Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 23

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 23
F A X I 179 henni ekki til að ganga, og svo þótti þeim gaman, að hún yrði. Það lá svo vel á þeim, því að Mýrarhjónin höfðu sent þeim til jólanna eins og þið. Ég vissi, að Siggu mundi langa heim, hún leit svo blíðlegum vonaraugum til mín, svo að ég tók af skarið og sagði, að hún skyldi koma með mér. En ekki leið langt um, þangað til ég sá eftir því. Ekki kom ég inn á Heiði, þetta gjörðist allt frammi í bæjardyrum, því Sigga var alveg ferðbúin, þegar ég kom. Allt gekk vel hjá okkur í fyrstu. Ég gekk á undan, bæði til þess að taka af Siggu mesta veðrið og svo til þess að hún væri í brautinni minni, og lét hana halda aftan í mig. Brátt varð ég var við, að hún var farin að þreytast, því alltaf togaði hún þyngra og þyngra aftan í mig. Loks bað hún mig að lofa sér að hvíla sig og vissi ég þá, að hún mundi vera alveg uppgefin, því hugurinn bar hana þó hálfa leið. Ég tók þá fyrir að reyna að bera hana, og þótt Sigga sé ekki þung, var hún erf- iður baggi í færðinni, sem núna er, af þvt að ég var líka orðinn þreyttur undir. En þó tók yfir allt annað, er ég varð þess var, að ég var orðinn villtur og vissi ekki hvað ég fór. Ég lét af mér byrði mína, bæði til að hvíla mig og til að reyna að átta mig, en ekki lét ég Siggu vita af, að ég væri átta- villtur og vissi ekki hvar ég færi. Ég starði út í myrkrið og gat ekki séð skyggja í neitt, er ég gæti áttað mig eftir. Ég var einkum hugsandi út af blessuðu barninu, sem nú var að nokkru leyti í minni ábyrgð. Ég bað til Guðs, svo heitt, sem ég gat, það segi ég satt, að hann greiddi úr fyrir okkur og hjálpaði mér til að koma barninu heim óskemmdu. Og vitið þið hvaðP Allt í einu ljómað birta drottins kringum okkur. Já, birta drottins, ljómandi birta leiftraði um okkur og umhverfis okkur. Ég get ekki neitað því, að mér brá við í fyrstu, og varð enda hræddur. Ég leit upp og í kringum mig. Alls staðar ljómaði sama leiftrandi birta. Sigga varð dauðhrædd, og tók yfir um mig í dauðans ofboði og grúfði sig inn í mig. Eftir lítinn tíma sló birtunni af okk- ur, og var sem hún fleygðist áfram frá okkur. En hvað var það, sem ég sá skyggja í rétt hjá okkur? Já, það var Fuglaklettur. Við stóðum rétt undir honum. Ég þekkti mig þegar í stað og öll villa var horfin. I fögnuði hjartans lofaði ég Guð fyrir hiálpina, því að ég skoðaði þessa Ijómandi fegurð, sem nú var aftur að hverfa, sem yfirnáttúrlega, himneska birtu og það var hún líka, að nokkru leyti. En svo stóð á henni, að svolítið hafði rofað til í norður- lofti, — hafði þar myndazt eins og gluggi milli skýja og niður um þann glugga steyptust hin fegurstu og björtustu norður- ljós, sem ég nokkurn tíma hef séð. Léku þau um okkur og blett þann, er við stóð- um á og fáa faðma umhverfis okkur. Ég var glaðari en ég get frá sagt af því, að vera nú orðinn óvilltur, en Sigga var utan við sig af hræðslu, þreytu og kulda. Ég færði hana úr úlpunni sinni, sem var snjóug og gödduð, fór úr milliskyrtunni minni og færði hana í, því nóg var mér heitt. En hvað var það, sem ég sá undir klett- inum, fáa faðma frá okkur, meðan birtan ljómaði og leiftraði um klettinn? Við geng- um þangað. Hvað haldið þið, að það hafi verið ? „Það var“, sagði Sigga, sem nú fékk ekki lengur orða bundizt, „það var hún Skjóna okkar með ljómandi fallegu folaldi. Við hugsurn að það sé jarpt eða brúnt“. „Já, það var hún Skjóna“, hélt Þórður áfram. „Hún hefur haldið af heiðunum, þegar þar var orðið haglaust, og nú