Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 21
F A X I
177
A ðfangadags-
kvöldið
Gömul íslenzk jólasaga úr
,,Kirkjublaðinu".
Klukkan var orðin 5 á aðfangadags-
kvöldið, snjógangur var úti og dimmviðri
og orðið dimmt fyrir nokkru, því tungls-
laust var. Hann Þórður var ekki kominn
frá kindunum og Sigga litla var heldur
ekki komin, enda var ekki von á henni
fyrr en með Þórði. Hún hafði verið látin
fara með honum, þegar hann fór til kind-
anna um morguninn. Átti hún að fara
með mat upp að Heiði til hjónanna,
handa þeim og börnunum um jólin og eitt-
hvað af fatnaði á yngsta harnið.
Margrét var að þvo börnunum og lá nú
heldur vel á þeim, því þau áttu að fá að
fara í sparifötin sín. Margrét var venju
fremur hljóð og döpur í bragði, því að
veðrið fór versnandi og komið niðamyrkur.
„Eg er hugsandi út af því að hún Sigga
mín er ekki komin. Ég vona að hann
Þórður hafi þó farið frá fjárhúsunum upp
að Heiði til að vera með henni heim, eins
og gjört var ráð fyrir. En að hann skuli
heldur ekki vera kominn síðan í morgun.
Ég vona að það hafi ekki komið neitt fyrir
þau eða orðið að þeim. Mér kemur nú til
hugar nokkuð, sem bar við hérna þetta
kvöld fyrir 10 árum. Ég skal segja ykkur
það seinna í kvöld, þegar Sigga er komin,
ef hún þá kemur.“
I sama bili kom Bjarni inn úr garðin-
um, allur uppfenntur og fötin frosin á hon-
um. Hann var farinn að herða svo frostið.
„Það er ljóta veðrið, sem komið er“,
sagði hann um leið og hann var að losa
snjókleprana úr skegginu á sér. „Ég er orð-
inn hálfhræddur um, að Þórður hafi það
varla heim í kvöld. Það er naumast rat-
ljóst orðið. Eða hún Sigga! Það er óhugs-
andi, að hún hafi hreyft sig frá Heiði. Ég
vildi líka, að hún hefði ekki gjört það. Það
er ekki barnaveður úti núna. Hann Þórður
hefði átt að taka fyrir, að verða þar líka.
Ég vona að þú hafir sent þangað svo
mikið af matvælum, góða mín, að það
þurfi ekki að vera svangt þar um jólin,
þótt þau verði þar í nótt“.
„Það hugsa ég. En dauflegt verður
hérna í kvöld, ef þau koma hvorugt, og ef
við fréttum ekkert af Siggu“.
„Að vísu er það leiðara, en við megum
vera róleg fyrir því. Ekki þurfum við að
láta okkur koma til hugar, að hún hafi
farið nokkurt fet frá Heiði. En ekki er
óhugsandi, áð Þórður komi, þó að veðrið
sé vont.
Ég vildi að hann hefði fundið alla sauð-
ina, þá væru allar okkar skepnur inni í
nótt, nema hún Skjóna. En það þarf nú
ekki að tala um hana úr þessu. Það getur
margt orðið um skepnurnar allt sumarið
á afréttunum. Ég er viss um, að hún væri
komin, ef hún væri lifandi, hún, sem alltaf
hefir verið vön að koma sjálf um rétta-
leytið“.
„Aumingja Skjóna. Ég vildi að hún hefði
ekki kvalizt mikið“.
„En hvað þú ert orðinn fallegur, Nonni
minn, svo hreinn og vel greiddur. Og
hvað nýju fötin þín fara þér vel. Og þú
Gunna og Stína, Stebbi og Mundi, öll
í nýjum, fallegum fötum. Góð er hún
mamma við ykkur. Ég held að ég þurfi
að þvo mér líka og hafa fataskipti. Fötin
eru farin að þiðna það utan á mér, að
ég kemst nú líklega úr þeim“.
Bjarni hafði fataskipti. Margrét sópaði
snjóinn og þurrkaði bleytuna af gólfinu.
I þeim svifum heyrðist lokið upp bæn-
um, og að gengið var inn eftir göngun-
um. Var klukkan þá 5!4-
Þórður kom inn, allur snjóugur og fros-
inn að utan, og hundurinn hans með hon-
um.
„Komdu sæll, Þórður minn. Þú hefur
fengið veðrið. Komstu að Heiði? Veiztu
nokkuð um Siggu litlu?“
Þá heyrðist hlátur fyrir aftan Þórð.
„Hér er ég“, sagði Sigga og stökk inn á
gólfið, þurr og hrein, nema snjóug um
fæturna. „Komið þið sæl“, og hún kyssti
allt fólkið.
„Þegi þú Sigga. Við skulum fyrst hafa
fataskipti, og segja svo fólkinu hvað fyrir
okkur hefir borið í kvöld. Þið megið ekki
spyrja okkur neitt á meðan“.
„Þau voru heldur óþolinmóð, systkinin
og mamma þeirra enda líka. En vel lá þó
á fólkinu, er það var allt komið saman,
og ekki sízt á Þórði og Siggu.
„Ég get reyndar sagt ykkur það strax,
að ég fann alla sauðina og gaf þeim vel,
svo að þeir verða ósvangir í nótt“.
„Gott er það, Þórður minn, þá held ég
að öllum þeim skepnum, sem ég hef yfir
að segja, líði vel í nótt, enda get ég aldrei
verið vel rólegur eða ánægður nema ég
viti að þeim líði vel. Um Skjónu er ég
alveg hættur að hugsa og það fyrir löngu“.
„Ef þú getur beðið með ferðasöguna
ykkar Siggú‘, sagði Margrét, þá vildi ég
nú helzt sækja ykkur að borða og ljúka
af að skammta fólkinu. Síðan drekkum
við kaffið okkar og heyrum svo söguna
ykkar á eftir.“
Þegar fólkið var búið að borða og drekka
kaffið, hóf Þórður sögu sína, og þótti börn-
unum, og ekki sízt Siggu, komið mál til
þess.
„Þegar ég skildi við Siggu vð Heiðartún
í morgun, fór ég að leita sauðanna. Fann
ég suma inn hjá Grásteini, suma út á
Vindás, og svo hér og hvar. Kom ég þeim
heim að húsunum í dagskímu, en þegar
ég var búinn að gefa þeim var farið að
skyggja, ég orðinn þreyttur og veðrið var
að versna. Mig langaði til að komast heim,
en ég vissi, að Sigga litla mundi bíða mín
á Heiði og þrá að ég kæmi, svo að ég réð
af að ganga þangað, helzt þó til þess að
segja henni, að vera þar um nóttina. því
ég áleit engan veginn fært fyrir hana heim
í þessari ófærð og í myrkri þar á ofan, þó
að hann nú ekki herti á fjúkburðinum,
sem helzt leit út fyrir. Og ef hann herti,
var kominn öskubylur, eins og líka varð.
Þegar ég kom, var Sigga orðin sárleið
að bíða og óð og uppvæg að fara. Heiðar-
hjónin vildu fyrir enga muni sleppa henni.
Það var hvort tveggja, að þau treystu