Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 29

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 29
F A X I 185 Olimpíuhlauparinn Leikfélagið Stakkur, sem frá var sagt í síðasta tölubl. Faxa, frumsýndi fyrsta leikrit sitt, Olimpíuhlauparann, þriðju- daginn 28. nóvember í Félagsbíó í Kefla- vík. Er skemmst frá því að segja, að leik- ritið er prýðilega æft og frammistaða leik- aranna yfirleitt með ágætum, svo vart verður á betra kosið, einkum þó sé tillit tekið til aðstæðna, t. d. þess, að þetta er fyrsta tilraun hins unga leikfélags til list- tjáningar. Leiktjöld eru máluð af mikilli smekk- vísi og hagleik af Óskari Jónssyni kennara, sem er afburðasnjall teiknari og hug- myndaríkur. Handverk hans eykur mjög á þann létta og fallega heildarsvip, sem yfir leiknum hvílir. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson. Hann stundaði leiknám við leiklistarskóla Þjóðleikhússins og lauk þaðan ágætu prófi. Síðan hefir hann nokkuð fengist við leikstjórn, t. d. í Vestmannaeyjum og Isafirði og einnig mun hann hafa haft leiklistarnámskeið fyrir byrjendur. Þá hefir Eyvindur séð um ýmsa þætti til flutnings í útvarp. Leikstjórn Eyvindar á Ólimpíuhlauparanum á að sjálfsögðu sinn þátt í því hversu vel hefir til tekizt með þetta fyrsta leikrit félagsins. Ólimpíuhlauparinn er skopleikur í 3 þáttum, eftir Derek Benfield. Þýðinguna gerði María Thorsteinsson. Leikendur eru 9 og fer leikurinn fram á litlu evrópsku hóteli. Hótelhaldarinn, Felix, er leikinn af Eggert Ólafssyni, sem leysir vandasamt hlutverk sitt vel af hendi. Hann er kurt- eisin sjálf fram í fingurgóma, eins og vera ber og slíkum manni sæmir. Gerfi Eggerts er þó ekki nógu gott, hann verkar of unglegur til þess að maður geti full- komlega sætt sig við hann sem föður Nico- lette, en hana leikur Þórdís Þormóðsdóttir af mikilli prýði. Er leikur hennar léttur og óþvingaður og gæti maður hugsað sér að hún ætti eftir að sjást í fleiri og stærri hlutverkum hér, enda er Þórdís ung og virðist vera góðum leikhæfileikum búin. Þórunn E. Sveinsdóttir leikur af mikl- um skörungsskap Agnesi Podmore, hina fasmiklu eiginkonu, sem leitar að burt- stroknum manni sínum. Er leikur Þór- unnar tilþrifamikill og má greinilega sjá, að hún er enginn viðvaningur á sviðinu. Basil Trent er leikinn af Kristjáni Jóns- syni. Er þetta eitt af stærstu hlutverkun- um og nokkuð vandasamt. Samt gerir Kristján því hin beztu skil, enda mun hann hafa nokkra staðgóða þekkingu til að bera á leiksviðinu. Bruchik, svartskeggjaðan beljaka, leik- ur Ingólfur Bárðarson sérlega vel og af svo mikilli sannfæringu, að maður ósjálf- rátt vorkennir þeim sem lenda í greip- um hans. Homphrey Podmore, eiginmanninn ógæfusama, er strauk að heiman frá kon- unni sinni, leikur Yngvi Þorgeirsson. Er leikur Ingva mjög eðlilegur og sannur, svo að áhorfandinn kennir í brjósti um þetta fórnarlamb duttlungasamra örlaga og samgleðst einnig hjartanlega með þess- um raunamædda gerfihlaupara, þegar loksins hamingjan snýr að honum björtu hliðinni og hann gengur sem sigurvegari inn á sviðið. Minni hlutverk fara með: Júlíana Guð- mundsdóttir, sem leikur íþróttaþjálfara, Guðrún Bjarnadóttir, er leikur unga þokkadís, og Sverrir Jóhannsson, sem leik- ur Ólimpíuhlauparann. Hlutverk þessi eru ekki stór og gefa takmarkaða möguleika, en þó kallar frammistaða hinna ungu leik- ara fram óskir leikhúsgesta, um að fá síðar að sjá þá aftur og þá með stærri verkefni í höndum. Fáu verður nú að þessu sinni við þetta bætt, en að lokum vil ég koma á fram- fyri innilegu þakklæti til leikfélagsins og leikaranna fyrir ánægjulega kvöldstund með Ölimpíuhlauparanum. Sjaldan eða aldre hefir hér verið betur gert á þessu sviði, og það væri því bæði synd og skömm, að láta þessa leikstarfsemi lognast út af, vegna vanþakklætis og skilningsleysis bæjarbúa, en allt bendir til þess að svo verði, ef næstu sýningar verða ekki betur sóttar en þær sem þegar eru búnar. — Ólimpíu- lilauparinn er bráðskemmtilegt og mein- fyndið leikrit, sem í höndum okkar ungu og efnilegu leikara á það fyllilega skilið að vera vel sótt á hverri sýningu. Hér er sannarlega um menningarlega viðleitni að ræða, sem verðskuldar fyllsta traust og stuðning. Fyllum því samkomuhúsið á næstu sýningum Ólimpíuhlauparans. H. Th. B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.