Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 31

Faxi - 01.12.1961, Qupperneq 31
F A X I 187 Á LÉTTUM NÓTUM Oft hefur mér fundizt vanta í hinn ágæta Faxa okkar þátt, sem við gætum kallað: í létt- um tón. Ef nú þetta yrði fastur liður í blað- inu, mundu efalaust margir verða til með að senda slíkt efni úr daglega lífinu og væri bezt að sem flest væri úr Keflavík og nágrenni. Mætti þó blaðið að mínum dómi ekki vera um of vandlátt á val þessa efnis. Nú ætla ég að prófa þetta, og sendi Faxa nokkrar skrýtlur. Ahugasamur lesandi. A þeim árum þegar hundahald var leyfi- legt í Keflavík, áttu margir hunda, og var þá sérstakur maður skipaður hundahreins- ari. Þetta var að sjálfsögðu ábyrgðarmikið starf, og fylgdi því mikið vald þar að lút- andi. I þá daga var það siður ef auglýsa þurfti eitthvað, að festa þær upp á vissa staði í bænum, og var þá skúr nokkur, sem alltaf var kallaður Árna-Geirs-skúrinn, að- alstaðurinn. Skúr þessi stóð þar, sem Ingi- mundarbúð stendur nú. Eitt sinn var eftír- farandi auglýsing fest upp á þennan skúr frá þáverandi embættismanni: — Allir hundaeigendur í Keflavík, eru hér með alvarlega áminntir um, að koma til hreinsunar næstkomandi fimmtudag, á sama stað og tíma og verið hefur. Hundahreinsarinn. • Það var líka í þá daga, þegar bátunum var alltaf lagt við legufæri á gömlu höfn- inni, að skipstjóri nokkur var að leggja báti sínum að bólinu. Stormbræla var á og komin dimma. Var hann sjálfur við stýrið, en hásetarnir framá og sögðu honum til. Þetta gekk hálf erfiðlega, og svo líka heyrði hann illa til þeirra fyrir vélarskröltinu. Er hann nú gerði eina tilraunina, kallaði hann til þeirra og sagði: — Þið skuluð bara benda mér núna, ég hevri það miklu betur. Það var hér einu sinni í samkvæmi, eða því, sem sumir kalla Partí, að lítill drengur frúarinnar, á að gizka 4 ára, kemur í stofu- dyrnar og kallar: — Mamma, mamma, mér er mál að pissa. — Uss us—s, þetta máttu ekki segja þeg- ar ókunnugt fólk er inni, segir mamma hans við hann, þegar hún var komin með hann fram. Þú getur bara gefið mér merki. Þú skalt bara rétta upp hendina og segja: digga, digga, digg, þá veit ég hvað þú vilt. Nú fer strákur út aftur, en eftir alllanga stund kemur hann aftur í stofudyrnar, réttir upp hendina og kallar: — Mamma, mamma, digga digga digg, og kúka líka. Vel þekktur borgari þessa bæjar, kom eitt sinn í heimsókn, sem oftar, til vinar síns. Sátu þeir saman lengi frameftir kvöld- inu og voru lítið eitt við skál. Er hann nú hugði til heimferðar, var komið versta veð- ur, rok og rigning. — Það kemur ekki til mála, sagði vinur hans, að þú farir gangandi heim í þessu veðri, auðvitað hringi ég á bíl fyrir þig. — Nei, nei, nei, sagði þá hinn, ég, sem á þetta fína hjól heima, ég fer bara heim og sæki það. Lítill drengur hér, sem var nýbúinn að læra faðirvorið, eins og öll góð börn eiga að gera, fór með mömmu sinni í kirkju. Þegar nú að því kom, að presturinn fór með faðirvorið, tók hann sérstaklega vel eftir. Þegar þau komu heim, segir hann við mömmu sína: — Mamma, heyrðirðu það? Presturinn gleymdi brauðinu. Þegar Sveinn Björnsson var forseti Is- lands, heimsótti hann Keflavík eins og aðra fleiri staði á landinu. Mikill viðbún- aður var hafður á fyrir heimsóknina. Bær- inn allur hreinsaður hátt og lágt, og margir draslhauganna, sem fengið höfðu að vera í friði og ró, voru nú umsvifalaust raskaðir ró sinni og fjarlægðir. Þáverandi yfirvald bæjarins átti þá leið fram hjá húsi einu, daginn áður, þar sem allmikill drasl- haugur var fyrir utan. Svo vel vildi til, að eigandinn var þar skammt frá, svo að yfir- valdið snýr sér að honum og segir: — Vitið þér, að forsetinn kemur hingað á morgun ? — Heyrt hef ég það, svaraði eigandinn. — Það þarf að hirða þetta drals, sagði þá yfirvaldið og benti á hauginn. — Jamm — og ætlar hann að gera það? spurði þá eigandinn. Einu sinni var hér karl, sem kannske er nú ekki í frásögur færandi að honum þótti góður sopinn. Hann hafði það þá fram yfir aðra slíka í þá daga, að dásama mest brennsluspritt. Eitt sinn kom hann í hús hér, þar sem hann var kunnugur og konan oft gefið honum slíka lögg, ef til var. Hann spyr nú konuna, hvort hún ætti nú ekki smálaggar-dropa til að hjálpa sér um. — Því er nú ver og miður, svaraði kon- an, nú á ég ekkert. — Ja, mikið anzi, sagði þá karl, En áttu þá ekki Whisky heldur en ekkert? Það var eitt sinn á framboðsfundi í Sandgerði, til alþingis, að Olafur Thors var að halda ræðu og talaði um fiskimála- nefnd og sjávarútvegsmál yfírleitt, að einn fundarmanna í salnum tekur framí fyrir honum og segir: — Blessaður hættu, þú, sem ekki þekkir þorsk frá ýsu. — Eg þekki þó þig frá þorski, en það gera ekki allir, svaraði Olafur, samstundis. Oðru sinni var það á framboðsfundi í Gerðum í Garði, að orðið var gefið frjálst kjósendum í salnum, að sóknarpresturinn bað um orðið og talaði mikið um, hversu miklar framfarir hefðu orðið í kjördæm- inu síðan Olafur Thors tók við því, og því til sönnunar benti hann á, að þegar hann tók við prestsembættinu á Utskálum, hefðu aðeins verið 900 sálir í Keflavík, en nú væru þær orðnar um 1800, og ef slíkt væri ekki framfarir, þá vissi hann ekki hvað framfarir væru. Næstur á eftir kjósendum talaði fram- bjóðandi kommúnista og hóf ræðu sína á þessum orðurn: — Margur hefur nú farið illa með Olaf Thors í ræðu, en enginn eins og þessi prestur, að kenna honum um allar barn- eignir í Keflavík, síðan hann tók við kjör- dæminu. Einu sinni voru nokkrir menn að vaska fisk, hjá Karvel í Ytri-Njarðvíkum. Karvel tók eftir því, að einn maðurinn vaskaði ekki vel, horfði á hann um stund og segir síðan með sinni alkunnu blíðu: — Ja — væni minn, þú verður að vaska betur. Þá segir maðurinn: — Ég skal bara segja þér það Karvel, að þú getur sjálfum þér um kennt. — Hvernig má það vera, væni minn ? — Það get ég sagt þér, að þú borgar þetta of lítið. Ég verð að vera ákveðinn tíma með hvern fisk, og þegar hann er bú- inn, verð ég að láta hann fara í því ástandi sem hann er. Þú sérð það alveg eins og ég. Karvel brosti og fór.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.