stóð hún í skjóli undir klettinum. Folaldið er fallegt, en það var svo sprækt, að við gát- um ekki náð því. Ég hafði snæri í vasan- um, náði Skjónu og hnýtti upp í hana, lét úlpuna Siggu á bakið á henni og setti Siggu á bak. Teymdi ég síðan undir henni heim og gekk okkur vel úr því. Við erum búin að láta hana og folaldið inn í nautafjósið, og ég tók annan lamba- laupinn og gaf þeim“. „Guð launi þér fyrir þetta allt“, sagði Margrét. „það er eins og vant er, dyggðin og trúmennskan hjá þér, Þórður minn“. „Það er bezt að þú eigir folaldið hennar Skjónu fyrir burðinn á Siggu, ef það lifir“, sagði Bjarni, „og úr sulti skal það ekki farast í vetur“. Margrét stóð upp. „Ég ætla að setja upp ketilinn aftur. Við skulum fá okkur kaffi aftur á vökunni í kvöld. Ég held að þú eigir það skilið, Þórður minn, og þið Sigga eftir allan hrakninginn í kvöld. En á með- an hitnar á katlinum, skal ég segja sög- una, sem ég lofaði ykkur áðan, börn litlu“. Þegar Margrét kom inn aftur, settust öll börnin niður til að hlýða á söguna. Margrét tók svo til orða: „Eins og þið vitið, er aðfangadagskvöld á ári hverju og svo var og fyrir 10 árum síðan. Því kvöldi mun ég ekki gleyma á meðan ég lifi. Þá varst þú fæddur fyrir 4 dögum, Stebbi minn, Sigga var nýkomin á 4. árið og Nonni var á 2. árinu. Ég lá þá í rúminu og barnið í vöggu fyrir framan rúmið mitt. Þú varst óskírður, Stebbi minn. Það hafði ekki verið tækifæri til þess, því um annað var að hugsa. En oft datt mér þá í hug: En ef blessað litla barnið skyldi nú deyja áður en það hlýtur skírn. — Og ég verð að játa, að mér fannst ekki eins mikið um það þá eins og annað, sem stóð mér mest fyrir brjósti, og ég bað svo heitt sem ég gat til hans, sem þessa nótt fæddist sem fátækt, umkomulítið barn — að greiða úr fyrir okkur. — Þá lást þú, Sigga mín, fyrir dauðanum, fyrir manna- sjónum í andarslitrunum. Ekki var hugs- andi til að sækja lækni, þótt okkur að vísu aftur og aftur kæmi það til hugar. Leiðin var löng en færð ill, svo að ekki var að hugsa til, að vera skemur í burtu en 3 daga, og mikil líkindi til ,að læknirinn hefði ekki fengizt til að koma, bæði af því, að hann hefði ekki viljað fara að heiman frá sér langan veg í vondri færð, heldur kosið að sitja heima um jólin, og svo mundi hann hafa hugsað, að hann gæti ekki mikið hjálpað, úr því svo var af þér dregið. Já, ég segi það satt, að ég bjóst við, að þú mundir slokkna út af á hverri stundu, já á hverju augnabliki. Hálsbólgan var orðin svo mikil, að við vorum, eða hann pabbi þinn var hættur að geta dreypt á þig. Hvað fáa vatnsdropa, sem hann lét renna upp í munninn á þér, þá runnu þeir annað- hvort úr munninum aftur eða út um nefið, og 2 dagar voru síðan, að þú gazt látið skilja þig. — Og ég gat ekki komið til litla barnsins míns, sem alltaf var að kalla á mig og biðja mig um að koma á meðan það gat nokkru orði upp komið. Ég man það alveg eins og ég sjái það núna fyrir augunum á mér. Það var á að- fangadagskvöldið í rökkrinu. Hann pabbi þinn sat á rúminu hjá þér. Við vorum ekki búin að kveikja, þó að dimmt væri orðið. Við höfðum einhvern veginn ekki rænu á því. Það lá svo illa á okkur. Svo hélt hann pabbi þinn í hendina á þér, og vildi því ekki hreyfa sig, en enginn var inni, nema við 2 og þið börnin 3, þú sof- andi, Nonni minn. Allt í einu bregður fyrir skæru ljósi, svo að albjart varð í baðstofunni. Brá okkur mjög við, en þú Sigga litla hefir víst orðið dauðhrædd, því þú tókst á loft í rúminu og fleygðir þér í fangið á pabba þínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.