða- og helgiblær yfir öllu, sem þar fór fram bæði í gleði og sorg. Sérstak- lega eru okkur þó í huga aftansöngvarnir á aðfangadagskvöld í hátíðabirtu og fögnuði blessaðra jólanna. Og samstarfið við organista, söngflokk, með- hjálpara og sóknarnefnd gat ekki ákjósanlegra verið. Þar voru allir með einum huga að gera sitt bezta. Blessuð Útskálakirkja hefir séð og reynt margt í 100 ár. Hún hefir fylgzt með lífi fólksins og tekið þátt í kjörum þess í bliðu Altaristaflan í Útskálakirkju. og stríðu. Hún hefir séð kynslóðir koma og kynslóðir fara. Hún hefir hlustað á söng hafs- ins við ströndina og fylgzt með sjómönnun- um úti á hafinu. Hún hefir verið umvafin birtu sólarinnar og blasað við augum síns fólks, örugg og sterk, fögur og mild og minnt það á hann sem er ljós heimsins og líf og leiðtoginn allra bezti, frelsara vorn Jesúm Krist. Hún hefir bent til hæða og minnt alla á hann, sem er vor Drottinn athvarf frá kyni til kyns og frá eilífð til eilífðar er hann vor Guð. Við biðjum og vonum, að blessuð Útskála- kirkja megi um ókomna framtíð vera öllum í Útskálasókn og mörgum fleiri hjartkært Guðshús, sem bendir til hæða og veitir skjól og öryggi, frið og gleði, von og trú fyrir hann, sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Yfir lönd og höf berast til ykkar allra, kæru vinir, okkar innilegustu kveðjur og hjartans þakkir fyrir allt fyrr og síðar. Við biðjum góðan Guð að blessa ykkur öll og að hann veiti ykkur af sinni miklu náð heill og farsæld í lífi og starfi. Guð blessi Útskálakirkju og söfnuð um alla framtíð. Með innilegri kveðju. Guðrún, séra Eiríkur, Guðný, Guðmundur, Brynjólfur og Katrín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.